Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.12.1962, Side 35

Skólablaðið - 01.12.1962, Side 35
127 - rýl® é tJNA á dögunum birtist í einu dagblaðanna viðtal við nokkra nemendur myndlistarskólans. Þegar blaðamaðurinn innti eft- ir því, hvað hefði komið þeim til að fara út 1 listnám, svaraði einn þeirra eitthvað á þessa leið: "Maður afsakaði sig fyrst með því, að maður ætlaði að verða teiknikennari, en svo smitaðist ég. " Með öðrum orðum : Þegar maðurinn byrjaði í skólanum var hann hræddur um, að gert yrði grín að sér fyrir að ætla að verða listamaður, því slær hann þenn- an varnagla. Þegar hann síðar hefur gefið sig listinni á vald, er ekkert að óttast lengur og h&nn ^egir óbeint frá því, að hann hafi ;ekki haft einurð í sér til þ^ss að játa upphaflega, hvert hugur haxiá . stefndi. Það er orðið hart, ef ung og upp- rennandi listamannsefni þurfa að afsaka sig fyrir að leita sér menntunar, til þess síðar meir að geta skapað enn glæsilegri listaverk því sama fólki til handa, sem þau áður afsökuðu sig fyrir. Þetta litla dæmi sýnir svo ekki verður um villzt, að tími er til kominn að breyta tíðarandanum. ( Því skoðanasafni, sem allir eiga hlut í og þorri manna virðist sækja álit sitt á aðskiljanlegum málefnum til. ) Aðalmeinsemdina x samei^narskoðun- inni á listum álít ég vera þa "snobb- grýlu", sem nú gandrxður öllum hugsun- um manna þar að lútandi. Hvenær sem bryddir á hinum minnsta áhuga hjá ein- hverri einfaldri sál, á öðru en tvisti eða limbó, er hann eða hún umsvifalaust stimplaður snobbari og honum sagt, að nú komi grýla að taka hann, ef hann láti ekki skipast. Eins og lýðum hlýtur að vera ljóst, er þarna að skapast hið alvarlegasta ástand, þar sem txðarandinn er að fæla alla einlæga og snobb-hrædda listunnend- ur frá þeirri gleði og ánægju, sem list- in ein getUr veitt. Tíðarandinn er, sem fyrr er sagt, myndaður m.a. af því fólki, sem hér um ræðir. Það hefur stuðlað að því að búa til þessa grýlu á sjálft sig, og ætti því að vera auðvelt að lækna meinsemdina, aðeins ef fólkið nennti að vakna til sjálf- stæðrar skoðannamyndunar um þessi mál. Ég held, að menn þurfi ekki að vera hræddir við að opna hug sinn fyrir list- inni, að mynda sér skoðun um og ræða sín á milli þetta eitt haldbezta athvarf mannsins frá þórdunum atómsprenginga, hraða og^ taugaspennu nútímans. Grýla þekkir sína. En hvað er þá list? Framrás andans í verkum handanna mannsins. Frá upphafi vega hafa handa- verk mannsins takmarkast af tæknikunn- áttunni á hverjum tíma, einnig í listinni. Hins vegar hefur það engan veginn háð hinum sönnu listamönnum í viðleitni þeirra til að tjá sig. Það skiptir ekki máli hvaða aðferð, stíl eða "-isma" listamaðurinn beiUr. Sé hann listamað- ur af lífi og sál, tekst honum alltaf að gæða verk sitt hinum óskýranlegu seið- andi töfrum, sem eru höfuðeinkenni allra góðra listaverka. Þau þurfa ekki nauð- synlega að vera slétt og felld til þess að öðlast gildi sem slík, en það er einmitt regin munurinn á list og listiðnaði, sem mörgum hættir til að rugla saman. Aftur á móti er sama þótt maður, sem býr yfir mestu áskapaðri leikni, sem möguleg er, en hefur ekki hæfileika af guðs náð, reyni að skapa listaverk, hann getur það aldrei. Fari þessir tveir eiginleikar hins vegar saman, hlýtur þar að skapast stór- verk meistarans. Hið raunsanna listaverk er eilíft, því andinn, sú lind, sem það sprettur upp af, er eilífur. Það er undarlegt að enn skuli vera til fólk, sem er svo hlægilega yfirborðs- kennt, að þykjast vera aðdáendur góðra lista, en neita jafnframt tilverurétti abstraktlistaverkanna. Það bendir á

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.