Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.12.1962, Side 6

Skólablaðið - 01.12.1962, Side 6
- 98 - heldur óþjóðlega borgarastétt hefur alið þennan vanskapnað. Þar að auki má nefna ofurtrú á raunvísindum og efnis- hyggju, þó eru áhangendur ameríkan- ismans ófeimnir við að skríða undir sauðagæru trúarbragða og lista, ef þeir sjá sér hag 1 því. Ofan á þetta bætist svo afar takmörkuð þjóðerniskennd og þar undir heyrir kæruleysi um tungumál og ræktarleysi við fortíðina. Og til að kóróna þetta allt saman kemur stórgall- að siðferði og almennt mannúðarleysi. Þessi stefna birtist sem sagt í því að rífa niður fornar dyggðir og mannkosti, veitir ekkert í staðinn nema siðleysi og spillingu anda og efnis. Og þessi háska- stefna hefur birtSt á íslandi með meiri fádæmum en nokkru sinni hefur áður þekkzt 1 menningarsögu okkar. Hún birtist í uggvænlegum skriðdýrahætti og lítilþægni við þá stórþjóð, er við höfum sambúð við. Við erum raunverulega, í okkar eigin landi, orðnir auðsveipir rakkar, sem gera sér að góðu að þiggja með þakklæti hvern bita af því náðar- brauði, sem húsbóndinn fleygir í okkur. En ekki nóg með það, að þessi feikn, sem af hinum tryllta dollaradansi hefur leitt, hafi bitnað á hernámskynslóðinni. Það sem verra er, æskulýður landsins er orðinn svo gjörspilltur af völdum amerikanismans, að undrun má sæta, ef ekki hlýzt af algjört skipbrot. Það sem gerzt hefur er nánast þetta : Dvöl hins erlenda hers ásamt með of nánum menningarlegum tengslum við Bandaríkin er hægt og rólega,en þó djöfullega markvisst, að strjúka burt öll þau einkenni, sem greina Tslendinga frá öðrum þjóðum. Það er verið að svipta okkur þeirri menningu, þeim sérkennum, sem gera okkur kleyft að kallast sjálf- stæð þjóð. Þetta er ekki gert með vopnavaldi eða ofbeldi, heldur með hin- um nýtízkulegu landvinningaaðferðum, sem eru öllum drápsvopnum hættulegri fyrir smáþjóðir. Og hvað er okkur veitt í staðinn? tJrkynjað og sjúkt and- rúmsloft amerískrar sjónvarpsómenn- ingar ásamt öllum þeim nádraugum, er helriða húsum þar vestra. Það eru þessir uppvakningar, sem íslenzk borgarastétt hefur tekið upp á arma sína og gert að kjörbarni sínu. Það eru þessar vofur, sem ganga ljós- um logum á íslandi í dag. Og verst er, að við höfum sjálf vakið þær upp og magnað til óhappaverkanna. fslenzka borgarastéttin á hér höfuð- sökina og hefur með þætti sínum í þessu máli sannað, að hún er nákvæmlega eins og borgarastéttir allra annarra landa, ávallt reiðubúin til þess að fórna öllu, sæmd, tungu, þjóðerni, ættlandi, aðeins ef peningar standa í boði. III. Og ennþá er blika á lofti. Stórveldi Vestur-Evrópu, þau er áður þreyttu deilu- mál og háðu blóðug hjaðningavíg, boða nú sátt og samlyndi og birta hugmynd rnn stofnun stórkostlegrar ríkjasamsteypu. Og þetta eru ekki orðin tom, eins og samvinna þjóða og eining hefur oft verið. Það hefur þegar verið hafizt handa um framkvæmd málsins, efnahagslegur sam- rúni er þegar kominn vel á veg og stjórn- málaleg eining virðist á næsta leiti. Það er vissulega gleðilegt, að fornir fjendur skuli hætta deilum sínum og blóðsúthellingum og ganga á vit samvinnu og einingar. En í krafti hvaða fyrirætl- ana, hvaða hugsjóna,má slík breyting verða? Með það í huga, að ekki einung- is efnahagsleg sameining heldur og stjórnmálaleg er á döfinni, má fullyrða, að fjámála- og viðskiptasjónarmiðið er ekki höfuðmarkmið þessarar stefnu, eins og mjög hefur verið haldið á lofti af stuðningsmönnum þessarar hugmyndar. Það sem hér er á ferðinni er gamall stórveldisdraumur meginlandsþjóðanna, draumurinn um stóru Evrópu, hin líf- seiga germanska hugsjón um tvíleik blóðs og moldar í sínu frumræna ægiveldi. Og nú er um það rætt, hvort íslend- ingar eigi að gerast þátttakendur í þess- um stórkostlegu fyrirætlunum. Þó hefur hér lítið verið talað um hina hugsjóna- legu hlið málsins, en þeim mun meira verið karpað um hina fjárhagslegu, hvort við græðum einni krónu meira, einni krónu minna á tengslum við Efnahags- bandalag Evrópu. Og ennþá einu sinni hefur íslenzk borgarastétt sannað eðli sitt. Með taumlausu írafári og skammsýni hef- ur hún rokið upp til handa og fóta. Hugsanlegur fjárhagslegur ávinningur hef- ur fyllt hana ofurgræðgi, svo nú æpir hún hástöfum, að afkomu Islands og framtið

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.