Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1962, Síða 10

Skólablaðið - 01.12.1962, Síða 10
- 102 - ÓLIN eru að koma. Hvað táknar það í hugum okkar? Flestum er jóla- leyfið kærkomin hvíld frá hinu daglega striti. En er það ekki eitthvað annað og meira? Einhverjir ómar ljúfra minninga ber- ast frá bernskujólunum. En einhvern veginn var það þannig, að með aldrinum og þroskanum hvarf ljómi jólanna - þessi innri unaður, hin óseðjandi til- hlökkun. Það er greinilegt, að við átt- um einhverja hæfileika, þegar við vor- um börn, sem við höfum nú glatað. Við getum t. d. ekki lengur undrazt um- hverfi okkar, ekki glatt okkur við smáa hluti. Við erum nefnilega orðin svo merkilegur hluti tilverunnar í eigin aug- um, að fátt annað virðist skipta máli. Við tökum ákveðna afstöðu til tilverunn- ar út frá þeim litla hluta hennar, sem við höfum útsýn yfir og erum svo ánægð, eða er ekki svo? En ef við lítum á landkönnuði efnisins, eðlisfræðingana, þá komumst við að raun um, að hinir mestu urðu lítillátir og báru því meiri lotningu fyrir tilverunni, sem þeir kynnt- ust henni betur. Allt varð þar að lúta vissum lögmál- um og efnisheimurinn var stærðfræðilegt meistaraverk. Margir vísindamenn hafa þannig fund- ið þörf fyrir að taka Guð með í reikn- inginn, til að geta skilið tilveruna. Þetta segir að vísu harla litið, því að vísindunum er tilgangslaust að ætla að sanna af eða frá um tilveru Guðs. Þar verður að fara aðrar leiðir. Þetta er aðeins nefnt hér til að minna á, að vísindin þurfa ekki fremur að verða kristinni trú til niðurrifs en staðfesting- ar. Það er heimskulegt af okkur að vera hreykin af snilligáfum mannsandans. Hvað eigum við, sem okkur hefur ekki verið gefið? Erum við nokkuð af sjálf- um okkur ? Nei, og ef við höfum hafizt af sjálfs- dáðum eða áunnið okkur eitthvað, þá höfum við gert það með þeim hæfileik- um, sem við áttum fyrir. Við vitum að við höfum ekki skapaö okkur sjálf. Hafi einhver annar gert það, gætum við búizt við að sjá á okkur einhver merki þess, að við séum gerð þeim hinum sama til þjónustu og sam- félags. Það kemur líka á daginn, er við athugum manninn, að hann ber í brjósti trúarþörf. Ég er sannfærður um, að þið gerið það öll innst inni fyrir ekki síður en ég. En hefur þessi þrá eða hvöt þá nokk- uð til að fóta sig á? Já, reynslan sann- ar, að við getum náð fótfestu í kristin- dómnum. Maðurinn hefur frá alda öðli reynt að fullnægja þessari þrá sinni með því að búa sér til guði og oft og einatt hefur orðið úr hinn versti óskapnaður. A þessum jólum getum við minnst þess, að við þurfum ekki lengur að byggja á sandi. Hann, sem er orðinn bjarg okkar,kom sjálfur í heiminn og flutti boðskapinn um Guðsríkið og groður- setti það á jörðu - hann dó fyrir okkur, til þess að við mættum lifa. Síðan Guð beygði sig þannig niður að mönnunum, hefur fæðingar frelsarans verið minnst á jólunum með gleði. Jólin eru ákaflega ósönn eins og þau birtast okkur nú. Sannleik þeirra er aðeins hæ^t að skynja og skilja með sjálfum ser. Ef þú þannig fyllist innri gieði og friði á jólunum vegna þess, að þú minn- ist fæðingar frelsara þíns Jesú Krists, þá ertu vissulega hamingjusamur maður. A jólanóttinni boðuðu englarnir á Betlehemsvöllum okkur syndugum mann- anna börnum "frið á jörðu". Ríkir þessi friður í þínu hjarta? Láttu ekki heimsglaum jólanna hrifsa frá þér helgi þeirra. Eigðu þér hljóðar Frh. á bls.120.

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.