Skólablaðið - 01.12.1962, Page 33
- 125 -
Mikið þótti þá sem nú til orðheppni hans
koma, og hrukku oftla gullkorn af vörum
hans. Eitt var á þessa leið: "Stað-
reynd er staðreynd. - Það er staðreynd.
Þar af leiðir, að ég er alls ekki ég
sjálfur, - ég er staðreynd. "
Tryggvi stofnaði m. a. félag, sem
hann nefndi Hugsjón. Sjálfur lýsti hann
markmiði félagsins þannig: "Félagið var
stofnað á þeim grundvelli að stuðla að
auknum félagslegum þroska landsprófs-
nemenda". Þvi miður var viðleitni hans
misskilin og má segja, að félagsskapur-
inn hafi fæðst x líkklæðunum.
Til að sanna mikilhæfni hans á þessum
tíma, skal þess getið, að eitt tölublað
skólablaðsins var helgað honum. I 24
síðna blaði kemur nafnið Tryggvi fyrir
27 sinnum.
Þegar Tryggvi settist í þriðja bekk
Menntaskólans uppgötvuðu "efribekking-
ar" hann mjög fljótt, og þess var getið
í Skólablaðinu, að mikill spámaður væri
í hópi busa. Orðskviðir hans voru
óspart færðir í letur í Skólablaðinu.
Hann hefur haft mjög mikinn áhuga á
félagslífi nemenda og hefur gegnt ýms-^
um embættum, m.a. var hann questor"
Framtíðarinnar í 4.bekk
varð Tryggvi fyrir þátt
Skíðaskálans góða, en þrátt fyrir stál-
vilja tókst honum ekki að afsanna máls-
háttinn gamalkunna, að "enginn er spá-
maður í sínu föðurlandi". Einnig ber
að geta þess, að engum skólafundi er
slitið, án þess að Tryggvi hafi eitthvað
til málanna lagt.
Fimmta marz s.l. eignaðist Tryggvi
son, sem skírður hefur verið Valdemar
Karl. Tryggvi varð fyrir þeirri li'fs-
reynslu að missa föður sinn ungur.
Hann hefur búið hjá móður sinni,en
systir hans, sem er gift, er farin að
heiman.
Þegar spurt er, hver séu helztu á-
hugamál Tryggva, verður manni svara-
fátt. Með sanni má segja, að þau séu
allt á milli himins og jarðar. Ef reynt
er að draga þau helztu fram í dagsljós-
ið, verður án efa efst á blaði félagsmál
siðan söngur, skíðaiðkun, kvenfólk,
knattspyrna og það að láta bera á sér.
Ekki þarf Tryggvi að neyta örvandi lyfja
til að láta bera á sér - eins og sumir -,
enda er hann bindindismaður, bæði á vín
Frægastur
sinn í "byggingu"
og tóbak, án þess að vera ofstækisfullur.
Mörg orð hafa verið látin falla um
Tryggva Karlsson, en flest heldur
ómerkileg að mínum dómi, enda dettur
mér alltaf Guð í hug, þegar ég hugsa um
fyrirbærisskilgreiningu, en vegir hans
voru einnig órannsakanlegir. Ég hefi af
þessum sökum fengið í lið með mér
nokkra kunningja hans.
ölafur Jónsson segir : "Tryggvi er
óendanlega löng keðja af komplexum,
sem mynda antí-komplexa gegn sjálfum
sér, svo að þeir breytast og nýir koma
fram. Þannig gengur þetta endalaust. "
Silja Aðalsteinsdóttir hefur orðið:
"Fænomeninu Tryggva Karlssyni má líkja
við sítrónustein í glasi með gini og greip:
- Steinninn rokkar upp og niður í drxxkkn-
um ( sveiflast á milli öfganna ), en heldur
sig þó lengst af á botninum. "
ölafur Gíslason sendir línu: "Nú eru
af þeir gömlu og góðu dagar, þegar við
Tryggvi Karlsson fórum saman á skíði
upp á Hellisheiði. Ég ætla mér ekki þá
dul að segja kost og löst þess mæta
manns á opinberum vettvangi, sérlega þar
sem ég finn mig ófæran um að veita hon-
um þann vitnisburð, sem ég óskaði og
verður væri, en mér og vonandi honum
að meinalausu máttu hafa eftir mér
þessi orð Þórhildar skáldkonu: "Era
gapriplar góðir, nema síðr sé". "
Tryggvi orkar á mig sem vatnsmikill,
beljandi foss, sem með stórleik sínum
sker sig úr auðninni. Hann er óbeizlað-
ur og ótaminn, enda flæðir áin stundum
yfir bakka sína fyrir neðan hann - þá
bölva bændur -, en í góðu veðri, þegar
regnboginn hangir yfir honum sem
geislabaugur eða fallegur hattur, - þá
lofa ferðamenn hann -.
r framtíðinni hyggst Tryggvi nema
verkfræði, og hver veit, nema að þá
takist honum að virkja fossinn?
Hér hef ég reynt að kunngera Tryggva
Karlsson eftir beztu getu, en vera má
að eitthvað vanti hér á , til þess að
honum verði gerð verðug skil. Þess
vegna vil ég slá varnagla í botn grein-
arstúfs míns með orðum skörungsins
sjálfs :
" Því er alveg stolið úr mér, sem
- ii
eg man.
Friðrik Sophusson