SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 13.02.2011, Qupperneq 7

SunnudagsMogginn - 13.02.2011, Qupperneq 7
13. febrúar 2011 7 Monkeybiz kallast verkefni sem hrundið var af stað í Suð- ur-Afríku árið 2010. Forsvars- menn þess vildu stuðla að fjárhagslegu öryggi fátækra kvenna í Höfðaborg með því að sjá þeim fyrir atvinnu. Undir merkjum Monkeybiz starfa nú meira en 450 konur sem búa til falleg perlul- istaverk í líki mörgæsa, gíraffa og fleiri dýra. Ágóði til samfélagsins Margar kvennanna eru eina fyrirvinna heimilisins og vinna heiman frá sér sem bæði gerir þeim kleift að sinna fjölskyld- unni meðfram vinnu. En þetta dregur einnig úr ferðakostnaði sem er mikilvægt þegar fólk hefur lítið handa á milli. Hvert dýr úr Monkeybiz fjölskyld- unni er einstakt og merkt af þeirri konu sem bjó það til. Með starfi Monkeybiz er leit- ast við að konurnar geti nýtt hæfileika sína. Eins er reynt að kenna enn fleiri konum listina að þræða perlur á þennan hátt sem þarfnast talsverðar æfing- ar við. Einnig er ætlunin sú að gera umhverfi kvennanna sem hjá Monkeybiz starfa bæði vistlegra og betra. Ágóðinn af sölunni rennur óskiptur til ýmissa framkvæmda sem nauðsynlegar eru í samfélagi kvennanna. Til að mynda til að setja upp súpueldhús fyrir almenning, halda úti fé- lagsstarfi og einnig er safnað í útfararsjóð fyrir listakonurnar og fjölskyldur þeirra. Hér á landi fást vörurnar frá Mon- keybiz í versluninni Aurum. maria@mbl.is Suður-afrískur apaskapur Perludýrin eru af öllum stærðum og gerðum og hvert eintak einstakt. Morgunblaðið/Eggert Þær voru þokkafullar hreyfingarnar hjá ballerínunni í Dansflokki Par- ísaróperunnar á æfingu í vikunni á hinu rómaða sviði Bolshoj- ballettsins í Moskvu. Franski flokk- urinn sýndi í fyrsta skipti í Bolshoj frá falli kommúnismans á föstu- daginn. Á efnisskrá voru fjögur ný- klassísk verk frá síðari hluta tutt- ugustu aldarinnar. Ekki höfðu borist fregnir af viðtökum þegar Sunnudagsmogginn fór í prentun. Það væri synd að segja að hreyf- ingar austurrísku skíðakonunnar Elisabeth Görgl hefðu verið jafn- þokkafullar eftir að hún lauk keppni á heimsmeistaramótinu í alpagreinum sem fram fer í Garm- isch-Partenkirchen í Þýskalandi þessa dagana en hún var alltént ánægð með árangurinn í enda- markinu, blessunin. Reuters Reuters Þokkafullar á ballettsviði og í brekkunni GARÐASTRÆTI 37 – FRÁBÆR STAÐSETNING SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI Í 101 REYKJAVÍK 680 m² Á ÞREMUR HÆÐUM, STÓR GARÐUR. SAMTALS 1.000 m² LÓÐ Þetta glæsilega hús er byggt í funkisstíl um 1930. Húsið er á þremur hæðum, auk turnherbergis sem getur hýst eina skrifstofu. Á götuhæð er komið inn í anddyri með móttöku, björtum skrifstofum, fundarherbergi og góðri kaffistofu sem einnig getur hýst mötuneyti fyrir húsið. Á jarðhæð er stórt opið rými og tvær stórar skrifstofur, í annarri þeirra hefur verið starfrækt hljóðstúdíó. Á fyrstu hæð er gengið út í stóran og sólríkan garð með glæsilegum sólpalli sem á hlýjum sumardegi er vinsælasta fundarherbergi hússins. Á efri hæð eru stór og björt rými og stórt fundar- og vinnuherbergi. Gegnheilt parket er á gólfum á götuhæð, efri hæð og turnherbergi en gólfdúkur á jarðhæð. Snyrtingar eru á öllum hæðum. Allar upplýsingar gefur Örn V. Kjartansson í síma 825 9000 eða í tölvupósti orn@m3.is TIL LEIGU GARÐASTRÆTI 37 101 REYKAJVÍK F í t o n / S Í A Hringbraut Án an au st Geirsgata Læ kj ar ga t S uð u r ga ta Túngata G ar ða st ræ ti Br æ ðr ab or ga rs t íg ur rí ki rk ju ve gu r Gam la höfnin Tjörnin

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.