SunnudagsMogginn - 13.02.2011, Síða 22
22 13. febrúar 2011
að þau hefðu heyrt James Joseph Wray, 22
ára, hrópa á hjálp þar sem hann lá særður
í götunni, ófær um að hreyfa fæturna.
Krufningarskýrsla leiddi í ljós að dán-
arorsök Wrays var skotsár á höfði af
stuttu færi. Í niðurstöðu skýrslunnar segir
að hermennirnir hafi misst stjórn á sér og
myrt saklausa borgara. Aðgerðir hersins á
Bloody Sunday voru með öllu óréttlátar
og óréttlætanlegar eins og David Came-
ron, forsætisráðherra Bretlands, komst að
orði þegar Saville-skýrslan var kynnt. Í
kjölfarið bað hann fjölskyldur hinna látnu
formlega afsökunar fyrir hönd bresku
ríkisstjórnarinnar.
Átökin innan samfélagsins
Síðasta Bloody Sunday-minningargangan
hefst á Creggan-svæðinu og fylgir leið
göngumanna daginn örlagaríka árið 1972.
Það er kalt í veðri og þúsundir fólks hafa
safnast saman í göngunni sem í gegnum
árin hefur orðið táknræn fyrir kröfur um
mannréttindi og borgaraleg réttindi um
heim allan. Auk fána héraðanna fjögurra á
Írlandi, Munster, Leinster, Connaught og
Ulster má sjá fána Palestínu, regnbogaf-
ána samtaka samkynhneigðra og annarra
kröfuhópa. Paul Devine og fjölskylda hans
hafa tekið þátt í göngunni á hverju ári.
Michael McDaid, móðurbróðir Devine,
var einn þeirra sem féllu á Bloody Sunday,
þá 21 árs gamall. Í útdrætti Saville-
skýrslunnar sem aðstandendur þeirra sem
létust fengu eintak af, var að finna ná-
kvæma lýsing á því hvernig dauða ástvina
þeirra bar að. „Michael var að ganga í
burtu frá hermönnunum þegar hann var
skotinn í andlitið. Kúlan kom út rétt fyrir
neðan herðablaðið á honum og af afstöðu
kúlunnar að dæma virðist henni hafa ver-
ið skotið frá Derry-veggnum sem umlyk-
ur svæðið þar sem óeirðirnar náðu há-
marki. Hann var skotinn af leyniskyttu,“
útskýrir Devine. Hann kemur frá sterk-
um, kaþólskum bakgrunni sem hann seg-
ir að hafi gert hermönnunum auðveldara
fyrir við að tengja fjölskyldu sína Írska
lýðveldishernum. Hann man vel eftir að
hafa verið í pössun heima hjá móð-
urömmu sinni þegar breskir hermenn
ruddust inn og gerðu húsleit, tæpum ára-
tug eftir að þeir skutu móðurbróður hans
til bana. „Ég og bróðir minn vorum há-
grátandi inni í stofu með hendur upp í
loft. Amma var inni í eldhúsi og kallaði á
okkur að vera rólegir, vera hugrakkir og
að segja ekki neitt á meðan hermennirnir
sneru öllu á hvolf í húsinu. Við fjölskyldan
vorum ekki tengd IRA á nokkurn hátt
fyrir Bloody Sunday. Fjöldi manns skráði
sig hins vegar í Írska lýðveldisherinn eftir
atburðinn og það getur verið að móð-
urbræður mínir og aðrir frændur hafi gert
slíkt hið sama.“ Herdeildin fór í burtu en
bilið milli mótmælenda og kaþólikka í
samfélaginu breikkaði og hatrið á milli
hópanna varð gríðarlegt. Devine minnist
þess að amma hans fékk sent nafnlaust
bréf á hverjum einasta laugardegi eftir
Bloody Sunday. „Bréfið var sent frá póst-
húsinu í The Fountain sem er mótmæl-
endabyggð beint á móti The Bogside þar
sem við bjuggum. Í bréfinu var bresku
hermönnunum hrósað fyrir að drepa son
hennar. Hún fékk þetta sama bréf sent á
hverjum laugardegi í 17 ár eða þar til hún
lést. Átökin eru innan samfélagsins sjálfs
og rætin eftir því“, bætir hann við.
Síðasta gangan?
Bloody Sunday-minningargangan hefur
verið haldin á vegum aðstandenda þeirra
sem féllu og Sinn Féin, stjórnmálaarms
Írska lýðveldishersins. IRA klofnaði hins
vegar við samþykkt friðarsamkomulags-
ins á föstudaginn langa árið 1998. Klofn-
ingshópurinn nefnir sig RIRA, The Real
IRA, og lýsti meðal annars sprengju-
tilræðinu í Omagh árið 1998 á hendur sér.
Þá féllu 29 manns. Stjórnmálaarmur RIRA
er 32 County Sovereign Movement sem
berst fyrir sameinuðu Írlandi og hyggst
halda minningargöngunni um Bloody
Sunday áfram þó svo að meirihluti fólks sé
Göngumenn voru af
öllum stærðum og gerðum.
Síðasta minningarganga
um þá sem létust í Derry
á Norður-Írlandi blóðuga
sunnudaginn 1972
var farin á dögunum.
Greinarhöfundur var
viðstaddur gönguna og
komst að því hvers vegna
ekki eru allir á eitt sáttir
um framtíð göngunnar og
áframhaldandi baráttu.
Sólveig Jónsdóttir
„Þetta er
byrjunin
– ekki
endirinn“
B
loody Sunday þann 30. janúar
árið 1972 markaði hámark tíma-
bils blóðugra átaka í sögu Norð-
ur-Írlands sem nefnt hefur ver-
ið The Troubles. Í friðsamlegri
kröfugöngu fyrir borgaralegum rétt-
indum skutu breskir hermenn þrettán al-
menna borgara úr röðum kaþólikka og
særðu aðra þrettán. Í kjölfarið voru hinir
látnu, sem herinn fullyrti að hefðu verið
úr röðum Írska lýðveldishersins, sagðir
hafa skotið á hermenn að fyrra bragði og
því hafi einungis verið um sjálfsvörn að
ræða. Í 39 ár hafa fjölskyldur þeirra sem
féllu á Bloody Sunday barist fyrir réttlæti
og að hið sanna komi í ljós. Með opinber-
un niðurstöðu Saville-skýrslunnar í júní
árið 2010 fengu flestir þeirra sem létust og
fjölskyldur þeirra uppreisn æru og í kjöl-
farið var tekin ákvörðun um að gangan í
ár yrði sú síðasta í röðinni.
„Ofbeldið var hræðilegt og orðið að
daglegum viðburði. Kaþólikkarnir fögn-
uðu því breska hernum þegar hann kom
fyrst í borgina. Færðu hermönnunum te
og kex og voru fegnir að fá einhverskonar
afl sem gæti mögulega komið reglu á ring-
ulreiðina. Síðast en ekki síst voru þeir
fegnir því að hafa fengið annað löggæslu-
lið en Royal Ulster Constabulary en í því
voru eingöngu mótmælendur svo það var
verulega hallað á kaþólska hluta íbú-
anna,“ útskýrir Michael Craig sem búið
hefur í Derry allt sitt líf. Craig kemur frá
blönduðum bakgrunni, móðurfjölskylda
hans mótmælendatrúar en föðurfjöl-
skyldan kaþólsk. Hann sagðist því
snemma hafa ákveðið að reyna að halda
sig í miðjunni og taka afstöðu með hvor-
ugum hópnum. „Það var hins vegar hæg-
ara sagt en gert því þá litu báðar hliðar á
þig sem svikara við málstaðinn svo þú
varst ef til vill í meiru hættu en annars.
Eftir Bloody Sunday var eins og þungt ský
lægi yfir borginni. Herdeildin fór en eftir
sat samfélag þrungið reiði og sorg og tví-
skiptara en nokkru sinni fyrr. Við vissum
að hermennirnir höfðu komið fyrir vopn-
um á líkunum til að láta líta út fyrir að
þeir sem féllu hefðu skotið á þá fyrst. Ein-
hvern veginn þurfti herinn að breiða yfir
og reyna að réttlæta það sem þeir höfðu
gert. Þeir frömdu glæp og enn stærri glæp
með því að reyna að hylma yfir hann.“
Niðurstaða Saville-skýrslunnar
Herdeildin sem átti hlut að máli fékk hins
vegar orðu Englandsdrottningar fyrir
hugrekki. Árið eftir var skipuð rannsókn-
arnefnd um atburði Bloody Sunday, Wid-
gery-dómstóllinn undir umsjón Lord
Widgery. Rannsóknin tók afar stuttan
tíma og var harðlega gagnrýnd fyrir óná-
kvæmni og fljótfær vinnubrögð. Í stað
þess að lægja öldurnar átti niðurstaða
Widgery-dómstólsins hins vegar aðeins
eftir að kynda undir reiði almennings þar
sem fjölmörg vitni að atburðinum, þar á
meðal alþjóðlegir blaðamenn og ljós-
myndarar, voru ekki kölluð fyrir dóm-
stólinn til að bera vitni. Niðurstaða hans
var á þá leið að aðgerðir breska hersins
hefðu verið „allskostar ónauðsynlegar“.
Í janúar 1998 kallaði ríkisstjórn Tonys
Blairs eftir því að skipuð yrði önnur rann-
sóknarnefnd, í umsjón Lord Saville, um
atburði Bloody Sunday. Tólf árum síðar,
eftir viðtöl við um 900 vitni og eftir að
hafa loks fengið gögn á borð við ljós-
myndir og upptökur úr herþyrlum sem
hingað til höfðu verið illfáanlegar frá
varnarmálaráðuneyti Bretlands, kynnti
Saville niðurstöður nefndarinnar en um
var að ræða ítarlegustu og umfangsmestu
rannsókn sem stjórnað hafði verið í gjör-
vallri breskri réttarfarssögu. Í niðurstöðu
Saville kemur fram að aðgerðir bresku
hermannanna hafi einkennst af algjöru
stjórnleysi þar sem þeir skutu á óvopn-
aða, almenna borgara sem ýmist voru að
flýja undan þeim eða reyna að koma
særðum til hjálpar. Flestir hinna látnu
voru skotnir í bakið eða í návígi þar sem
þeir lágu særðir á jörðinni. Í viðtölum við
vinnslu Saville-skýrslunnar fullyrtu vitni