Skólablaðið - 01.12.1962, Side 7
- 99 -
sé stefnt í voða, ef við stöndum utan
þessara samtaka.
Ég ætla mér ekki að fara að bera
fram röksemdir um hina peningalegu hlið
þessa máls, það er þegar margrætt, en
hins vegar ætti hverjum manni að vera
ljóst, að engin af aðildarþjóðum banda-
lagsins er líkleg til þess að veita fs-
lendingum ívilnanir sér til óhagræðis,
heldur munu þær vernda alla hagsmuni
sína, sem þeim framast er unnt, og ekki
skirrast við að grípa hvert tækifæri, sem
þeim gefst til þess að bæta aðstöðu sina,
og jafnvel beita kúgunum og þvingunum,
ef svo bæri undir.
Ég tel, að sérhver veruleg tengsl fs-
lands við Efnahagsbandalag Evrópu séu
hreinasta glapræði. Auk þeirrar stað-
reyndar, að einhliða samskipti við stór-
veldi hljóta að verða smáþjóð hættuleg,
er eðli bandalagsins á þann veg, að það
eitt væri nægileg ástæða til þess að
forðast samskipti við það. Þar að auki
yrðum við, með tengslum við bandalagið,
að skerða sjálfstæði okkar og afsala
okkur landsréttindum, og enda þótt fjár-
hagslegur ávinningur yrði einhver í svip-
inn, ættu þau réttindi að vera heilagri en
svo, að þau séu föl hæstbjóðanda.
IV.
íslenzkt þjóðerni er í meiri hættu nú
en nokkru sinni fyrr í sögunni. Við höf-
um að vísu lifað hin mestu hörmungar-
tímabil, svo erfið, að við lá að þjóðin
þurrkaðist út af völdum hungurs og harð-
réttis. Það er hvorki hungur né harð-
rétti á íslandi núna. Við dveljum við
kjötkatlana, og sú dvöl virðist ætla að
reynast okkur hættulegri en nokkur gat
ímyndað sér.
Nú höldum við jól, mammonshátíðina
miklu. Nú er gósentími prjálprangar-
anna. Nú seðjum við hungur smásálanna.
Við leikum á hörpu og syngjum léttúðug
kvæði meðan háskinn vofir yfir.
Við kýlum vömbina og dæsum meðan jörð-
in brennur undir fótum okkar. Við liggjum
í bælinu og hrjótum, fljótum sofandi að
feigðarósi.
Islendingar! Það er helþytur í lofti.
Skýin dragast að höfðum okkar. Vxgspár
^ a" Reykjavík, 9. des. 1962.
Júníus H. Kristinsson
SKÖLABLAÐIÐ
Gefið út í Menntaskólanum í Reykjavík
Ritstjóri :
Júníus H. Kristinsson 5. -B
Ritnefnd :
Þorbjörn Broddason 6. -X
Kristín Waage 5. -E
Björn Björnsson 4. -Y
Vésteinn Lúðviksson 4. -B
Þráinn Bertelsson 4. -B
Jón Örn Marínósson 3. -H
Abyrgðarmaður :
Örnólfur Thorlacius, kennari
Forsíðu teiknaði ölafur Gíslason og
nefnist hún Gleðileg jól.
Skaupdrætti gerðu þeir Hermann
Jóhannesson og örlygur Richter.
Skreytingar annaðist Björn Björnsson.
Náttúrufræði í 5. -B
Eyþór : . . . sé of litið af þessum hor-
mónum, er hætt við að menn verði
hálfgerðir idiótar, þ. e. andlegir
aumingjar. En þetta er hægt að
lækna.
Guðlaugur skellir upp úr.
Eyþór : Já, það er ástæða til að
gleðjast yfir því !
N o t i ð jólaleyfið
til þess að skrifa
SKÖLABLAÐIÐ