Skólablaðið - 01.12.1962, Qupperneq 36
- 128 -
listaverkið og segir : "Þetta getur hver
sem er. Heldurðu kannski að það sé
einhver vandi að hrúga saman þessu
járna og spýtnarusli, eða klessa litum
hér og þar á léreft? "
Nei, satt er það að vísu, það er eng-
inn vandi að hrúga saman járni eða
klessa litum, og þarna liggur einmitt
hundurinn grafinn.
Enginn nema listamaðurinn getur gert
þessa hluti þannig, að úr verði listaverk.
Þetta fólk virðist því ekki hafa útskýrt
fyrir sjálfu sér á ýkja breiðum grund-
velli þá hugmynd, sem felst í orðinu list.
Þetta vesalings fólk hefur 1 skil-
greiningu sinni alls ekki gert ráð fyrir
þeim listamönnum, sem hafa kosið að
slita af sér þá fjötra, sem natúralism-
inn hélt þeim í, og skapa listaverk sín
algjörlega eftir eigin höfði.
Hvernig á lxka tónskáldið að fara að
því að fylgja nákvæmlega eftir útlínum
þess umhverfis, sem það semur tónsmíð-
ar sínar í og jafnvel um?
Nei, þetta fólk er ekki sannir aðdá-
endur lista. Þar sem abstraktlistaverk
getur ekki hrifið það, hlýtur það einnig
að missa af dýpstu áhrifum hins hlutlæga
listaverks. Það viðurkennir aðeins hluti,
sem það getur skilgreint, það sér ekki
nema lítinn hluta verksins, einungis
hismið. Þar sem listaverk er sett fram
án raunsæishjúpsins, sér þetta fólk ’ 7 i
hvorki né finnur.
Að vísu hefur and-abstrakt fólkið rétt
fyrir sér í einu tilliti. Sem sé þegar
það bendir á og fordæmir þær mann-
fígúrur, sem hafa það fyrir iðju sína að
hella litum á léreft og hjóla síðan yfir
á þríhjóli eða viðhafa annan ámóta af-
káraskap og kalla sig síðan listamenn.
Gallinn er bara sá, að títtnefndur hóp-
ur fólks heldur, að hann sé að taka dæmi
um raunverulegan abstrakt listamann að
verki.
Það getur vegna sljóleika síns ekki
greint á milli hins falska og þess sanna,
og vegna þess að það hefur þetta hryggi-
lega dæmi um afglapann fyrir sér, tekur
það án umhugsunar afstöðu gegn abstrakt-
listinni. Því skjátlast.
Ég get ekki látið hjá líða að fara ör-
fáum orðum um það hörmulega ódæðis-
verk, er framið var hér í Reykjavík eigi
alls fyrir löngu, og allir muna, er eitt
af listaverkum þeim, sem komið hafði
verið fyrir á almannafæri, "Hafmeyjan"
eftir Nínu Sæmundson, var sprengt í loft
upp.
Þvílika virðingarleysi fyrir listum,
þvílfk ruddamennska og tillitsleysi gagn-
vart þeim, er skóp verkið - lagði í það
hluta af sjálfum sér, hlýtur að valda
manni hryllingi. Eina afsökunin fyrir
þessum verknaði, er sú, að ódæðismað-
urinn sé alger fáviti og dugar þó skammt.
Hámark hneysunnar var þó, þegar
heyra mátti á götuhornum dagana á eftir,
að þetta væri ágætt. Helv. . . . sæ^
skrímslið hafði verið svo hundljótt, að
gott hefði verið að losna við það, þetta
væri það eina sem dygði o. s. frv. o. s.frv.
Nokkrir lögðust meira að segja svo lágt
að lýsa yfir stuðningi sinum við að hald-
ið yrði áfram á sömu braut. Voru ýmis
listaverk tilnefnd.
Við lifum á þeim tímum, að aldrei
hefur verið gert jafn mikið til að opna
fyrir æskunni dýrðarheima listanna.
Listkynningar eru haldnar í skólum,
lestur á sýnishornum úrvalsbókmennta
hafður að námsgreinum, haldnir sérstak-
ir tónleikar sinfóniuhljómsveitarinnar og
margt fleira.
Sýnum að við kunnum að meta það.
Slíkan hugsunarhátt, sem ég minntist á
að framan, verður að uppræta og það
erum við yngri kynslóðin, sem eigum
að ganga fram fyrir skjöldu í því.
Fordæmum molbúahugsunarháttinn.
Upphefjum listina.
Sigurþór Aðalsteinsson
VIÐTAL, frh. af bls. 123.
eftir að ég sá Ölaf leika hreppstjórann
í Dal, í Htilegumönnunum, hafði ég það
á tilfinningunni, að þeir væru ein og
sama persónan.
Er ég á heimleiðinni geng framhjá
Iþöku, heyri ég aftur sömu skræku kven-
mannsröddina og fyrr um kvöldið :
.... Everything is twisting down.......
everything is twisting down.
Það er fullveldisdagur. „