SunnudagsMogginn - 13.02.2011, Blaðsíða 14

SunnudagsMogginn - 13.02.2011, Blaðsíða 14
14 13. febrúar 2011 Sigríður: „Ég segi ekki að hann hafi verið að koma fram í vöggu en það liggur við. Hann var strax farinn að reyna að skemmta fólki þegar hann var pínulítill, áður en hann var farinn að tala. Síðan var hann ekki nema tveggja ára þegar hann vildi syngja fyrir alla. Þá söng hann „Jesú bróðir besti“ fyrir útvarpskonu sem notaði það sem stef í þátt sinn. Hann var 100% tónviss og hafði svo gaman af þessu. Hann fylgdist vel með sjónvarpinu og hermdi gjarnan eftir og varð að karakterunum. Þetta varð mjög greinilegt eftir að við fórum á Skilaboðaskjóðuna í Þjóðleikhúsinu þegar hann var fjögurra ára. Hann hreinlega varð Dreitill skógardvergur í hálft ár og gegndi helst bara því nafni. Hann bjó sér til búning sjálfur úr jólasveinahúfu og fleiru og vildi fara í þessu jafnvel út í búð. Hann varð líka að fá að skemmta í öllum barnaafmælum. Það voru allir vanir þessu í kringum okkur, það var erfiðara ef við fórum í af- mæli þar sem við þekktum fólkið ekki eins vel. Samdi leikrit Þetta lýsti sér samt ekki eins og athyglisþörf heldur hafði hann bara svo gaman af því að skemmta. Hann er líka svo mikill húmoristi. Hann setti alltaf upp leikrit sem hann var búinn að æfa og jafnvel búa til. Stundum var stuðst við eitthvað eins og Mask með Jim Carrey eða Fred Flint- stone. Hann skipti á milli persóna. Hann byrjaði pínulítill að biðja um að fara á leiklist- arnámskeið og fór síðan á námskeið í Kramhúsinu. Við fluttum til Svíþjóðar þegar hann var sex ára. Hann hafði miklar áhyggjur af því að það væri ekki hægt að læra leiklist þar. Hann var algjörlega mállaus þegar hann byrj- aði í skólanum en lærði sænskuna á stuttum tíma og setti upp leikrit í skólanum þegar hann var sjö ára um Pelle rófulausa. Allir í bekknum fengu hlutverk. Þegar hann kom aftur til Íslands fór hann á leiklist- arnámskeið í Möguleikhúsinu og síðar í Borgarleikhúsinu. Síðan frétti hann af prufum fyrir Jón Odd og Jón Bjarna í Þjóðleikhúsinu. Hann var ellefu ára og komst þarna inn og lék Jóa hrekkjusvín. Árið eftir lék hann í söngleiknum Með fullri reisn en í þeirri sýningu var hann eina barnið. Eftir að við komum heim frá Svíþjóð var hann líka með gagnrýni fyrir börn um leikhús og kvikmyndir í þætti hjá Margréti Blöndal og Þorgeiri Ástvalds. Hann var eins og límheili í sambandi við allt varðandi kvikmyndir. Þetta átti bara að vera nokkur skipti en varð að tveimur árum. Eftir þetta fór hann í Stundina okkar með Ástu og Kela. Fékk fráhvörf frá leikhúsinu Alexander fannst leikhúsið svo dásamlegur staður að hann fékk hreinlega fráhvörf þegar hann hætti í Þjóðleik- húsinu. Það bjargaði miklu að hann var með frábæran leiklistarkennara í Hagaskóla, Siggu Birnu Valsdóttur. Hann lék þar bæði Júdas í Jesus Christ Superstar og Tony í West Side Story. Tíminn í Hagaskóla fór líka mikið í hljómsveit hans Soundspell. Tónlistin og leiklistin hafa haldist í hendur hjá honum. Prufurnar fyrir Gauragang tóku alveg ár en honum finnst bara gaman að fara í prufur. Hann fékk hlutverkið! Það er gaman að því að hann langaði svo að sjá Gaura- gang sem kvikmynd þegar hann var að lesa hana í Haga- skóla. Hann sagði það margoft við mig og marga vini sína. Hann langaði að leika Orm, fannst hann alveg frábær per- sóna. Kvikmyndir eru fyrirferðarmikið umræðuefni á heim- ilinu og Alexander er búinn að horfa á kvikmyndasöguna með mér. Ég var alltaf að passa mig svo mikið á því að vera ekki afskiptasama mamman að ég fór aldrei að fylgjast með tökum eða æfingum. Nú sé ég eftir því að hafa aldrei fylgst með æfingu þegar hann var í Þjóðleikhúsinu. Smámunasamur og alltaf TengslMæðginin Sigríður Pétursdóttir og Alexander Briem ræða ósjaldan kvikmyndir við eldhús- borðið. Það er ekki skrýtið í ljósi þess að hún er menntaður gagnrýnandi og sér um kvikmyndaþátt á Rás 1 og hann sló í gegn í hlutverki Orms í Gauragangi. Texti: Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Myndir: Ómar Óskarsson omar@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.