Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.02.1972, Blaðsíða 46

Skólablaðið - 01.02.1972, Blaðsíða 46
130 Sigurður : Þessar kreppulegu stöður hafa skap- azt fyrir það, að hvergi á leiðinni f gegnum skólana er okkur gert að vinna og hugsa upp á eigin spýtur. f okkar skóla eru tii dæmis ekki til sjálfstæð vinnubrögð nemenda. f rauninni er sjálfstæði þeirra yfirleitt herfilega misboðið. Guðmundur : Það er vegna þess, að kennarar almennt misskilja hlutverk sitt. Þeir halda, að þeim beri að vera einhvems konar böðlar, hverra hlutverk sé að neyða námsefninu inn f nemendur. Sumir halda, að heppilegt sé, að þeir lesi kennslubækumar upphátt f tfmum. Kennarar eiga að vera eins konar leiðbeinendur, sem vekja áhuga nemenda á námsefninu, til þess eins að þeir sfðan geti byrjað sjálfstætt nám f faginu með kennarann til aðstoðar, ef vandamál- in eru þeim of erfið. Engu að sfður hefur raunin verið sú, að nemendur með sjálfstæðar vinnuaðferðir hafa verið illa séðir. Svona er þetta frá upphafi skólagönguimar. Eirfkur : Eg viðurkenni það, að svona hefur þetta þvf miður lengi verið, enda hefur verið og er jafnvel.ein helzta námsgrein f bamaskól- um ögun, fólgin f þvf, að láta nemendur raða skóm, hengja upp föt og standa f röðum. En þetta hefur óhjákvæmilega komið fram f félags- lffinu f samskiptum þögla meirihlutans og embættismannanna. Og það, sem meira er, er það, að félagslífið sjálft hefur f heild verið ósjálfstætt gagnvart rektor. Leifar þess, er sú staðreynd, að nemendur þurfa að jafnaði að fá leyfi hans til að halda böll, vegna þeirrar venju, að fara fram á frf f fyrstu tveimur tfmunum morguninn eftir. Eg álft að félagslif nemenda verði að vera og eigi að vera sjálfstætt gagn- vart skólayfirvöldum. Það er svo sjálfsagt, að við fáum afnot af húsum skóians til félagsstarf- seminnar, að mér finnst beinlfnis hlægilegt að þurfa að biðja rektor um leyfi f hvert eitt ein- asta skipti. Einar : Hver sem ástæðan kann að vera, þá er það staðreynd, að nú koma menn ver undirbúnir úr menntaskóla miðað við kröfur f háskóla heldur en verið hefur. Það hlýtur að vera fyrsta boðorð skólans að sjá nemendum fyrir nægri menntun, hvernig sem spurningum um sjálfstæð vinnubrögð verður svarað. Arni: Það er gagnslaust, ef þeir geta ekki tjáð sig á fullnægjandi hátt. Lýðræðisfyrirkomulagið hefur illa sinnt þeirri skyldu sinni að móta þegnana þannig, að þeim verði auðvelt og sjálf- sagt að móta skoðanir síhar sjálfir, enda er það nú komið á það stig, að það hefur engin not fyrir sjálfstæða þegna. Guðmundur : Þannig eru þeir, sem eru að reyna að lappa uppá félagslffið með lýðræðisleg- um vinnubrögðum að reyna að baka gott brauð úr skemmdu mjöli, þar sem öll kennsla, allt upp f háskóla, miðar að þvf að kenna nemend- um að hlýða, en það mótar sfðan afstöðu þeirra til félagslífsins. Eiríkur : Starf embættismanna félagslffsins miðast við það, að það er minni vinna að gera hlutina sjálfur, heldur en að fá annað fólk til þess. Sigurður : Skólinn mótar okkur meir en við gerum okkur grein fyrir, en hann speglar aftur kerfið f heild sinni. Þess vegna er fulltrúalýð- ræði félagslifsins afleiðing af sambærilegum hlutum annars staðar f samfélaginu. Þessi kreppa kallar á alhliða þjóðfélagsbyltingu, sem er það eina, sem bjargað getur skólanum og félagslffi okkar úr sjálfheldunni. Eiríkur : Enda þótt ég efi, að slík bylting leysti fyllilega vandamál fulltrúalýðræðisins, þá er augljóst, að vakningar er þörf. Menn þurfa að gera sér grein fyrir stöðu taflsins. hð^smunati^twl' Framleiðendur táningastólsins "Hrúgald" hafa haft samband við hagsmunanefnd og bjóða nem- endum M. R. stólinn á heildsöluverði, ca. 3330kr. (búðarverð 4.500 kr.). Þeim, sem hafa áhuga, er bent á að hafa samband við Tryggve Thorsteinsson, sfmi 16972
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.