SunnudagsMogginn - 13.02.2011, Side 29
13. febrúar 2011 29
göngugötuna. „Þar hafði verið blómabúð
frá 1956 og maðurinn sem rak hana var
orðinn 78 ára. Við höfðum gengið með
það í kollinum í svolítinn tíma að opna
kaffihús og blómabúð í sama húsnæði og
þarna virtist vera tækifærið til þess, um
leið og staðsetningin yrði miklu betri en
innar í Hafnarstrætinu.“
Eftir nokkra yfirlegu ákváðu þau að
„taka sénsinn“ og gerðu tilboð í París
sem var tekið. Til að fjármagna kaupin
þurftu þau hins vegar að selja húsið við
Laugargötu. „Sjálf fluttum við á miðhæð-
ina í París og bjuggum þar í einu opnu
rými með strákana okkar,“ segir Inga en
við tók veruleg vinna við að gera upp
húsið áður en blómabúðin var opnuð
1997. „Þegar búið var að rífa allar spóna-
plöturnar sást að loftið hafði verið lækk-
að um 50 – 60 sentímetra auk þess sem
gömlu hornalistarnir komu í ljós. Við það
varð þetta miklu stærra og glæsilegra
húsnæði,“ segir Sigmundur.
Helming hússins fengu þau ekki af-
hentan fyrr en síðar og eftir endurbætur
á þeim hluta var kaffihúsið Bláa kannan
opnað í París í byrjun júlí 1998. „Veltan í
blómabúðinni margfaldaðist við þennan
flutning og breytingarnar enda mikil
hefð fyrir rekstri blómabúðar á þessum
stað“ segir Sigmundur. „Blómaval hætti
hins vegar að lokum og ég er viss um að
velgengni okkar hafði sitt að segja í því.
Kaffihúsið gekk líka ákaflega vel frá
fyrsta degi en nafnið Bláa kannan var bú-
ið að vera í höfðinu á mér í rúm 30 ár,
ekki eftir samnefndri barnabók, heldur
eftir bláu emaljeruðu kaffikönnunum
sem voru til á öllum sveitabæjum hér áð-
ur. Græni hatturinn kom hins vegar út
frá því sem vísun í barnabækurnar.“
Sá víðfrægi tónleikastaður sem er í
kjallara Parísar varð til ári á eftir Bláu
könnunni. „Við grófum kjallarann niður
og keyrðum burt fullt af jarðvegi svo
þetta var rosaleg framkvæmd,“ segir Sig-
mundur. „Bróðir minn ætlaði að stoppa
mig því hann hélt ég væri orðinn bilaður.
En maður sér ekkert eftir því manni
skilst að þetta sé orðinn besti tónleika-
staður landsins í dag í höndum Hauks
Tryggvasonar.“
Húsastússinu var síður en svo lokið því
árið 2006 keyptu þau hjón húsið Ham-
borg sem er á horni göngugötunnar og
Kaupvangsstrætis. „Það var hræðilegt,
forskalað hús sem stóð tómt með svört-
um gluggum,“ segir Sigmundur. „Svo
var ég spurður hvort ég vildi ekki kaupa
þetta í félagi við aðra sem mér fannst
ómögulegt en Inga stakk upp á að við
keyptum það bara ein. Við gerðum það
og tókum húsið í gegn og við það varð
mikil breyting en að auki reyndist húsið
miklu betra en menn héldu. Í dag er
komin full notkun í það – á efri hæðinni
er lögfræðistofa og 10–11 á fyrstu hæð, en
margir höfðu einmitt haft orð á því að
það vantaði matvörubúð í miðbæinn.“
Fyrir nokkrum árum tóku Inga og Sig-
mundur þá ákvörðun að selja reksturinn
á blómabúðinni og Bláu könnunni og
leigðu húsnæðið til nýrra eiganda stað-
anna. Skömmu síðar dundi bankahrunið
yfir og í fyrra ákváðu nýir eigendur
blómabúðarinnar að flytja hana annað.
„Þá stóðum við frammi fyrir því að við
þurftum að gera eitthvað með þetta hús-
næði,“ útskýrir Inga. „Sigmundur var þá
lengi búinn að ganga með hugmynd í
maganum um að opna bar á þessum stað
svo þarna var komið tækifæri til að láta
verða af því.“
Götubarinn hóf starfsemi sína í júní í
fyrra í tengibyggingu milli Parísar og
Hamborgar sem Sigmundur og Inga festu
kaup á fyrir nokkrum árum og þau hafa
verið að gera upp í nokkurn tíma. „Það er
ótrúlegt hvað þetta hefur gengið vel því
Götubarinn er opinn alla virka daga og
troðfullt um helgar, án þess að við höfum
auglýst nokkuð.“ Flygill sem er á staðn-
um hefur notið mikilla vinsælda gesta
sem hefja gjarnan upp raustina ef einhver
liðtækur spilari sest við hljóðfærið. „Við
höfum aldrei beðið neinn um að koma og
það þarf ekki heldur því menn finna
þetta hjá sjálfum sér. Þetta er búið að
vera mjög skemmtilegt enda er gott fyrir
sálina að syngja og mér sýnist að fólk
njóti þess mjög. Svo spilar þetta vel með
Græna hattinum, því fólk kemur iðulega
yfir um leið og tónleikum þar lýkur.“
Samhliða barnum opnuðu þau ísbúðina
Benna og Báru í París enda hafi vantað
slíka búð í göngugötuna. Sú búð er
reyndar lokuð yfir bláveturinn en verður
opnuð á ný með vorinu.
Alltaf verið heppin
Þótt vissulega sé mikil vinna á bak við að
taka gamalt hús í gegn hefur þeim hjón-
um að eigin sögn aldrei óað við tilhugs-
uninni um að ráðast til atlögu við nýja
byggingu. „Við höfum haft svo gaman að
þessu að það hefur ekki komist að,“ segir
Inga og Sigmundur kinkar kolli. „Við
höfum líka verið heppin og alltaf talið
okkur lukkunnar pamfíla að hafa fengið
húsin sem við höfum sóst eftir. Við höf-
um heldur aldrei keypt köttinn í sekkn-
um því húsin hafa yfirleitt reynst betri en
margir hafa haldið.“
En hvað drífur þau áfram í að kaupa
hús og gera þau upp?
„Við erum nú hætt þessu,“ segir Sig-
mundur en verður strax að viðurkenna
að hann hafi sennilega oft sagt eitthvað
svipað. Inga brosir út í annað. „Alla vega
vitum við ekki annað í dag. Ég er reyndar
löngu búin að læra að enginn veit sína
ævina fyrr en öll er. Ég ætlaði nú aldrei að
fara að reka bar og því síður ísbúð. En það
er nú samt það sem við gerum í dag.“
Mikil bæjarprýði er að húsunum París og Hamborg (t.h.) sem
bæði setja reisulegan svip á göngugötuna á Akureyri í dag.
Gamlar þakplötur og götuskilti setja svip sinn á Götubarinn og skapa sérstaka stemningu.
Gríðarleg vinna lá í því að moka út jarðvegi úr sökkli Parísar þar sem Græni hatturinn er.
„Ég ætlaði nú aldrei að fara að reka bar og því síður ísbúð,“ segir Inga en annað kom í ljós.
xxxx
Ljósmynd/Úr einkasafni