SunnudagsMogginn - 13.02.2011, Blaðsíða 42

SunnudagsMogginn - 13.02.2011, Blaðsíða 42
42 13. febrúar 2011 O rðið viðmót er merkilegt orð, við-mót. Mót er það sem mætir okkur en fyrri hlut- inn, við, tengist orða- samböndum eins og brosa við eða hlæja við, þar sem brosið og hláturinn snýr að tiltekinni manneskju. Páll Ólafsson orti: Sólskríkjan mín situr þarna á sama steini og hlær við sínum hjartans vini, honum Páli Ólafssyni. Merkilegt er hvernig viðmót hefur áhrif á hegðun okkar og líðan. Alveg ósjálfrátt lögum við okkur að því viðmóti sem okkur er sýnt. Frekjulegt viðmót eða dónaskapur æsir okkur upp í að sýna dónaskap en vingjarnlegt viðmót og ást- úð laðar fram það besta í fari okkar. Sól- skríkjan hans Páls Ólafssonar getur enn þann dag í dag kallað fram svolítinn un- að. Nú á dögum, þegar fólk dvelur ekki í lyngmóum heldur á skjá, er eflaust mik- ilvægara að huga að viðmóti í skjálífinu. Sé leitað að notkun orðsins „viðmót“ á vefnum koma upp nokkrar greinar. Flestar þeirra fjalla um mikilvægi við- móts í viðskiptum. Fyrirtæki hafa lagt mikla vinnu í að þróa þægilegt og einfalt viðmót og jafnvel fengið sérstök vefverð- laun þegar vel hefur tekist. Svo virðist sem viðmót alfræðirits, vefjar, farsíma, fyrirtækis eða vörukerfis skipti megin- máli fyrir öll samskipti og aðgengi að upplýsingum og tækni. Nýlega birtust fréttir af athugun á notkun íslensks viðmóts í hugbúnaði frá Microsoft. Um er að ræða langalgengasta hugbúnað í tölvukerfum landsmanna, Windows-stýrikerfið og skrifstofubún- aðinn Office. Þessi hugbúnaður mótar allar venjulegar skjámyndir í langflestum fyrirtækjum, stofnunum, heimilum og skólum í landinu. Frá árinu 2004 hefur íslenskt viðmót verið innbyggt í hugbúnaðinn sjálfan af hálfu framleiðandans, enda er það stefn- an að gera viðmót tölvunnar aðgengilegt almenningi í öllum heimshornum. Ís- lenskt viðmót er jafn sjálfsagt og eðlilegt af hálfu framleiðandans og enskt, þýskt, franskt, ítalskt, sænskt eða danskt við- mót. Með þeirri tækni sem nú er notuð við að þýða notendaviðmót hugbúnaðar er íslensk gerð komin á markað einungis örfáum mánuðum eftir að ný útgáfa birt- ist á ensku. Um áramótin var unnt að sækja íslenska viðmótið á Office 2010 sér að kostnaðarlausu. Notkun landsmanna á íslensku viðmóti var síðast könnuð 2008. Könnunin núna sýnir að notkun íslenskunnar fer hægt vaxandi nema í framhaldsskólum, þar dregst hún saman, fer úr 16 prósentum í 12 prósent. Þorgerður Katrín, þáverandi menntamálaráðherra, var viðstödd þegar þýðing Windows- og Office-búnaðarins var afhent árið 2004. Merkilegt má heita að hún hafi ekki beitt sér fyrir því að ís- lenskt viðmót skyldi tekið upp í öllum skólum landsins þegar í stað. Sýnt hefur verið fram á að fólk, sem lærir á tölvur á móðurmáli sínu, er fljótara að læra og skilur betur hvernig skipanir vinna sam- an. Þess vegna á það auðveldara með að nýta sér tölvutæknina. Þegar fólk lærir á tölvur á erlendu máli lærir það að þekkja skipanirnar eins og páfagaukar miðað við staðsetningu á skjánum, þriðja orð frá vinstri í fyrstu línu, án þess að botna sér- staklega í merkingu hugtakanna og sam- hengi þeirra. Þessi afturför í skólum gengur þvert á aðra þróun í notkun hugbúnaðar í land- inu. Fólk velur íslenskt viðmót um leið og það uppgötvar að það er fáanlegt og sér að skjálífið verður miklu auðveldara. Þetta gildir til dæmis um Fésbókina og Twitter. Ýmis annar hugbúnaður er fá- anlegur á íslensku, sem of langt yrði upp að telja, en kemur þægilega á óvart. Og þá vantar ekkert nema sólskríkjuna. Áhrif viðmóts ’ Sýnt hefur verið fram á að fólk, sem lærir á tölvur á móðurmáli sínu, er fljótara að læra og skilur betur hvernig skipanir vinna saman. El ín Es th er Málið Já, það? Bíddu, ég ætla fyrst að seiva fælnum á desktoppinn... Nei, ég er með XP bara. Nei, sko, vista skrána á skjáborðið? Ertu búinn að vista? Tungutak Baldur Sigurðsson balsi@hi.is S tjórnarskrá lýðveldisins Íslands verður flutt í Hafnarborg í dag klukkan 15 sem tónlistar- og myndlistargjörningur. Flutning- urinn tekur um 40 mínútur og að honum loknum verður opnuð sýning höfunda verksins, listamannanna Libiu Casto og Ólafs Ólafssonar, þar sem myndbands- verk með sama titli skipar meginsess. Myndbandsverkið, sem er upptaka frá flutningi þess í sjónvarpssal, verður síðan flutt í Sjónvarpinu á miðvikudaginn kemur, 16. febrúar og endursýnt sunnu- daginn 20. febrúar. Upphaf verksins má rekja til ársins 2007 er þau Libia og Ólafur fengu Karó- línu Eiríksdóttur tónskáld til liðs við sig og báðu hana að semja tónverk við 81 grein stjórnarskrár Íslands. Verkið var fyrst flutt á Akureyri árið 2008 og var tónlist Karólínu við þennan grundvall- arlagatexta tilnefnt til íslensku tónlistar- verðlaunanna það ár. Verkið er flutt af kammerkórnum Hymnodiu undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar, ásamt einsöngv- urunum Ingibjörgu Guðjónsdóttur og Bergþóri Pálssyni, Tinnu Þorsteinsdóttur píanóleikara og Gunnlaugi Torfa Stef- ánssyni kontrabassaleikara. Sýningar- stjóri er Hanna Styrmisdóttir. Tónlist Karólínu eins og ferðalag Libia Castro, sem er spænsk, og Ólafur Ólafsson hafa starfað saman frá árinu 1997. Þau eru þekkt fyrir verk sem ein- kennast af opnum og gagnrýnum vinnu- brögðum þar sem listamennirnir takast á við spurningar úr samtímanum, sem þau greina og setja fram í listrænni útfærslu. Þau hafa sýnt víða og verða fulltrúar Ís- lands á Feneyjatvíæringnum í sumar. Í verkinu fá áhorfendur að kynna sér efni stjórnarskárinnar gegnum listræna framsetningu og jafnframt gefst tækifæri til að velta fyrir sér ýmsum formrænum og hugmyndalegum möguleikum sem standa listamönnum til boða. „Tónlist Karólínu er eins og ferðalag sem spannar ólíkar tilfiningar,“ segir Libia þegar þau Ólafur gera hlé á upp- setningu sýningarinnar til að ræða bak- grunn og eðli hennar. „Ákveðin spenna myndast milli tilfinningaríkrar tónlistar- innar og textans, sem er hreinn og klár og býr ekki yfir miklum tilfinninga- sveiflum.“ Þau segja að þegar verkið var sýnt á Akureyri árið 2008 hafi þau strax rætt um að ákjósanlegt væri að setja það líka upp á Reykjavíkursvæðinu auk þess sem þau langaði að taka flutninginn upp á myndband og fá að sýna í sjónvarpi, eins og nú hefur gengið eftir. „Það eru nokkrar ástæður fyrir því að við byrjuðum að vinna með stjórnar- skrána en það ætti samt ekki að koma á óvart að sjá okkur vinna með þetta plagg á okkar hátt,“ segir Ólafur. „Þetta kom í framhaldi af verki sem við gerðum á ár- unum 2005-2006, Ó heilaga tímanna þúsund!, en það var fyrsta verkið okkar með tónlist. Þá unnum við með þjóð- sönginn og breyttum uppröðun orðanna með litlum leik og útkoman var í anda titilsins. Verkið var flutt af Hrólfi Sæ- mundssyni söngvara í Kolaportinu og tekið þar upp. Með því að breyta röð orðanna kom út absúrd skáldskapur sem við töldum verða illskiljanlegan en staðreyndin er samt sú að þau orð í textanum sem hafa sterka trúarlega og rómantíska merkingu stóðu samt alltaf út úr. Rétt eins og stjórnarskráin er nú flutt sem myndverk, þá höfum við gjarnan unnið á mörkum hins hefðbundna rýmis listarinnar og almenningsrýmis. Við vildum flytja Ó, heilaga tímanna þús- und! í almenningsrými og hér á landi er hvergi að finna viðlíka menningarlegan fjölbreytileika og í Kolaportinu.“ Þau Libia og Ólafur komust þarna að því að þeim þótti áhugavert að blanda tónlist við sýn þeirra, tilfinningarnar sem tónlistin miðlar tengjast umfjöll- unarefnum á forvitnilegan hátt. „Tónlist er vinsæl og nær til fólks á annan hátt en sjónlistir,“ segja þau. „Við Listin getur verið eins og límleysir „Þegar tekið er á viðfangsefni sem ekki hefur verið álitið listrænt og því breytt í listrænt verk, þá mun fólk alltaf upplifa það á nýjan hátt,“ segja Libia Castro og Ólafur Ólafsson. Í dag verður flutt verk þeirra sem byggist á stjórnarskrá Ís- lands, við tónlist Karólínu Eiríksdóttur. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Lesbók

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.