SunnudagsMogginn - 13.02.2011, Blaðsíða 26

SunnudagsMogginn - 13.02.2011, Blaðsíða 26
26 13. febrúar 2011 Þ að er kaldadrulla og spáin ekki góð, syngur hljómsveitin Roð- laust og beinlaust m.a. í heim- ildarmynd sem heitir eftir hljómsveitinni og Ingvar Þórisson hefur nýlokið við. Loft er stundum þrútið og þungur sjór þar sem kvikmyndagerðarmaðurinn er um borð í Kleifaberginu ÓF ásamt hljóm- sveitinni og öðrum skipverjum frystitog- arans. En stemningin er alltaf góð, hvort sem við erum stödd úti á sjó, heima á Ólafsfirði eða á sjómannalagahátíð í Paimpol á Bret- aníuskaga í Frakklandi. Og heimamenn, skipverjar, fjölskyldur þeirra, aðrir bæjarbúar og nærsveitungar, höfðu gaman af þegar Ingvar bauð þeim að sjá þessa ljómandi góðu mynd á dögunum í félagsheimilinu Tjarnarborg. Skemmtileg upplifun „Ég ákvað strax þegar ég hófst handa, að bjóða öllum íbúum Ólafsfjarðar í bíó þegar myndin yrði tilbúin. Við kvikmyndagerð- armenn erum ekki þekktir fyrir að eiga mikla peninga og kollegarnir voru ekki sérstaklega ánægðir með þetta; sögðu mér að þetta væru einu öruggu áhorfendurnir að myndinni!“ segir Ingvar í léttum dúr við Morgunblaðið. „Það var mjög gaman að myndinni. Upptakan tók nokkur ár og mér fannst það til dæmis skemmtileg upplifun að sjá hvað fólk hefur breyst, ekki síst krakk- arnir!“ sagði Aðalbjörg Ólafsdóttir, eig- inkona skipverjans Ríkharðs Lúðvíks- sonar, við Morgunblaðið eftir að hún sá myndina. „Mér fannst myndin líka mjög góð, hún sýnir mjög vel líf sjómanna.“ Björn Valur Gíslason, sem nú situr á Al- þingi fyrir VG, var á Kleifaberginu þegar Ingvar hóf að gera myndina en hætti eftir þingkosningarnar 2009, nema hvað hann hefur farið einn túr síðan. Björn Valur komst ekki norður þegar myndin var sýnd á Ólafsfirði; var upptek- inn á þingi vegna Icesave-umræðunnar, en var á frumsýningunni fyrir sunnan. „Mér fannst myndin mjög skemmtileg. Ég var búinn að sjá brot úr henni áður og það var vissulega einkennilegt að sjá umfjöllun um okkur í þessu formi. Þegar við sömd- um fyrsta lagið á sínum tíma grunaði eng- an okkar hvers konar ævintýri yrði úr; að við ættum eftir að spila um allt land og jafnvel fyrir utan landsteinana. Hvað þá að gerð yrði heimildarmynd um okkur!“ segir Björn Valur í samtali við Morg- unblaðið. „Þetta var allt óskipulagt og gerðist meira og minna af sjálfu sér,“ segir al- þingismaðurinn. „Þetta byrjaði þegar starfsmenn fóru saman í útilegu, við sömdum eitt lag og síðan sömdum við annað, sem fjallaði aðallega um okkur sjálfa, sjómennskuna og annað okkur Frystitogarinn Kleifaberg ÓF 2. Áhöfnin þar er í aðahlutverki í heimildamynd Ingvars. Einkennileg upplifun! Ólafsfirðingar og nærsveitungar höfðu gaman af heimildarmynd Ingvars Þórissonar um Roðlausa og beinlausa og aðra í áhöfn Kleifabergs ÓF. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is „Hann herðir vindinn, kominn haugasjór...“ syngja félagarnir í Roðlausu og beinlausu. „Þetta kalla ég að vera á sjó. Hitt er bara vinna,“ segir Rikki Baader-maður í myndinni þar sem hann er á trillunni sinni við veiðar.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.