Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1962, Blaðsíða 20

Skólablaðið - 01.12.1962, Blaðsíða 20
- 112 - IKIÐ hefur verið deilt á kennslu hér í blaðinu að und- anförnu. Sjálfsagt er margt ósagt í þeim efnum, en ég get ekki stillt mig um að drepa nér lítillega á atriði, sem mér virðist algjörlega hafa orðið útundan. Það er fyrirkomulag og framkvæmd hinnar svokölluðu söngkennslu. Tónlistin er æðst allra lista og söng- urinn er fullkomnaöta form tónlistar- flutnings. Söngurinn er sameining lík- amlegra og andlegra krafta og sé rétt sungið, vekur hann unað hjá flytjanda ekki síður en áheyranda. Tónlistinni er lítill sómi sýndur í námi menntaskólans, en það má segja, að þar hallist ekki á, þvi að aðrar list- ir skipa ekki neinn heiðurssess heldur, ef skáldskaparlistin er að nokkru leyti undanskilin í máladeild. Þessi stað- reynd ein er ámælisverð, því að einhver grundvallarþekking á listum hlýtur að vera nauðsynlegur þáttur 1 kunnáttu hvers þess manns, er vill telja sig menntaðan. Nemendur hafa bætt hér mik- ið úr með félagsstarfsemi sinni, þó að henni hamli erfiðar aðstæður og tómlæti. En á stundaskrá nemenda stendur á einum stað "söngur". Allir vita árang- urinn af því, að þetta orð stendur þarna, en hann er sá, að þeir, sem leggja þetta orð ekki út sem "frí", mynda sér- hóp á aðaldansleik eða jólagleði og í kirkjunni á jólamessu menntaskólans. Ég vil ekki móðga neinn með því að geta þess, hvað það er, sem þessi hópur framkvæmir, en skilningarvit áheyrenda taka við einhverju öðru en söng. 4. desember 1962. Már Magnússon PRESTASPA ( Þannig verða auglýsingar frá prestum til húsmæðra eftir nokkur ár ) ~1 O, kæru frúr, vér höfum nokkuð nýtt, nokkuð, sem oss lyftir hærra á svið. Vér skírum börn og höfum vatnið hlýtt, og höfum fengið sturtu á altarið. Vér seljum núna sæta Jesúmynd, með sæmilegum stöfum niðurgreyptum, þrjátiu krónur sýnist varla synd, vér seljum aldrei dýrar en við keyptum. Og ef þið eruð slappar eða sloj, af slæmsku gerist bris og nýra lasið, við Jesú-dropum enginn segir oj, - aðeins tíu krónur fyrir glasið, og páfablessað kex á krónur þrjár, sem kannski fæst með afslætti á minna, og einnig gamalt djáknahland í hár, sem hæglega í vatni er unnt að þynna. Vér grípum ei til orðaflaums og suðs, en ævinlega mál vort dæmum sönnum, vér eigum geimflaug búna beint til Guðs frá bandarískum uppfinningamönnum. Að lokum það vér segjum fögru frúr, það fyrtist engir menn né verði óðir, hjá oss verður sætur allur súr, vér sagðir erum líka fjandi góðir. Sveinbjörn Rafnsson

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.