SunnudagsMogginn - 13.02.2011, Blaðsíða 2
2 13. febrúar 2011
Við mælum með
13. febrúar
Hátíðin Kærleikar haldin í hjarta
Reykjavíkurborgar við sólsetur
kl. 17:30-18:30. Á þessari hátíð
er kærleikanum fagnað og því
sem sameinar okkur. Hátíðin
hefst með dagskrá á Austurvelli
og síðan verður gengin kær-
leiksganga í kringum tjörnina.
Litur hátíðarinnar er rauður og
er fólk því hvatt til að mæta með
eitthvað rautt ef það á til.
Kærleikar í Reykjavík
13 „Heimski“ Daninn
Sumir frelsast í Jesú en danski blaðamaðurinn Steen Ulrik Johann-
essen frelsaðist í Íslandi. Hann kemur hingað a.m.k. tvisvar á ári.
22 Þetta er byrjunin – ekki endirinn
Síðasta minningargangan um þá sem létust í Derry á Norður-Írlandi
blóðuga sunnudaginn 1972 var farin á dögunum.
26 Einkennileg upplifun
Ólafsfirðingar og nærsveitungar höfðu gaman af heimildarmynd um
Roðlausa og beinlausa og aðra í áhöfn Kleifabergs ÓF.
28 Aldrei keypt köttinn í sekknum
Hjónin Guðbjörg Inga Jósefsdóttir og Sigmundur Rafn Einarsson á Ak-
ureyri hafa gert upp hátt í tíu hús um ævina.
34 Ævintýraheimurinn
Tulipop
Vinkonurnar Helga Árnadóttir og Signý Kol-
beinsdóttir höfðu nokkrum sinnum nefnt það
yfir góðri máltíð að stofna saman fyrirtæki.
36 Sveigjanleiki
í fyrirrúmi
ÍT ferðir bjóða upp á fjölbreyttar ferðir á fimmtán ára afmælisári sínu,
þar sem íþróttir, saga og menning verða í öndvegi.
Lesbók
44 Fjarlægir feður
Synir leiðtoganna Ronalds Reagans og Helmuts Kohls hafa gefið út
endurminningar sínar og nota báðir orðið „gestur“ um feður sína.
45 Apastrákurinn Arngrímur
Ólöf Ásdís Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur er lesari vikunnar.
24
Efnisyfirlit
Forsíðumyndina tók Ómar Óskarsson af mæðginunum Sigríði Pétursdóttur og
Alexander Briem.
Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudagsmoggans:
Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, Helgi Snær Sigurðsson, Inga Rún Sigurðardóttir, Ingveldur Geirs-
dóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristín Heiða Kristinsdóttir, María Ólafsdóttir, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir, Skapti Hallgrímsson.
38
Augnablikið
Þ
að er bara brjálað veður!“ segir klám-
fengna samstarfskonan um leið og
fréttastjórinn gengur fram hjá. „Enda er
hárið á þér út í allar áttir,“ skýtur hann
inn og rekur þá augun í undirritaða og bætir um
betur: „Þið eruð nú báðar úfnar eftir rokið.“
„Nei, Siddi minn, þetta er bara nýja „lúkkið“ hjá
mér,“ andmæli ég harðan. Eins og sönnum
herramanni sæmir sér hann sig knúinn til að
biðjast velvirðingar á ummælum sínum: „Ég ætl-
aði nú ekki að móðga þig,“ bætir hann við en ég
brosi mínu blíðlegasta á móti. „Ég tók þessu nú
sem hrósi.“
Stuttu síðar liggur leiðin niður í bæ, ofan úr
óbyggðunum og þá þarf að beita lagni til að valda
ekki kolleganum sem lagði bílnum sínum á næsta
stæði tjóni. Og þar sem veðurguðirnir hafa
skyndilega gengið í lið með persónulegum tísku-
straumum mínum og hamast við að ýfa haddinn
enn frekar er erfitt að sjá til verka. Við illan leik
tekst mér þó að hemja hurðina á bílnum á meðan
ég læði mér í skjólið sem hann veitir og klæðist
þannig úlpu Íslendingsins áður en ég bruna í
henni niður í þéttbýlið.
Á áfangastað eru góð ráð dýr – öll bílastæði við
innganginn full svo ég þarf að fara „úlpulaus“
einhverja hundrað metra. Á meðan ég finn regnið
bylja á mér eins og Dettifoss þar sem ég hleyp
sem fætur toga inn í hús velti ég því fyrir mér
hvernig í ósköpunum mér datt í hug að fara út úr
húsi án þess að fara í sjóstakk og vöðlur.
Þegar inn er komið er ég vot í fæturna, óþægi-
lega rök á buxnaskálmunum og ullarkápan fína
næstum blaut í gegn. Gleraugun hafa snúist upp í
andhverfu sína því alþakin regni og móðu byrgja
þau manni sýn að fullu. Gögnuðust þó sem hlíf
fyrir maskarann á örlagastund. Og hárið? Liggur
rennvott í ófýsilegum klessum niður eftir andlit-
inu. Hvorki úfið né smart. Bara blautt og líflaust.
Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is
Vel búinn lögreglumaður umkringdur íslenskum úlpum í hvassviðrinu á föstudag.
Morgunblaðið/RAX
Af ýfingum og bleytu
Gömlu stórveldin, Boston Celtics og Los Angeles Lakers, áttust við í
NBA-körfuboltanum í Bandaríkjunum fyrir helgi og hafði Lakers,
með Kobe Bryant í broddi fylkingar, betur, 92:86. Ray Allen, bak-
vörður Celtics, mun þó seint gleyma leiknum enda sló hann met
Reggie Millers í þriggja stiga körfum á ferlinum, 2.561 stykki.
Veröldin
Kobe Bryant sigraði en Ray Allen setti met í Boston-garðinum.
Reuters
Tapaði en setti met
12. febrúar
Sýningin I
Vesterveg
verður
formlega
opnuð í Norræna húsinu. Sýn-
ingin er afrakstur samvinnu
listamanna frá Íslandi, Fær-
eyjum, Hjaltlandseyjum og
Noregi.
13. febrúar
Leiðsögn sýningarstjóra um
sýningu Gunnars Magnússonar,
húsgagna-
hönnuðar, í
Hönnunarsafni
Íslands.
13. febrúar
Syngjum og
kveðum um
fjölskylduna
og börnin. Söngstund í kaffi-
húsi Gerðubergs í umsjón Báru
Grímsdóttur og Chris Fosters.