SunnudagsMogginn - 13.02.2011, Síða 21

SunnudagsMogginn - 13.02.2011, Síða 21
Wilshere í búningi enska landsliðs- ins, gegn Dönum á Parken í vik- unni. 13. febrúar 2011 21 V erðugur arftaki Owens Har- greaves til framtíðar, sem aft- asti miðvallarleikmaður í landsliðinu, er líklega lokið. „Sitjandi“ miðjumaður eins og íslenskir spekingar taka stundum til orða; mann sem situr þó hreint ekki heldur stendur í ströngu; bæði aðstoðar varnarmennina við að stöðva sóknir mótherjana og tekur virkan þátt í að byggja upp sóknarleik. Wilshere er einungis 19 ára en var í fyrsta skipti í byrjunarliði Englands í vin- áttuleik gegn Dönum í vikunni. Þessi smái en knái piltur þykir eitt mesta efni sem Englendingar eiga í dag og hafa alla burði til þess að verða burðarás í lands- liðinu. Einn af höfuðkostum hans er mikil yfirvegun; Wilshere virðist oft mun eldri og reyndari en raun ber vitni enda vanur að leika með og gegn eldri mönn- um, bæði fyrir Arsenal og England. Það þóttu skýr skilaboð frá Fabio Ca- pello landsliðsþjálfara að Wilshere skyldi hefja leikinn gegn Dönum en eldri og reyndari menn bíða á bekknum. Wilshere lék fyrri hálfleikinn og þótti standa sig nokkuð vel. „Wilshere er að- eins 19 ára en ég man bestu leikmennina sem ég hef þjálfað; [Franco] Baresi, [Paolo] Maldini, Raúl. Þeir byrjuðu allir mjög ungir,“ sagði hinn ítalski Capello í vikunni. Hann segir Wilshere búa yfir ámóta hæfileikum, en fólk verði að sýna þolinmæði. „Hann er ungur og þarfnast reynslu í stórleikjum.“ En landsliðsþjálf- arinn efast ekki um að Wilshere muni ná alla leið á toppinn og hefur rætt málin ít- arlega við Arsène Wenger, þjálfara Ars- enal. „Ég veit að [Wilshere] þykir mjög gaman að taka virkan þátt í sókn- arleiknum en hann er skynsamur leik- maður og getur leikið í hvaða stöðu sem er,“ segir landsliðsþjálfarinn. Líkt við Liam Brady Áhangendur Arsenal vilja sumir líkja Wilshere við goðið Liam Brady, einn allra fremsta leikmann í sögu félags- ins og núverandi stjórnanda ung- lingastarfsins, en aðrir nefna hann í sömu andrá og Frakkann Claude Makélélé, besta leikmann heims í stöðu aftasta miðjumanns á tímabili, og Ítalann Andrea Pirlo. „Wilshere er betri tæknilega en Makélélé,“ segir Capello. „Hann er ekki eins fljótur og Makélélé en hættu- legri þegar hann fær boltann.“ Capello vill hins vegar ekki bera Wils- here saman við Pirlo strax. „Nei, hann er of ungur til þess. En hann getur hugs- anlega orðið betri [en Pirlo].“ Capello hrífst af Wilshere því hann býr yfir mörgum hæfileikum. Er góður í að vinna boltann af andstæðingunum, sendingar hans eru nákvæmar, honum er einkar lagið að leika á menn, hann er áræðinn og góður skotmaður. Capello segir Owen Hargreaves frá Manchester United hafa leikið mjög vel í stöðu aftasta miðjumanns með landslið- inu, leik eftir leik. Vegna hnémeiðsla hafi hann hins vegar gengið úr skaftinu og enginn hafi náð að fylla skarðið almenni- lega. „Nú hef ég séð Wilshere skila þess- ari stöðu mjög vel í mörgum leikjum með Arsenal. Hann er orðinn nógu þroskaður. Fyrst virkaði hann stundum ekki sérlega sjálfsöruggur, hreinlega feiminn, en það hefur breyst. Honum hefur farið mikið fram og er fullur sjálfstrausts. Algjörlega óhræddur. Og leikmaður sem er í liði Arsenal er góður, svo einfalt er það. Wenger notar aðeins góða leikmenn.“ Capello nefndi einnig að Wilshere gæti verið harður í horn að taka og væri óhræddur við að tækla andstæðingana. Í vetur fékk hann einmitt rautt spjald í leik gegn Birmingham fyrir gróft brot en Ca- pello hefur ekki áhyggjur. „Allir geta gert mis- tök,“ segir landsliðs- þjálfarinn. Vissulega smár, en Wilshere er knár Loksins! Leit Englendinga að aftasta miðjumanni í landsliðið er líklega lokið. Jack Wilshere, 19 ára strákur frá Arsenal, virðist tilbúinn í slaginn. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Jack Wilshere og Johan Djourou fagna sigri gegn Ipswich í undanúrslitum ensku deildarbik- arkeppninnar á dögunum. Wilshere er aðeins 170 cm á hæð en Djourou 22 cm hærri! Reuters ’ Wilshere er góður í að vinna boltann af and- stæðingunum, send- ingar hans eru nákvæmar, honum er einkar lagið að leika á menn, hann er áræð- inn og góður skotmaður. Jack Wilshere fæddist í bænum Stevenage í Hertfordsskíri, skammt norð- an Lundúna, á nýársdag 1992. Hæfileikar hans á knattspyrnuvellinum komu snemma í ljós og sjö ára var Jack orðinn fyrirliði skólaliðsins. Wilshere var tekinn inn í knattspyrnuskóla Arsenal, akademíuna sem svo er kölluð, níu ára að aldri, í október 2001 en áður hafði hann æft með Luton Town í tvo mánuði. Aðeins 15 ára var Wilshere orðinn fyrirliði liðs 16 ára og yngri hjá Arsenal og tók um svipað leyti þátt í nokkrum leikja liðs 18 ára og yngri. Hann er því alvanur að eiga við eldri menn. Wilshere tók fyrst þátt í leik með varaliði Arsenal í febrúar 2008 gegn Reading og um sumarið var hann fyrst með aðalliðinu í vináttuleikjum. Um haustið var hann formlega tekinn inn í leikmannahópinn. Fyrsti leikur Wilsheres með aðalliði Arsenal í úrvalsdeildinni var gegn Black- burn í september 2008, þegar hann kom inn á sem varamaður á 84. mínútu fyrir Robin van Persie. Þar með varð Wilshere yngsti leikmaður Arsenal til að spreyta sig í deildarleik; 16 ára og 256 daga. Hann var í fyrsta skipti í byrj- unarliði Arsenal í deildinni þegar Lundúnaliðið sótti Liverpool heim á An- field í ágúst í fyrra og síðan hefur hann vart litið um öxl. Leikið sérlega vel. Reuters Vanur að glíma við sér eldri menn

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.