Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.02.1972, Side 46

Skólablaðið - 01.02.1972, Side 46
130 Sigurður : Þessar kreppulegu stöður hafa skap- azt fyrir það, að hvergi á leiðinni f gegnum skólana er okkur gert að vinna og hugsa upp á eigin spýtur. f okkar skóla eru tii dæmis ekki til sjálfstæð vinnubrögð nemenda. f rauninni er sjálfstæði þeirra yfirleitt herfilega misboðið. Guðmundur : Það er vegna þess, að kennarar almennt misskilja hlutverk sitt. Þeir halda, að þeim beri að vera einhvems konar böðlar, hverra hlutverk sé að neyða námsefninu inn f nemendur. Sumir halda, að heppilegt sé, að þeir lesi kennslubækumar upphátt f tfmum. Kennarar eiga að vera eins konar leiðbeinendur, sem vekja áhuga nemenda á námsefninu, til þess eins að þeir sfðan geti byrjað sjálfstætt nám f faginu með kennarann til aðstoðar, ef vandamál- in eru þeim of erfið. Engu að sfður hefur raunin verið sú, að nemendur með sjálfstæðar vinnuaðferðir hafa verið illa séðir. Svona er þetta frá upphafi skólagönguimar. Eirfkur : Eg viðurkenni það, að svona hefur þetta þvf miður lengi verið, enda hefur verið og er jafnvel.ein helzta námsgrein f bamaskól- um ögun, fólgin f þvf, að láta nemendur raða skóm, hengja upp föt og standa f röðum. En þetta hefur óhjákvæmilega komið fram f félags- lffinu f samskiptum þögla meirihlutans og embættismannanna. Og það, sem meira er, er það, að félagslífið sjálft hefur f heild verið ósjálfstætt gagnvart rektor. Leifar þess, er sú staðreynd, að nemendur þurfa að jafnaði að fá leyfi hans til að halda böll, vegna þeirrar venju, að fara fram á frf f fyrstu tveimur tfmunum morguninn eftir. Eg álft að félagslif nemenda verði að vera og eigi að vera sjálfstætt gagn- vart skólayfirvöldum. Það er svo sjálfsagt, að við fáum afnot af húsum skóians til félagsstarf- seminnar, að mér finnst beinlfnis hlægilegt að þurfa að biðja rektor um leyfi f hvert eitt ein- asta skipti. Einar : Hver sem ástæðan kann að vera, þá er það staðreynd, að nú koma menn ver undirbúnir úr menntaskóla miðað við kröfur f háskóla heldur en verið hefur. Það hlýtur að vera fyrsta boðorð skólans að sjá nemendum fyrir nægri menntun, hvernig sem spurningum um sjálfstæð vinnubrögð verður svarað. Arni: Það er gagnslaust, ef þeir geta ekki tjáð sig á fullnægjandi hátt. Lýðræðisfyrirkomulagið hefur illa sinnt þeirri skyldu sinni að móta þegnana þannig, að þeim verði auðvelt og sjálf- sagt að móta skoðanir síhar sjálfir, enda er það nú komið á það stig, að það hefur engin not fyrir sjálfstæða þegna. Guðmundur : Þannig eru þeir, sem eru að reyna að lappa uppá félagslffið með lýðræðisleg- um vinnubrögðum að reyna að baka gott brauð úr skemmdu mjöli, þar sem öll kennsla, allt upp f háskóla, miðar að þvf að kenna nemend- um að hlýða, en það mótar sfðan afstöðu þeirra til félagslífsins. Eiríkur : Starf embættismanna félagslffsins miðast við það, að það er minni vinna að gera hlutina sjálfur, heldur en að fá annað fólk til þess. Sigurður : Skólinn mótar okkur meir en við gerum okkur grein fyrir, en hann speglar aftur kerfið f heild sinni. Þess vegna er fulltrúalýð- ræði félagslifsins afleiðing af sambærilegum hlutum annars staðar f samfélaginu. Þessi kreppa kallar á alhliða þjóðfélagsbyltingu, sem er það eina, sem bjargað getur skólanum og félagslffi okkar úr sjálfheldunni. Eiríkur : Enda þótt ég efi, að slík bylting leysti fyllilega vandamál fulltrúalýðræðisins, þá er augljóst, að vakningar er þörf. Menn þurfa að gera sér grein fyrir stöðu taflsins. hð^smunati^twl' Framleiðendur táningastólsins "Hrúgald" hafa haft samband við hagsmunanefnd og bjóða nem- endum M. R. stólinn á heildsöluverði, ca. 3330kr. (búðarverð 4.500 kr.). Þeim, sem hafa áhuga, er bent á að hafa samband við Tryggve Thorsteinsson, sfmi 16972

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.