Skólablaðið - 01.12.1962, Qupperneq 40
- 132 -
n | | | | |
lvnn EjBNRRhHLf
Nokkur heilabrot um skólafundi, félagslíf í
skólanum, kvenfólk og fleiri þarflega hluti.
YRIR skömmu upplifði ég þá
mestu reynslu, sem ég held
að möguleg sé hér í skólan-
um. Ég for sem sé á'skóla-
fund.
Eg hafði áður lifað í þeirri
góðu trú, að þetta væru mestu og beztu
fundir skólans, verið bálvondur yfir því,
að busar skyldu ekki sækja fundi þessa
o. s. frv. En því tek ég mér penna í
hönd, ekki til að hrósa þessum ágæta
fundi, þvf að hann brást gersamlega
vonum minum, og ég sá ekkert smáat-
riði úr fundi þessum, sem ég tel hrós-
vert, heldur til að lýsa andstyggð minni
á þessum mesta skrípaleik, sem fer
fram innan skólans veggja.
Ég sé ekki ástæðu til að rekja gang
þessa fundar, sem haldinn var 28. nóv. ,
en ætla mér að geta helztu galla og ein-
kenna fundarins.
Fyrsta atriðið, sem mér kemur í
hug, er að fundurinn einkenndist af lé-
legri stjórn eða öllu heldur, stjórnleysi.
Sökin er hjá inspector, sem er vægast
sagt mjög lélegur fundarstjóri.
í öðru lagi: A fundinum voru nokkr-
ir menn, sem óðu uppi í blóra við
inspector, sem alls ekki hafði hemil á
þeim. Þessir sömu menn, sem létu
svo mikið á sér bera, sjálfum sér til
ánægju, öðrum til leiðinda, gerðu sig að
fíflum hvað eftir annað, og það svo oft,
að maður neitaði að lokum eiginlega
alveg að trúa því, að hér væru á ferð-
inni menntaðir menn, hvað þá þegar
sjöttubekkingar áttu í hlut.
Þá má nefna það einkenni, hvað
ræðumenn eiga erfitt með að halda sér
við efnið. Þetta á reyndar við alla
fundi í skólanum og vík ég að því síðar.
Einnig ber mikið á ýmsum hártogunum
um smávéegileg efni og þar við bætist,
að enginn veit hvað eru lög og hvað ekki,
því ekki eru allir á einu máli um ágæti
lögbókar þeirrar, er nemendur fengu í
haust.
Fámenni var á þessum fundi og undraði
mig það sízt, vegna þess hve fundurinn var
leiðinlegur. Annars sögðu eldri bekkingar
mér eftir þennan fund, að þetta væri einn
með þeim skárri. En hvernig eru þeir
verstu?
Nú. Það sem vekur athygli manns á
samkomum Framtíðarinnar er fyrst og
fremst hin dræma fundarsókn. Reikna má
með að ca. 40 sömu mennirnir sæki alla
málfundi og svo eitthvert slangur fyrir
utan þá. Haldnar eru ca. 20-25 ræður.
Ræðumenn eru alltaf þeir sömu, ca. 12
menn. Ég er nú reyndar á móti talningu
andlegra verðmæta ekki síður en Júníus
ritstjori, en verður þó stundum á að grípa
til hennar líkt og honum. En af þessum töl-
um sést glögglega sá andlegi stirðleiki eða
öllu heldur það sinnuleysi, sem hvílir yfir
skólanum. Það ætti að vera hverjum til
góðs að ræða almenn málefni, eins og gert
er á málfundum, og þar gefst mönnum
kostur á að æfa talanda sinn. Einnig er
leitt til þess að vita, að kvenfólkið, (sem
hefur nú stundum fengið orð á sér fyrir
nfælgi), mætir mjög illa á málfundum og.
talar sára sjaldan. Það,sem af er þessu
skólaári, hefur aðeins ein einasta kven-
persóna vogað sér í pontu á málfundum
Framtíðarinnar. Við öðru var nú reyndar
hægt að búast, því síðastliðið vor var
stúlka í framboði við inspectorkosningu.
Hefðu þá einhverjir ætlað, að öflug kven-
réttindahreyfing fylgdi í kjölfarið.
Og vissulega vekur það undrun, að kven-
fólkið hefur líklega sjaldan eða aldrei
verið sinnulausara en nú um félagsmál
skólans. Forystumenn félaga í skólanum
Frh. á bls. 134.