SunnudagsMogginn - 13.02.2011, Qupperneq 10
10 13. febrúar 2011
H
vað ætli þeir séu margir í íslensku samfélagi í dag,
sem hafa sömu eða svipaða sögu að segja og Kristín
H. Tryggvadóttir, lífeyrisþegi, sem skrifaði fjórum
ráðherrum ríkisstjórnarinnar bréf, vegna þess að
hún heldur eftir 65 þúsund krónum af lífeyri sínum, á fimmta
hundrað þúsund krónum, sem hún á langri starfsævi sinni
hefur áunnið sér rétt til?
Morgunblaðið greindi í forsíðufrétt sl. miðvikudag frá bréfi
Kristínar til Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, Stein-
gríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, Ögmundar Jónassonar,
innanríkisráðherra og Guðbjarts Hannessonar, velferðar-
ráðherra.
Í bréfi Kristínar kemur
fram að hún starfaði í 40 ár
hjá ríkinu sem kennari,
fræðslufulltrúi, deild-
arstjóri og skólastjóri. Að
nafninu til nema lífeyris-
greiðslur til hennar á
fimmta hundrað þúsund
krónum en hún býr nú á
Hrafnistu í Hafnarfirði, en
þangað neyddist hún til að
flytja eftir átta mánaða
sjúkrahúsvist vegna
skyndilegrar lömunar.
Kristín greiðir 120 þús-
und krónur í skatt á mán-
uði og fyrir dvölina á
Hrafnistu greiðir hún um
240 þúsund krónur á mán-
uði. Eftir hefur hún 65 þús-
und krónur, sem eiga að
duga henni til alls annars,
svo sem fyrir síma, sjón-
varpi, blöðum, snyrtingu,
fatnaði og gjöfum. Sem sé alls þess sem þeir sem hafa skilað
sínu ævistarfi til þjóðfélagsins eiga að geta notið og eiga að eiga
fyrir, án þess að vera upp á ölmusu fjölskyldu og vina komnir.
Þetta er vitanlega til háborinnar skammar og ætti alls ekki að
geta gerst í okkar, um svo margt, ágæta samfélagi, árið 2011.
Ekki veit ég hvernig hin svokallaða „norræna velferðar-
stjórn“, ríkisstjórn Íslands, ætlar að bregðast við bréfi Krist-
ínar. Mér finnst það vera til fyrirmyndar að Kristín skuli hafa
vakið athygli á þessu óréttlæti, með því að skrifa áðurnefnt
bréf og með því að senda okkur á ritstjórn bréfið, þannig að
Morgunblaðið gat tekið þátt í því að vekja athygli á þessum
ósóma.
Það er einfaldlega ekki boðlegt að við komum fram við líf-
eyrisþega okkar með þessum hætti. Það er hróplegt óréttlæti í
því fólgið, að Kristín, sem með réttu ætti að hafa um 300 þús-
und krónur í ráðstöfunartekjur á mánuði, skuli vera svipt reisn
sinni og sjálfstæði, við það að þurfa að fara inn á dvalarheimili.
Kristín hefur alla sína starfsævi greitt sína skatta og skyldur og
þetta eru launin. Nú skal hún arðrænd undir drep.
Það liggur fyrir að þeir sem hafa tekjur undir 65 þúsund
krónum á mánuði greiða engan dvalarkostnað til sjúkrastofn-
ana eða dvalar- og hjúkrunarheimila. Það er gott og blessað og
ég er alls ekki að hvetja til þess að þeir greiði fyrir dvöl sína á
sjúkrahúsum eða dvalarheimilum. En ég er að hvetja til þess,
að örlítils votts af sanngirni gæti í meðferð stjórnvalda, hins
síglaða skattmanns, sem kætist yfir hverri nýrri matarholu
sem hann finnur með stækkunargleri sínu, og að þeir sem skil-
að hafa langri og farsælli starfsævi fái í einhverju að njóta
hennar á ævikvöldinu.
Ekki vefst það fyrir „norrænu velferðarstjórninni“ að henda
tugum, eða hundruðum milljarða króna í Icesave, sem okkur
ber engin lagaleg skylda að greiða, eða að moka peningum út
um gluggann í ESB-aðlögunarhítina. Hvernig væri nú fyrir
stjórnina að reyna einu sinni að rísa undir nafninu, sem hún
gaf sér sjálf, enginn annar, og koma til móts við þá lífeyrisþega
sem eru beittir þessu hróplega óréttlæti?
Kristín spurði ráðherrana fjóra í bréfi sínu: „Er þetta sann-
gjarnt?“ Ég held að hvert mannsbarn hljóti að sjá að þetta er
hróplega ósanngjarnt, eða hvað?
Er þetta
sanngjarnt?
Agnes segir
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Jóhanna
Sigurðardóttir
Steingrímur J.
Sigfússon
’
Kristín spurði
ráðherrana
fjóra í bréfi
sínu: „Er þetta sann-
gjarnt?“ Ég held að
hvert mannsbarn
hljóti að sjá að þetta
er hróplega ósann-
gjarnt, eða hvað?
08:45 Fleygi mér fram úr
rúminu á autopilot, er hálf-
meðvitundarlaus. Skelli frosnu
croissant inn í bakarofninn, fer
í sturtu. Fer í ljóta sloppinn
minn og tek croissantið úr ofn-
inum, það er heitt, kaffið er
sterkt og greipsafinn er góð-
ur … les blaðið … byrja að koma
til meðvitundar.
9:10 Klára að undirbúa plan
dagsins, átti eftir að klára
„monologue“ og skipuleggja
nákvæmlega hvað er hag-
kvæmast að reyna að klára í
dag. Skelli í mig öðrum kaffi-
bolla, dey í maganum (muna að
drekka meira te á morgnana).
Freistast til að fá mér væna
sneið af RiceCrispies-köku …
hefði alveg mátt sleppa henni.
Gaman að það snjóaði í nótt,
gott að fá kuldann. Skelli á mig
loðhúfinni … fatta að skafan er
týnd … finn rauða barnalúffu í
staðinn.
10:30 Mætt niður í Borg-
arleikhús, fer beint á hlaupa-
brettið þar sem ég náði ekki að
fara í morguntímann. Næ góð-
um hálftíma … RiceCrispies-
kakan reyndar alveg að gera
góða hluti á hlaupabrettinu.
11:15 Byrja að vinna með
strákunum í Íslenska dans-
flokknum. Er að semja verk
sem verður frumsýnt 4. mars,
ber titilinn White for decay og
er samstarfsverkefni milli mín,
ÍD og Prologus, leikritunarsjóðs
Þjóðleikhússins. Byrjum á sirk-
ussprikli, er að kenna þeim smá
trix sem ég lærði í sirkusskól-
anum í fyrra, erum að reyna að
færa það frá dýnu yfir á hart
dansgólfið sem er oft hægara
sagt en gert. Skullum öll svolít-
ið vel á gólfið, smá hausverkur
og húðblæðingar en allir komn-
ir með þetta fyrir hádegismat.
Fórum í textavinnu, smá slags-
mál og stepp eftir hádegi. Ætla
að koma steppi aftur í tísku,
hahaha … ekki gott fyrir egóið
að steppa með honum Came-
ron, reyni að muna hvernig
mér datt þetta í hug … þarf að
hætta að vinna í verkinu mínu
kl. 15 út af aukaæfingu. Er
spæld yfir að þurfa að hætta,
við vorum komin á svo gott
skrið.
15:00 Aukaæfing á Transaq-
ania, verki Ernu Ómarsdóttur.
Er á leiðinni með flokknum til
Rómar að sýna það á Equili-
brio-festivalinu. Það er bún-
ingaæfing, var búin að gleyma
hvað búningurinn er sjúklega
þröngur (heilgalli með áfastri
grímu). Set á mig grímuna og
fatta þá að ég er með maskara
(gríman er svo þröng yfir and-
litið að ef ég er með maskara
stingast augnhárin inn í augun,
svona svipað og að vera með
sokkabuxur á hausnum), reyni
að kroppa maskarann af mér í
fljótheitum. Byrjum rennsli.
17:45 Klárum æfinguna, á
að mæta á fund kl. 18 niðri í bæ.
Hleyp niður af 4. hæð, ennþá að
svitna eftir rennslið, sé mig í
spegli … er eins og flak í framan
eftir að „headbanga“ með sokk
á hausnum í klukkutíma … mér
fallast hendur. Maskari er ekk-
ert að fara að gera kraftaverk.
Reyni að ná mestu loðnunni
úr hárinu á mér, stekk í úlpuna
og loðhúfuna yfir æfingafötin og
hleyp út í bíl. Andast úr hita og
svita í bílnum, ríf mig úr útiföt-
unum á næstu umferðarljósum,
hallelúja fyrir snjóinn, keyri
með alla glugga opna niður í
bæ. Verð vitni að óvenjulegum
lúxus í íslenskri veðráttu …
Snjór og logn … ekkert rok?
18:00 Komin niður á 10
dropa að hitta Tóta (Þórarin úr
Agent Fresco), erum að byrja að
breinstorma fyrir verk sem
verður sýnt í maí. Fæ mér kaffi
og pönnsu (10 dropar gera besta
cappucino í Reykjavík að mínu
mati). Komumst alveg á flug,
frábærar hugmyndir og erum
alveg á sömu línu. Hlakka til að
fara að vinna þetta, skemmti-
legt samstarf.
18:55 Hausinn á mér fyllist
af hugmyndum á leiðinni heim.
Skrifa allt í bókina mína, gott að
losna við það úr hausnum. Fer
beint í tölvuna að senda pósta
tengda verkefninu. Sé þá að
mín bíður haugur af vinnu-
póstum.
20:00 Garnagaul vekur mig
úr email-mókinu. Skottast út í
Melabúð að kaupa kjúkling.
Hitti loksins Trausta, kærastann
minn. Enda með að gera kal-
kúnafyllingu og fylla bring-
urnar, gera rjómasósu handa
okkur, hringi í systur mína til
að fá nýju uppskriftina hennar
að sætri kartöflumús með app-
elsínu/sítrónusafa í, hræðilega
ljúffeng.
22:00 Var búin að lofa Snæ-
dísi vinkonu minni að hitta
hana í einn drykk. Skellum
okkur á Ölstofuna. Smám sam-
an streyma inn dansarar, gam-
an að hitta svona marga óvænt.
1:07 Komin í vinnugírinn
aftur, mesti vinnufriðurinn er
eftir miðnætti. Er með fyrsta
semi-rennsli á verkinu mínu á
morgun sem þarf að undirbúa.
Klára að svara nokkrum email-
um. Góð stemning. Djass sem
Trausti er að spila í bland við
rokk.
2:14 Sé að það er komin
stormviðvörun fyrir nóttina.
Hljómar vel, það er svo notalegt
að sofna í brjáluðu veðri í vel
upphituðu húsi.
Dagur í lífi Sigríðar Soffíu Níelsdóttur dansara og danshöfundar
Sigríður Soffía Níelsdóttir dansari vílar ekki fyrir sér að standa á höndum
mótdansara sinna og kenna þeim trix sem hún lærði í sirkusskóla.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hoppað um með
sokk á hausnum