Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.12.1962, Page 28

Skólablaðið - 01.12.1962, Page 28
- 120 - grænu strái hér og þar. Vestan Hrífuness er ein merkilegasta brú landsins, á henni er beygja, sem ku munda 120 gráðu horn. Að Hrífunesi var gengið til náða. Sumir sváfu í tjöldum, aðrir í Félags- heimilinu. - Einn svaf úti. Flestir fóru á fætur um átta leytið og tygjuðu sig til farar. — Samspil ljóss og skugga er aðdáanlegt þarna, litadýrð mikil og himinninn speglast í ósum Kúða- fljóts. - í þann mund, er lagt skyldi upp, kom í ljós, að einn tjaldbúinn svaf enn ( "svefni hinna réttlátu" ), og vakn- aði ekki fyrr en eftir harða atrennu. Næsti áfangi var Eldgjá. A leiðinni þangað var numið staðar við efsta bæinn í Skaftártungu og hið aðdáunarverða út- sýni skoðað. Hópurinn var kominn í Eld- gjá um nónskeið; slegið var upp tjöldum tveim megin árinnar. Veður var gott, sólskin og fimmtán gráðu hiti. Er við höfðum matast og athugað hið ægifagra landslag umhverfis tjaldstaðinn, smalaði fararstjórinn lýðnum saman og síðan var ekið ( yfirleitt á þrem hjólum ) upp með Eldgjá, austan megin. Þaðan gat að lita Öfærufoss, fallegan foss með náttúru- gerðri steinbrú ( um það bil eins metra breiðri ). Ekið var nær að Gjátindi. Þaðan mátti sjá Torfajökul, Herðubreið- arháls, Ljónstind, Gjátind, Gretti o. s.frv. Nokkrir íþróttagarpar og gerplur klifu Gjátind ( sem er 935 m á hæð ) og gengu þaðan í tjaldstað, en við hin fórum sömu leið til baka. Um kvöldið var slegið upp stóru tjaldi og dansað dátt lengi þa nátt í faðmi ís- lenzkra fjalla. - í hverju tjaldi var kátina og fjör, því að sérhver kepptist við að skemmta sér sem öðrum. — Litið eitt fyrir fimm um nóttina gat að líta langstökkskeppni. Stokkið var af öðrum bakkanum út í hólma í Ströngu- kvxsl. Maður nokkur á aldur við Einar Magg stökk léttilega út í hólmann og til baka ; einnig reyndi strákur, yngri mér, að stökkva yfir, en komst ekki nema hálfa leið og fékk bað. ( "Heimur versn- andi fer. " ) Næsta morgun var haldið í Land- mannalaugar og hristzt áfram eftir mjög ógreiðfærri leið ( árfarvegum og eins konar troðningum ). A báðar hendur voru snjóskaflar. 1 Landmannalaugum var staddur Ferðafélagshópur. Meðan dvalizt var, var rigning. Aleiðis frá skálanum urðum við að fara tvívegis yfir Jökulgilsárkvísl. Er farið var vestur yfir sökk einn billinn nær alveg. Öku- maður annars bíls kannaði dýpi vatns- flaumsins, en eiginkonan stýrði. Fullorð- in kona úr Ferðafélagshópnum, sem var á bakkanum, baðaði út höndum og hróp- aði: "Kona við stýrið! " Nærstaddir héldu, að hrópandinn fengi hjartaslag. Næst var ekið sem leið liggur norðan Heklu ( undirrituðum finnst Hekla fegurri að sjá úr norðurátt ) og numið staðar við Þjórsá, móts við Búrfell, og fossinn skoðaður. — Þegar hér var komið sögu, kom í ljós, að framdrif eins bílsins var gjörónýtt. Menn biðu lengi eftir trúss- bílnum, því að öxull hans hafði brotnað. Frá Þjórsá var haldið að Galtalæk. Þar er kjarr fagurt. Síðan var haldið til Hvols, framhjá Næfurholti og Gunnars- holti. A Hvoli var snætt, meðan sænsk- ar fimleikastúlkur glöddu augað. Að lokum var haldið í bæinn í rign- ingarveðri. Þangað var komið þrem stundum eftir miðnætti, mánudaginn 9. júlí. HNH JÖLAHUGLEIÐING, frh. af bls. 102. næðisstundir. Taktu fram nýja-testa - mentið þitt og leitaðu þess Drottins,sem get'ur gefið hjartanu frið, öllum skiln- ingi æðri. Orð þessi vil ég enda með vitnis- burði Jóhannesar postula um Hann, stærstu jólagjöf, sem gefin hefur verið: "Og orðið varð hold - og hann bjó með oss, fullur náðar og sannleika, og vér sjáum dýrð hans, dyrð sem eingetins sonar frá föður. " Og enn fremur : "En öllum þeim, sem: tóku við honum, gaf hann rétt til að verða Guðs börn: þeim, sem trúa á nafn hans. " Gísli H. Friðgeirsson

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.