Skólablaðið - 01.12.1962, Side 27
119 -
auk þess að vera miklu algengara.
"Fyrst sviðnar en seinna logar" er
athyglisverð smásaga eftir s.j. , sem
mér er tjáð að sé stúlka. Þessi saga
virðist mér tvímælalaust bezt unnin af
sögum þessa blaðs. Auk þess eru góðir
glampar i frásögninni, ádeilan hörð" og
hugleiðingar um lífið góðar. Ef skóla-
systur okkar búa yfir fleiri slxkum sög-
um, er sannarlega tími til kominn að
þær birtist lesendum Skólablaðsins.
Ljóð virðast hafa orðið útundan hjá
þeim, er í þetta blað rituðu. Þó eru
þar þrjú samákvæði og skal nú vikið að
þeim.
"í kirkjugarðinum" heitir kvæði Sig-
urðar Richters. Höfundur virðist vart
ætla sér af við efnis- og formsval. Efn-
ið minnir mann nokkuð á kvæði Fjalla-
skáldsins, Kristjáns Jónssonar, einkum
"Grafarsöng". En ekki er þar leiðum
að lxkjast. Nokkuð gætir þess, að höf-
undur ræður ekki við háttinn og verður
fyrir þær sakir ósamræmi í lengd vfsu-
orða.
Jón Sigurðsson semur Islandssögu 1
ljóðum. Hvernig var það, var ekki
Steinn Steinar búinn að gera nógu vel í
kvæðum sínum "Landnámsmaður ísland^'
og "Mannkynssaga handa byrjöndum" ?
Þ. P. H. hefir minnimáttarkennd og ger-
ir þar af nokkrar vísur. Vísur þessar eru
allvel gerðar, og efnið ekki sem verst.
Kviðlingar fjuka fyrir litið. Mér virð-
ist sem gildi hið sama um höfunda þeirra
og bændurna- forðum :
"þeir eru að slá og þeir eru að slá,
þó þeir slái ekki. "
Auk þessa eru í blaðinu auglýsingar
og fimmaurabrandarar.
Þótt ég hafi lítið að gert, nema rífa
niður, er ekki þar með sagt, að ég sé
óánægður með blaðið. "í heild sinni
var ræðan góð", sagði karlinn, og sama
gildir um Skólablaðið, séð frá mínum
bæjardyrum. Að efni til er það fjöl-
breytt, og þótt mér þyki ekki allt jafn-
gott, kann ég ritstjóra og stjórn, svo og
öðrum, er blaðið rita, beztu þakkir.
Reykjavík, 4. des. 1962.
Heimir Pálsson
£ NOKKRRR PER-PfltllMNINCrHR
FRtf li-DNU SUMÍl'
A Ð þykir ekki
tíðindum sæta, þótt
lilÉ 7] skroppið sé yfir pollinn, svo
hér verður sagt lítillega
mfrá ferð um Fjallabaksleið,
sem undirritaður fór með
starfshóp einum, ásamt nokkrum menntl-
ingxun s.l. sumar.
Að sólbjörtu kvöldi, 6. júlí, var lagt
af stað frá Skátaheimilinu í 5 langferða-
bílum, en auk þeirra var einn vörubíll.
Ekið var austur á Kambabrún, þar var
dumbungsveður. - A Selfossi var stig-
ið út úr bilunum, og arkað í Tryggva-
skála. A Selfossi vorum við sambílung-
ar litnir undrunaraugum ; og einhver jir
innfæddra hölluðu meir að segja undir
flatt. ( Hvað kom til? Viku fyrr hafði
þessi bxll farið í kaf í Jökulgilsárkvísl
hjá Landmannalaugum, og voru sæta-
svamparnir ekki fyllilega þornaðir. )
Frá Selfossi var haldið austur yfir
Suðurlandsundirlendið og numið staðar
að ýmsum fögrum, friðsælum stöðum
( s. s. Seljalandsfossi ). Vestan Víkur í
Mýrdal eru margar brattar brekkur og
krappar beygjur, sem ýmsum hafa orðið
að fjörtjóni. - Einhver hafði verið svo
hugulsamur að panta kaffi að Hótel Vík,
en þar var sezt að (kaffi )drykkju um
miðnæturskeið. - Og þá var eftir sfð-
asti áfanginn í gistingu, að Hrífunesi í
Skaftártungu. Mýrdalssandurinn var
lagður undir hjól, dökkur, með stöku