SunnudagsMogginn - 13.02.2011, Blaðsíða 34

SunnudagsMogginn - 13.02.2011, Blaðsíða 34
34 13. febrúar 2011 Þ ær hafa Helga og Signý hafa þekkst síðan þær stunduðu nám við Menntaskólann í Reykjavík. Síðan þá hafa leiðir þeirra legið um nokkuð ólíkar slóðir. Helga starfaði áður sem markaðsstjóri hjá hugbúnaðarfyrirtæki og fór síðan í meistaranám í viðskiptum til Bretlands. Signý útskrifaðist sem vöruhönnuður frá Listaháskóla Íslands árið 2003 og fór síð- an að starfa á auglýsingastofu en hefur síðastliðin fjögur ár starfað sjálfstætt sem teiknari. Það var síðan fyrir ári að þær ákváðu að leiða saman hesta sína. Skapandi teikningaheimur „Við höfðum talað um þetta yfir góðri máltíð,“ segir Helga. „Og rauðvínsglasi,“ bætir Signý við og þær hlæja báðar. „Signý hafði verið að teikna mikið og framleiða vörur sjálf með myndunum sínum sem höfðu fengið góðar viðtökur. Auk þess hafa myndir eftir hana birst í erlendum bókum og blöðum um teikn- ingar. Þannig að þetta var greinlega eitt- hvað sem féll vel í kramið,“ segir Helga. „Það var náttúrlega góð vinna að starfa fyrir auglýsingastofu en þá eru meiri kröfur um hvernig teikningarnar eiga að vera. Það er ekki alveg nógu skapandi þegar maður veit hvað mann langar að gera,“ segir Signý sem átti orðið gott safn af teikningum í líkingu við þær sem hún gerir í dag. Þær ákváðu því að búa til vörur sem byggjast á þeim ævintýraheimi sem Signý hafði skapað, en hann er fullur af sætum en um leið svolítið drungaleg- um verum. Heiminn nefndu þær stöllur Tulipop en þær vildu finna nafn sem hefði enga tengingu við raunveruleikann og gæti vísað í slíkan ævintýraheim. Svolítið út í hött „Þegar við byrjuðum fyrir ári var mikil þjóðernishyggja í gangi og fullt af hönn- uðum að spretta upp sem skírðu fyrir- tækin sín íslenskum nöfnum. Ég sæki vissulega minn innblástur í íslenska nátt- úru og umhverfi en mér fannst þetta komið út í öfgar. Þess vegna langaði okk- ur að finna eitthvert nafn sem væri svo- lítið út í hött en passaði vel við mynd- irnar,“ segir Signý. Hver fígúra á sitt nafn og hugarheim í kringum sig en fígúrurn- ar skreyta meðal annars gjafakort, minnisbækur og plaköt. Vegglímmiðar eru líka til frá Tulipop en Signý segir þá tilvalda til að skreyta t.d. gamla, ljóta ís- skápinn sinn eins og hún gerði. Fyrsta vörulínan sem var framleidd var rit- fangalína en hún kom á markað í mars í fyrra. Salan á þeim vörum hefur gengið vonum framar en nú eru nýjar minn- isbækur, sem eins og stendur eru uppseldar, á leið á markað svo og fleiri nýjar vörur á leiðinni. Þær Helga og Signý segja vörumöguleikana í raun endalausa og er ýmislegt á döfinni hjá Tulipop. Meðal þeirra vara sem eru væntanlegar eru litrík og falleg veski sem nota má bæði sem penna- og snyrtiveski. Vörurnar segja þær ætlaðar bæði full- orðnum og börnum. Þó hafa Helga og Signý tekið eftir því að vörurnar eru sér- staklega vinsælar meðal stelpna á aldr- inum 6 til 14 ára sem eiga það til að taka ástfóstri við ákveðnar fígúrur. Þær eru sammála því að það vanti dót á mark- aðinn fyrir þennan aldurshóp sem er ekki of barnalegt og vonast til að með þessu megi brúa bilið. Fimm hæða leikfangaverslun Signý hefur teiknað myndir síðan hún var lítil og hefur ætíð teiknað í sama stíl og í dag þó hann hafi þróast í gegnum ár- in. Teikningarnar hennar eru undir nokkuð asískum áhrifum í bland við ís- lenska náttúru. En þær Helga og Signý eru báðar hrifnar af Japan og minnast þess meðal annars með hrifningu að hafa komið í fimm hæða Hello Kitty- leikfangaverslun í Tókýó. Signý varð svo hugfangin að hún heimsótti verslunina þrisvar í sömu ferðinni. „Eftir að við stofnuðum Tulipop hafa vinkonur mínar verið að rifja upp sögur af því þegar ég gaf þeim afmælisgjafir. Ég átti víst talsvert meira af Hello Kitty, Monsum og Barbapabba en þær og slíkar gjafir urðu gjarnan fyrir valinu. Svo þessi áhugi hefur kannski alltaf verið í undir- meðvitundinni þannig lagað. En ég sæki samt líka innblásturinn í raun í hvað sem er. Eldjöll, jökla og sveppi, það eru sveppir í þessu út um allt. Ég er hálf- gerður sveppur,“ segir Signý og hlær. Hátt í 30 fyrirtæki Tulipop hefur aðstöðu í Kvosinni í Lækj- argötu en þar eru hátt í 30 fyrirtæki starfandi á tveimur hæðum. „Það munar miklu fyrir unga hönnuði og athafnafólk að geta fengið inni í húsnæði á góðu verði. Nú hefur t.d. stofngjaldið um einkahlutafélag hækkað um helming og það getur munað miklu um það fyrir þá sem eru að byrja. Hér er skapandi and- rúmsloft og tengsl við fólk úr ýmsum átt- um. Þetta fyrirkomulag virkar því vel og mjög gott að vera hér í miðbænum,“ seg- ir Helga. Þær stöllur segja samstarfið hafa gengið vel og segir Signý gott að hafa við- skiptareynslu Helgu tiltæka þar sem hún geti hannað að vild en Helga geti bent á ef eitthvað þurfi betur að fara. Þannig er t.d. mikilvægt að huga að öllum smáat- riðum, s.s. því hvernig vörur eru merktar hönnuðum og framleiðanda. Ýmislegt slíkt skipti máli þegar komi að markaðs- setningu. Hönnun Tulipop hefur hlotið góðar viðtökur á Íslandi en þær stöllur héldu einnig í söluferð til Svíþjóðar síð- astliðið haust og þá kom sér vel að þær hlutu tvo nýsköpunarstyrki á síðasta ári. Vörur þeirra eru nú seldar í einum sjö verslunum í Svíþjóð, þar af fjórum í Stokkhólmi og tveimur verslunum í New York. En draumurinn er sá að færa enn meira út kvíarnar og stefna þær að því að kynna Tulipop fyrir verslunum og um- boðsaðilum víða um heim á árinu, jafnvel í Japan. Helst segja þær Helga og Signý vera vandkvæði á því að láta framleiða vörurnar hér heima fyrir þó þær gjarnan vildu. Vissa hluti sé hægt að framleiða úr tré og pappír en annars eigi Asía mark- aðinn og er Kína þar stærsti framleiðand- inn. Ævintýraheimurinn Tulipop Vinkonurnar Helga Árnadóttir og Signý Kolbeinsdóttir höfðu nokkrum sinnum nefnt það yfir góðri máltíð og rauðvínsglasi að stofna saman fyrirtæki. Þær reka nú saman fyrir- tækið Tulipop. María Ólafsdóttir maria@mbl.is Mosalingurinn Mosi hjálpar krökkum við að spara og er líka hið fín- asta stofustáss. Frum- mynd hans var gerð úr leir og mikil natni lögð í smáatriðin eins og lauf- in í kringum hálsinn. Hönnun

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.