Skólablaðið - 01.12.1962, Síða 19
- 111
sína yfir þessum skrifum hans og telja
þau gefa ranga mynd af hans innsta
eðli. Ég vil ekki trúa öðru, því að
ekki sæmir gáfuðum unglingi að láta hafa
eftir sér annan eins munnsöfnuð á prenti.
Þegar Gylfi hefur tamið sér hófsemi
í málflutningi sínum, munu menn hlýða
á mál hans með athygð. Gífuryrði og
ásakanir eru miður heppileg hvatningar-
orð og lítt vænleg til árangurs nema
síður sé.
Reykjavík, l.desember 1962.
Andrés Indriðason
JOLAHUGLEIÐING, frh. af bls. ÍOÍ.
á allan þennan barnaskap um útópíuna
ofar skýjum, til þess að gera guði sín-
um fremur hátt undir höfði í desember-
lok en aðra daga ársins. Skulu þeir
ekki lifa í nánu samneyti við hann hvern
dag, hverja stund ævi sinnar, jafnt um
jólin sem endranær?
'Sfmsum kann að þykja sem fulllangt
sé gengið í jólagleðskapnum nú orðið.
Þó að það sé góðra gjalda vert að fá
einu sinni rækilega magafylli og það
veiti innri fullnægju að sjá rándýr leik-
föng speglast í björtum barnaaugum, þá
getur það verið hollt, bæði pyngjunni og
öðrum líkamshlutum, að stinga við fót-
um annað slagið og hyggja að, hvort
ekki sé rétt að gæta nokkurrar stilling-
ar, jafnvel þótt jól séu í nánd. Fjöldi
manna er mér sagt að lifi um efni fram
yfir hátíðarnar, aðallega sakir höfðing-
legra jólagjafa þeirra. Þeir um það,
þó illt sé til að vita, naumast er ástæða
til að fetta fingur út í háttsemi þeirra,
ef þeim líður betur eftir en áður.
Ég á tvo ágæta menn að vinum, annan
þeirra henti það á aðfangadagskvöld jóla
eitt sinn, að hann fékk til matar ásamt
fjölskjrldu sinni soðna ýsu.
Hja hinum er það fastur liður í helgi-
haldinu hverju sinni, að hann liggur með
hljóðum á fleti sfnu sakir magaverkja
mestan hluta jóladags.
Megi ykkur auðnast að finna meðal-
veginn.
11. desember 1962.
Þorbjörn Broddason