Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.12.1962, Page 22

Skólablaðið - 01.12.1962, Page 22
- 114 - A Ð eru talsverð viðbrigði að L^AA koma norðan úr kaldri síð- sumarsnepju okkar ísakalda lands suður í bakandi sólar- HHi hita ftalíu. Hitinn, þann tíma, sem ég dvgddist á ítaliu, var óskaplegur á okkar mælikvarða, 35°-40°C. Lætur nærri hver lxðanin hefur verið fyrstu dagana meðan ég var að venjast hitanum. Eins og áður er frá skýrt, höguðu ör- lögin því þannig, að ég kom tveim dög- um of seint til ráðstefnunnar. Ráðstefna þessi hófst 25. ágúst og stóð til 5. sept- ember. Til hennar var boðið af Evrópu- ráðinu og sá ítalska ríkisstjórnin um framkvæmdir fyrir hönd þess. Ráð- stefnuna sóttu 350 fulltrúar æskulýðs þeirra 19 landa, sem aðild eiga að Evr- ópuráðinu. Var ég eini fslendingurinn, sem ráðstefnuna sat. Var hún haldin í stóru og einkar vistlegu alþjóðlegu stúdentaheimili "Casa Internazionale dello Studente", sem stendur í norður- jaðri Rómar. Verkefni þingsins var tvíþætt. Megin- verkefnið var að stofna til kynna og vin- áttubanda á milli fulltrúanna. Má segja, að það hafi tekizt framar öllum vonum, því þegar ég kom, þ. e. á þriðja degi ráðstefnunnar, mátti sjá tyrkneskan leiða norska stúlku eða danskan pilt leiða enska stúlku eftir göngum hótels- ins o. s. frv. Það skal þó tekið fram til að forða misskilningi, að ekki gilti þetta almennt um alla þátttakendur. Hitt verkefnið var að kynna fulltrúunum arkitektúr og borgarskipulagningu (town planning ), og var samvinna þátttakenda við úrlausn þess hugsuð sem grundvöll- ur fyrir kynnum þeirra á milli. Hafði Róm verið valin sem aðsetur ráðstefn- unnar með tilliti til þess, hve auðug hún er af byggingum og fornmenjum frá ýmsum tímabilum. Til að auðvelda störf þingsins, þá var hinum stóra fuHtrúahóp skipt niður í 7 "grúppur", sem störfuðu sjálfstætt. Raðað var niður í hópana eftir mála- kunnáttu, en þó var reynt að blanda þjóðernunum eins og hægt var. Hafði hver hópur sitt eigið fundarherbergi og var ítalskur arkitekt hverjum hópi til leiðbeiningar. Arkitektinn, sem var með þeim hópi, er ég var í, var lítill og bústinn náungi, sem greinilega var vel heima í sinni grein, en sá var ljóður á, að hann talaði eingöngu ítölsku og þar eð túlkunin á fyrirlestrum hans vildi oft ganga anzi stirðlega, þá notaði hann alls konar handahreyfingar og blísturshljóð máli sínu til skýringar. Urðu oft úr þessu hin lcostulegustu loddarabrögð, og höfðum við beztu skemmtun af. Rakti hann fyrir okkur þróun og sögu rómversks arkitektúrs allt frá dögum Rómarlýðveldisins fram á okkar daga. Einnig voru kynnt fyrir okkur þau vanda- mál, sem þeir eiga að glíma við, er fjalla um framtíðarskipulagningu borgar- innar. Eklci var þessu öllu lokið á einum degi, heldur var verkefninu skipt niður x átta tímabil og einum degi varið til kynningar á hverju fyrir sig. Hélt arki- tektinn tvo fyrirlestra daglega, einn fyr- ir hádegi og annan eftir hádegi að af- loknu "siesta". Rakti hann þar þá þætti stjórnmálalegs og þjóðfélagslegs eðlis, sem áhrif höfðu haft á skipulag og bygg- ingarlag borgarinnar á viðkomandi tíma- bili. Að fyrirlestrinum loknum gátum við svo borið fram fyrirspurnir varð- andi efni hans, sem arkitektinn leysti greiðlega úr. Þá var stigið upp í stór- an hópferðabíl, sem flutti okkur til þess hluta Rómar, er hafði að geyma ein- hverjar minjar frá tímabilinu, og þær skoðaðar undir leiðsögn arkitektsins.

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.