Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1962, Síða 37

Skólablaðið - 01.12.1962, Síða 37
- 129 - HÐFANGADAGSKVÖLD. Það er hráslagalegur rigningarsuddi, og krap á götunum. Klukkan er liðlega sex. __ Hjá flestum prestum er húsfyllir. Það eiga allir að fara í kirkju á jólunum. Róni gengur eftir Austurstrætinu dálitið reikull f spori, hann er ber- sýnilega ekki að. fara neitt sérstakt. Hann gengur hægt og stanzar öðru hverju til þess að litast um. Hann lítur upp í himininn, eins og til að gá að jóla- stjörnunni og^ hallelújakvakandi englum með vængi. Þetta er ungur maður, dálítið skítugur, dálít.ið illa rakaður, í dalítið óhreinum frakka og auðsjáanlega ekki í jóla- skónum. Þessi ungi maður drekkur brennivín á jólunum. Hann á ekki heima í þessu umhverfi. Þetta er róni. Lögreglan á að sjá um, að rónar séu uppi í sveit á jól- unum. Uppi í dimmum og þungbúnum himninum er lítið um syngjandi engla. Hvað ætli litlir og sætir englar með vænjþ séu að þvælast um hávetur f leiðindaveðri norður við Dumbshaf. A þessum tima flögra þeir um fyrir ofan kollana á guð- hræddum kirkjugestum, sem spenna greipar á kviðnum og hugsa með tilhlökkun um jólagæsina og gjafastaflann, horfandi ann- ars hugar á blessaðan gamla prestinn, sem hættir til að verða nokkuð langorður á stundum. Róninn hristir hausinn, eins og maður sem allt veit og er á móti öllu. Svo reikar hann áfram inn Austurstræti. Frá Landsbankahúsinu heyrist söng- ur. Þegar nær er komið sést hvar maður stendur og sprænir utan f bankann. Þetta er greinilega fínn maður. Róninn nálgast. Fíni maðurinn hefur lokið sér af. Hann víkur sér að rónanum og segir : Jú sí, æ am nefnilega in ðe bed habbit off pissing evríver. Jæja, segir róninn. Sá fíni gef- ur sjúss. Sei, vott on örþ ar jú dúing hír on krissmas fv? Jess, svarar róninn. Parlí vú fransí? spyr fíni maðurinn. Gætuð þér ekki talað fslenzku, biður róninn. Tilfellið er, ég er géggjaður, segir maðurinn í ffnu fötunum. Þeir klára úr flöskunni. Komdu heim,ég á meira þar, segir sá géggjaði. ókei, fæn. Og þeir leggJa af stað. Hvert hús er uppljómað, og að innan heyrist skrölt f matarílátum og út- varpsglymjandi. Allt stuðlar að þvf að minna á, að

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.