SunnudagsMogginn - 13.02.2011, Side 15

SunnudagsMogginn - 13.02.2011, Side 15
13. febrúar 2011 15 Röntgenaugu á íslenskt mál Fyrir jólin gaf ég út mitt fyrsta skáldverk, sem heitir Geislaþræðir. Alexander hefur alltaf verið með röntgen- augu í sambandi við íslenskt mál og er mjög smámuna- samur. Hann tekur alltaf eftir því ef það eru of mörg bil eða vantar kommu eða punkt. Þetta var stundum til vandræða þegar hann var lítill því hann gat varla lesið bók því hann sá sá alltaf villur í þeim. Ég fékk hann til að lesa bókina mína yfir eftir að hún kom úr prófarkalestri. Út- gefendurnir mínir hjá Uppheimum brostu bara þegar ég sagðist ætla að láta son minn lesa yfir en hann fann alveg tvær til þrjár villur á síðu að meðaltali. Það fór þannig að þeir réðu hann bara í vinnu! Þessi nákvæmni pirraði mig þegar hann var lítill en kemur honum nú til góða. Þetta er góð vinna með leiklistinni. Gagnrýnastur á sjálfan sig Alexander er líka gjafmildur og hjartahlýr. Það er svo gaman að því hvað hann á góða vini, sem eru skapandi og gefandi einstaklingar eins og hann. Sumir þeirra hafa ver- ið vinir hans frá því þeir voru litlir. Hann hefur alltaf verið mjög sjálfstæður og ákveðinn. Maður getur kannski leiðbeint honum að einhverju leyti en hann tekur sínar ákvarðanir og framkvæmir þær hvort sem það er til góðs eða slæms. Hann fæddist mjög fullorðinslegur. Það liggur við að hann sé að færast nær sínum aldri núna. Það er ég sem er menntaði gagnrýnandinn í fjölskyldunni en hann er miklu gagnrýnni en ég. Og gagnrýnastur á sjálfan sig. Hann er rosalegur fullkomnunarsinni. Það er gott að vera vandvirkur en það þarf að passa að vera réttum megin við strikið. Hann er mjög harður við sjálfan sig og finnst sjaldan eitthvað gott sem hann gerir þótt öllum öðrum finnist það.“ að skemmta Alexander: „Við höfum bæði brennandi áhuga á kvik- myndum. Ég á margar minningar af bíóferðum með mömmu eins og á Toy Story og Lion King. Sterkustu minningarnar eru samt frá því þegar við fórum á Am- erican Beauty og Virgin Suicides sem voru frum- sýndar á svipuðum tíma í kringum árið 2000. Ég hafði alltaf haft mikinn kvikmyndaáhuga en fór út í tónlist- ina eftir þetta og þá aðallega eftir að hafa hlustað á tónlist Air í Virgin Suicides. Við höfum bæði sterkar skoðanir á kvikmyndum. Við erum ekkert alltaf sammála en erum það mjög oft og skiljum alltaf hvort annað. Mamma sagði mér aldrei hvernig ég ætti að líta á hlutina eða reyndi að ýta mér í ákveðna átt. Ég mynd- aði alltaf sterkar skoðanir á öllu sjálfur. Það var aldrei nein mötun í gangi. Horfa alltaf saman á Óskarinn Við horfum alltaf á Óskarsverðlaunin saman en þessi hefð byrjaði mjög snemma. Við förum út í búð og kaupum eitthvað gott að borða. Óskarinn er alltaf að nóttu til svo við erum dauðþreytt og jafnvel sofnuð þegar hann er að klárast þótt við séum farin að vaka lengur með hækkandi aldri. Við horfðum til dæmis á Golden Globe um daginn og náðum bæði að vaka allan tímann! Þetta er skemmtileg hefð. Við höfum bæði sterkar skoðanir og spáum um úrslitin og erum oftast sam- mála. Mamma er mjög góð spákona. Hún tók mig mikið með sér upp í útvarp. Það hefur verið eins og mitt annað heimili. Bæði var ég þar mik- ið með henni og svo er ég að vinna þarna núna en ég er með brúðurnar í Stundinni okkar. Á mennta- skólaaldri var ég síðan að vinna í Lögum unga fólks- ins. Þegar ég fór í prufu fyrir Jón Odd og Jón Bjarna í Þjóðleikhúsinu þá var það ekki hún sem sagði mér frá þeim. Það voru frekar aðrir sem voru að ýta mér út í þetta. Hún hefur alltaf sýnt mér stuðning. Það er alltaf hægt að tala við hana og hún styður við bakið á mér. Hún leyfir mér að átta mig á hlutunum sjálfur og finna út úr þeim. Sá skóli hjálpar mér að ganga í hlutina í dag. Við erum bæði rosalega miklir nautnaseggir. Það er fínt að hafa kokk á heimilinu en stjúpfaðir minn er kokkur. Vinnur við áhugamálið Þegar hún hefur áhuga á einhverju er áhuginn botn- laus en hún hefur ekkert áhuga á neitt rosalega mörgu. Hún vinnur mikið og vinnur líka við það sem hún hefur áhuga á. Hún kann vel að meta að slappa af þegar hún hefur tíma til þess. Mamma er rosalega sérvitur en ég get ekki verið að kasta steinum úr glerhúsi því ég er rosa sérvitur sjálf- ur. Ég held að frásagnarhæfileikar hennar kyndi undir ímyndunarveiki. Hún er líka flughrædd og ég held að það tengist þessu. Sérviska mín felst frekar í því að vera smámuna- samur og nákvæmur. Það er kannski þess vegna sem ég vinn sem prófarkalesari í dag. Mamma gaf út bók í fyrra sem hún er búin að vera að vinna að í tíu ár. Það var yndislegt að fylgjast með henni í því. Hún gerði þetta á sínu tempói og nýtti tímann þegar hún hafði hann. Þessi þolinmæði er aðdáunarverð hjá henni. Hún leyfir hlutunum að ger- ast á þeim hraða sem þeir vilja gerast. Ég er alls ekki þannig. Það er dýrmætt að búa yfir þessari þolinmæði. Samkvæm sjálfri sér Við erum rosalega náin og tölum um allt milli himins og jarðar. Við högum okkur eins og bestu vinir. Það er auðvelt fyrir okkur að tala um alla hluti en það er ekki gefið. Það ríkir mikið traust á milli okkar. Hún sýndi mér það mjög snemma að ég gæti treyst henni og þyrfti ekki að halda neinu leyndu. Hún sagði mér að ég gæti alltaf komið til hennar og sagt hvað ég væri að hugsa. Þannig væri ég allavega ekki innilokaður með þá hugsun heldur gætum við unnið úr málinu í sam- einingu. Traustið á milli okkar hefur alltaf verið til staðar. Mamma hefur rosalega sterka réttlætiskennd. Hún er svo hrein og bein manneskja. Hún er góðhjörtuð og vill öllum vel. Hún er samkvæm sjálfri sér. Hún er með sterkar skoðanir á öllu og stendur við þær. Mér líður eins og hún hafi aldrei rangt fyrir sér!“ Sérvitur nautnaseggur Sigríður Pétursdóttir er fædd 18. mars árið 1961. Foreldrar hennar eru Pétur Jónasson, ljósmyndari á Húsavík, og Guðný Helgadóttir. Sigríður er gift Garðari Agnarssyni, mat- reiðslumeistara og eiganda veitinga- og veisluþjón- ustunnar Krydd & Kavíar. Hún er kennari og kvik- myndafræðingur að mennt og hefur unnið við dagskrárgerð á Rás 1 undanfarna áratugi. Þar hefur hún haft umsjón með þáttum af ólíkum toga en und- anfarin ár hefur Kvika, sem fjallar um sjónvarpsefni og kvikmyndir, verið hennar helsti vettvangur. Á síðasta ári gaf hún út sitt fyrsta skáldverk sem ber nafnið Geislaþræðir og kom út á vegum Upp- heima. Alexander Briem er fæddur 6. febrúar 1990. Hann er sonur Sigríðar og Þorsteins Briem. Hann er alinn upp í Vest- urbænum og gekk í Vesturbæjarskóla og Haga- skóla. Hann stundaði nám við Menntaskólann við Hamrahlíð og Kvikmyndaskóla Íslands en hann út- skrifaðist þaðan sl. vor af leiklistarbraut. Hann hef- ur leikið á sviði og í kvikmyndum auk þess að starfa við útvarp og sjónvarp en hann sér nú um brúðurnar í Stundinni okkar. Hann fékk lofsamlega dóma fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Gauragangi, sem frum- sýnd var í lok síðasta árs. Sem stendur starfar hann við prófarkalestur hjá Uppheimum og er að fara að frumsýna leikritið DNA eftir Dennis Kelley með Stúd- entaleikhúsinu um miðjan mars.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.