SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 13.02.2011, Qupperneq 28

SunnudagsMogginn - 13.02.2011, Qupperneq 28
28 13. febrúar 2011 F rá lítilli byggingu sem tengir saman hið reisulega turnhús París við göngugötuna og horn- húsið Hamborg ómar iðulega söngur og píanóspil um helgarkvöld. Það eru gestir Götubarsins sem þenja þar raddbönd og spreyta sig á flyglinum, en staðurinn hefur á stuttum tíma orðið einn heitasti barinn á Akureyri. Í næsta rými er svo að finna Benna og Báru, nýja ísbúð sem opnuð var um svipað leyti, en fyrir eru í París kaffihúsið Bláa kannan og tónleikastaðurinn Græni hatturinn. Húsin eru þó fráleitt þau einu sem hjónin Guðbjörg Inga Jósefsdóttir kenn- ari og Sigmundur Rafn Einarsson kokkur hafa tekið upp á sína arma því allt frá árinu 1982 hafa þau staðið í hverju end- urbótaverkefninu á fætur öðru. „Þá keyptum við gamalt steinhús við Hrafna- gilsstræti og vorum ellefu ár að gera það upp,“ segir Sigmundur. „Við ætluðum að búa í þessu húsi alla ævi en enduðum með því að selja það til að gera upp annað hús sem stóð í næstu götu, Laugargötu, “ segir Inga. „Við vorum oft búin að sjá fyrir okkur hvernig væri hægt að breyta því en það var aldrei meiningin að kaupa það – það gerðist bara óvart.“ Hvernig hægt er að kaupa hús alveg óvart er blaðamanni hulin ráðgáta svo Inga útskýrir það betur. „Sigmundur var stundum með einhverja gistihúsadrauma og fannst að þetta hús yrði svo flott sem gistihús. Ég missti einhvern tímann út úr mér að það væri allt of fallegt til þess, það væri þá nær að búa bara í því sjálfur.“ Sigmundur tekur við orðinu. „Þar með opnaði hún á þetta. Um það leyti sem við vorum að klára Hrafnagilsstrætið frétti ég hjá nágrannakonu okkar að þetta hús væri komið á sölu en ég var áður búinn að biðja eigandann um að láta mig vita ef hann hygðist selja það.“ Um svipað leyti fór Inga í afmælisboð til vinkonu sinnar. „Sigmundur sagðist ætla að fara að spjalla við fasteignasalann á meðan og ég sagði honum að gera það bara. Meiningin af minni hálfu var samt ekki að hann myndi gera tilboð sem eig- andinn væri síðan búinn að taka þegar ég kæmi heim úr afmælinu. Þegar hann sagði mér frá því sökk hjartað í mér al- gerlega, enda var ég mjög ánægð með húsið okkar í Hrafnagilsstrætinu. Mér datt ekki í hug að hann myndi ganga svona langt. En þá varð ekki aftur snúið.“ Húsið við Laugargötu er hannað af Þóri Baldurssyni arkitekt sem lærði í Banda- ríkjunum. „Hann var nýbúinn að teikna Mjólkursamlagið þar sem listasafnið er núna í Gilinu og í framhaldinu fékk mjólkursamlagsstjórinn hann til að teikna fyrir sig og aðstoðarmjólk- ursamlagsstjórann einbýlishús, sem stóðu hlið við hlið við þessa götu. Þau skera sig svolítið út því þau standa óvenjulega innarlega á lóðinni og eru mjög reisuleg.“ Áður en þau hjónin fluttu inn í húsið tóku þau það í gegn, skiptu um allar lagnir og innréttingar, gerðu upp úti- hurðir og settu í nýja glugga, alls 252 rúður. Þau fluttu eldhúsið af efri hæð niður á jarðhæð og opnuðu út úr því og borðstofunni út í garð í gegn um tvöfald- ar dyr. „Það er einmitt það sem okkur finnst skemmtilegast við þetta – að sjá möguleikana á því hvernig hægt er að breyta húsunum til að gera þau skemmtilegri,“ segir Inga. Loftið hækkaði um 50 – 60 sentímetra Um svipað leyti og þau festu kaup á hús- inu við Laugargötu opnuðu þau Inga og Sigmundur blómaverslun við Hafn- arstræti, rétt innan við Bautann, og tóku þátt í endurbótum á því húsnæði líka. Þegar Blómaval stormaði svo inn á blómamarkaðinn á Akureyri nokkrum mánuðum síðar voru góð ráð dýr. „Fyrstu páskana eftir að þeir komu seldi ég ekki einustu páskalilju því þær voru seldar í Blómavali ódýrar en ég keypti þær á,“ segir Inga. Hjónin voru þó ekki á þeim buxunum að gefast upp og þá um vorið kviknaði sú hugmynd að kaupa húsið París við Aldrei keypt köttinn í sekknum Þau þvertaka fyrir að vera með einhvern húsa- fiðring, heldur hafi eitt leitt af öðru, og stundum „alveg óvart“. Hjónin Guðbjörg Inga Jósefsdóttir og Sigmundur Rafn Einarsson hafa gert upp hátt í tíu gömul hús um ævina og reka nú einn vinsæl- asta barinn á Akureyri í einu þeirra. Texti: Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Um helgar er iðulega setið í hverju skoti á Götubarnum og skálað í höfgum veigum undir píanóspili og söng krárgesta . Inga og Sigmundur tóku húsin við Hrafnagilsstræti og Laugargötu alveg í gegn. Ljósmynd/Úr einkasafni

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.