Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.03.1982, Page 65

Skólablaðið - 01.03.1982, Page 65
A = A =t=A - Af dialektík. - Markmiö greinar þessarar er að lýsa tilurð og inntaki díalektískrar og sögulegrar efnishyggju. Er ekki hirt um að rekja rætur hugmynda lengra en til grískra heim- spekinga, þó að þær kur.v i ef til vill að liggja dýpra. Grind greinarinnar er bok J. Witt-Hansens, De marxistisk-leninistiske principper, en víðar er þó leitað fanga og þess getið, greini heimildarmenn á. Zenón frá Eleu. Fyrstur til að beita einhvers konar díalek- tík mun Zenón (um 490 - um 430) frá Eleu sennilega hafa verið. "Varð hann að finna upp nýja bardagaaðferð. Og þá varð "día- lektíkin" til. "Díalektríkin", sem líklegt er, að Zenón hafi fundið upp á Agóru í viðureign sinni við Aþeninga, var sérstök aðferð í kappræðum. Þessi aðferð var fólg- in í spurningum og svörum. Annar spurði og leiddi samræðurnar og jafnan að fyrir fram ákveðnu marki. Hinn varð að svara spurn- ingunum eftir ákveðnum reglum. Hann varð að svara í semfæstum orðum, annaðhvort játandi eða neitandi. Hann mátti ekki koma fram með neinar athugasemdir í svari sínu, og ekki heldur gagnrýna spurninguna né svara með gagnspurningu. "Díalektíkin" •átti fyrir höndum langa sögu, og á bernu- skeiði sínu á Aþenu virðist hún brátt hafa orðið tízka, sem olli tímamótum í framsetn- ingu. Sófistarnir tileinkuðu sér hana og notuðu hana oft til að snúa hlutunum við með orðhengilshætti og hártogunum og láta hið ranga sýnast rétt. En Sókrates til- einkaði sér hana einnig og fannst hún hæfust til að skýra viðfangsefnið og leiða sannleikann í ljós. I öllum bókum Platóns er þess.i aðferð notuð og ótal ritum öðrum eftir hand dag. Platón. Heimspeki Platóns (427-347) er ekki día- lektísk í marxískum skilningi þess orðs. Kjarni hennar er fummynda- eða hugmynda- kenning hans. Henni lýsa Gunn.ar Dal og Will Durant svo, að ekki veröur um bætt í jafnstuttu máli. "1. Frummyndirnar eru andlegur, óumbreytanlegur veruleiki, sem allt hið skapaða er mótað eftir. Sjálfar eru þær óskapaðar og eilífar. 2. Þær eru ekki hugmyndir í venjulegri merkingu þess orð, og enn síður ímyndun. Þær eru raun- verulega til. Þær eru meira að segja meiri veruleiki en það, sem séð er, heyrt og skynjað með skilningarvitunum, því að allur jarðneskur veruleiki er aðeins eftir- mynd þeirra. Þær eru raunar hinn eini sanni veruleiki, vegna þess að í heimi hverfulleikans kemur allt og fer, en þær eru óumbreytanlegar. (Platónskur realismi) 3. Frummyndirnar eru óendanlega margar og ólíkar, en mynda eina heild og samræmda veröld. Allt, sem á sér nafn, á sér sína frummynd. Talað er um frummyndir tegunda, og af hverri tegund eru til margir ólíkir einstaklingar, en frummynd hennar e£ ein. Menn eru t.d. margir og ólíkir, en frum- myndin Karl er ein og eins frummyndin kona og eftir þeim frummyndum eru allir karlar og konur skapaðar. Á sama hátt er talað um frummyndir hluta, t.d. húss, borðs eða stóls, um frummyndir eiginleika, t.d. lög- unar, lits eða tóns, - um frummyndir, sem eru eins konar "norm" eða lögmál hugsunar, siðgæðis eða smekks, - um frummyndir", sem ákveða samband eins fyrirbrigðis við annað, t.d. jafnrétti, - um frummyndir hreyfingar, t.d. hringrás, - um frummyndir, sem snerta gildi hluta, t.d. hreysti, fegurð o.s.frv. Niðurstaðan af þessu er sú, að ekkert er til í hinni ytri veröld, sem á sér ekki frummynd sína í ríki andans." "Ef vér hefðum skynjanirnar einar við að styðjast, mundun vér aldrei höndla neina þekkingu eða sannleika. Þekking fæst með hjálp hug- mynda, með almennum myndum og formum, sem breyta óskapnaði skynjananna í skipulegan heim hugans. Ef vér hefðum aðeins meðvit- und um einstaka hluti, væri engin hugsun til. Vér lærum að hugsa með því að raða hlutum saman x flokka samkvæmt líkingu. þeirra og gefa flokknum í heild sinni eitt sameiginlegt nafn. Orðið maður gerir oss kleift að hugsa um alla menn, borð um öll borð, 1jós um öll ljós, sem nokkru sinni 65

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.