Skólablaðið - 01.12.1962, Blaðsíða 18
110 -
URÐULEGUR var sá sam-
setningur, ser birtist um
áfengi í l.tbl. Skólablaðsins
og enn furðulegri sú "þakk-
argjörð", sem höfundur hans
helgar mér í síðasta Skóla-
blaði. Tilefni þessa eftirmála var rit-
dómur, er ég reit að beiðni Júníusar í
2.tbl. Drap ég þar m. a. á framan-
greindan áfengispistil eftir G. K. og deildi
a óviðurkvæmilegt orðbragð höfundar.
Gegn dómi þessum reis G. K. öndverð-
ur, geystist fram á ritvöllinn og mátti
vart vatni halda af reiði og vandlæting.
Nefndi hann orð ritdómarans "örlaga-
dóm" og kvað hann sprottinn af "annar-
legum hvötum" og "niðurrifsgirnd".
Tomst honum sú atlaga heldur óbjörgu-
lega, því að skammaryrði til handa rit-
dómaranum virtust skipta meginmáli, svo
að vart mátti í milli sjá, hvort væri
hættulegra ritdómarinn eða áfengið.
Að sjálfsögðu mun svo alvarlegt mál ekki
látið liggja í þagnargildi og mun ég nú,
að skrifuðum þessum inngangsorðum,
vikja nánar að umræddri athugasemd
G.K.
Hann kemst m. a. svo að orði, að
"feigðarglíma" mín "við pennann" gangi
út á það að "vega aftan að ímynduðum
annmörkum í tjáningu", en af málefninu,
þ. e. áfenginu, standi mér beygur.
Hvað hina "ímynduðu annmarka í tján-
ingu" áhrærir, vil ég hvetja menn til að
lesa þessa margfrægu grein ( bls. 8 ) og
dæma svo sjálfir. Mun þá ekki mörgum
sýnast, að talsverða dirfsku þurfi til að
lata annað eins fyrir alþýðu sjónir?
Ekki ber samt að skilja ritdóm minn
þann veg, að ég sé að mæla áfenginu
bót. Jafnvel favísir menn gera sér það
ljóst, að þar er bölvaldur á ferð, ef
neyzla þess fer út fyrir skymsamleg tak-
mörk. Ég mótmælti aðeins þeirri
hroðalegu meðferð, sem málefnið fékk
hjá greinarhöfundi. Ef G. K. heldur, að
hægt sé með ofstæki og ruddalegu orð-
bragði að "eyða þessum óskapnaði", þá
skjátlast honum hrapallega. Reyndin er
sú, að menn láta sér slík skrif í léttu
rúmi liggja.
í þessu sambandi vil ég vekja athygð
manna á ágætri grein eftir J. S. ö. í 2.
tbl. undir yfirskriftinni "Galeiðan". Þar
er sama málefni á dagskrá ( að vísu ekki
sneitt að nemendum skólans ), en sá er
munurinn, að þar er það sett fram á
snjallan og áhrifaríkan hátt, sem vekur
alþýðu til umhugsunar.
Þeirri staðhæfingu G. K. , að mikill
meirihluti nemenda drekki að meira eða
minna leyti, leyfi ég mér að mótmæla.
Þetta eru vítaverð osannindi og um leið
vafasöm auglýsing fyrir skólann út á við.
Ennfremur segir hann, að þar sem nem-
endur komi fram utan skólans sé hegðun
þeirra að jafnaði lakari en annarra.
Eftir próf segir hann, að þeir hagi sér
eins og skynlausar skepnur. Þessi um-
mæli eru hrein móðgun við okkur nem-
endur. Reyndar efa é^ stórlega, að G. K.
sé skynbær á þessi mal, - a.m.k. hef ég
ekki orðið hans var á skemmtisamkom-
um, sem menntaskólanemar hafa prýtt
með nærveru sinni.
Því skal ekki neitað, að finnast munu
svartir sauðir meðal hinna 850 nemenda
skólans, en það er sem betur fer fá-
menn hjörð, og hefur hún hingað til rúm-
ast öll á Skalla með góðu móti. Menn
hljóta að sjá, hversu fráleitt það er og
ósmekklegt að dæma heildina eftir fram-
komu örfarra undantekninga.
Ekki ætla ég að elta ólar við þær ill-
kvittnislegu glósur í minn garð, sem
G. K. telur vænlegar til fylgis málstað
sínum. Er slíkt athæfi fremur illa þokk-
að af alþýðu. Alvarlegast er þó, að
greinarhöfundur segir ekki til nafns, en
í skjóli þess er vissulega hægt að láta
allt fjúka. Vissi ég engin deili á mann-
inum, fyrr en óljúgfróður maður tjáði
mér, að hér ætti í hlut valinkunnur frið-
semdarmaður með háa greindarvísitölu,
að nafni Gylfi Knudsen í 5. -D. Hafa
honum kunnugir menn látið í ljós undrun