SunnudagsMogginn - 13.02.2011, Blaðsíða 32

SunnudagsMogginn - 13.02.2011, Blaðsíða 32
32 13. febrúar 2011 T æknibreytingar í veröldinni fóru hægt öldum saman, þótt verkþekking hafi mjakast. Á Íslandi stóð flest í stað öldum saman þótt listaskáldum þætti það bágt. Enda voru Íslendingar á annarra forræði. Lækna- vísindi á borð við þau sem við þekkjum eru ung og fram eftir síðustu öld gátu læknar aðeins gert brot af því sem nú er. Þeir voru prýðilega lærðir, en tækjabúnaður og lyf náðu skammt. Ekki síst hefur verið erfitt að vera einir eða fámennir í stórum héröðum, samgöngulega í auðn miðað við það sem nú er og með ekkert við höndina til hjálpar nema það fábrotna dót og glös sem komst í lækna- töskuna þeirra. Baráttan við holdsveikina og svo berklana vannst en framan af var hún frumstæð og horfur sjúklinga um heilsu dapurlegar. Pens- ilínið er líka ungt og flest lyf enn yngri. Botn- langaskurðir eða gallblöðru voru mikið mál langt fram eftir síðustu öld. Margt gat farið úrskeiðis og legur miklar þótt sæmilega tækist til. Aðferðir sem beitt var við geðlækningar voru frumstæðar og enn vantar mikið upp á þekkingu á slíkum sjúk- dómum, eðli þeirra og orsökum eins og svo mörg- um öðrum þótt framfarir séu miklar. Dýr tæki og fullkomnari blóðrannsóknir hafa komið til sem gera mönnum kleift að finna margvíslegar mein- semdir fyrr en áður var sem getur ráðið úrslitum um batavon. Með öðrum orðum hafa mjög miklar framfarir á þessum sviðum verið bundnar við til- tölulega skamman tíma í mannkynssögunni. Framfarastökkin stór en mikið ólært Samt er svo margt enn þá ólært og getan tak- mörkuð. Þess utan er það aðeins brot af mann- kyninu sem nýtur þess besta sem slíkar framfarir hafa skilað. Íslendingar eru að þessu leyti í hópi útvalinna. Þau dæmi sem tekin voru af þróun í læknavísindum gilda einnig um mörg önnur svið. Tæknin hefur ekki síst verið hröð á sviði sam- skiptanna upp á síðkastið. Þeir sem fást við blaða- gerð skynja það mjög. Nú þurfa menn ekki lengur að hafa aðgang að blaði til að koma sjálfum sér á framfæri opinberlega. Hver sem er getur opnað heimasíðu eða farið enn auðveldari leið og skrifað inn á síður annarra. Ritstjórn er nánast engin og „ritskoðun“, í góðri merkingu orðsins, varla merkjanleg. Margt sem aldrei yrði leyft í prent- uðum texta a.m.k. enn sem komið er, nema í sorpblöðum, fer nú hindrunarlaust í gegn á vefn- um. Þessi lausung hefur marga og augljósa kosti. Hundruð manna skrifa reglubundið og þúsundir öðru hvoru og eru sínir eigin ritstjórar og lúta hvorki boðum né bönnum. Margvíslegum upplýs- ingum og sjónarmiðum er með þessum hætti komið á framfæri, sem ella hefðu sennilega aldrei sést. Vissulega mætti margt af slíku missa sín. En þar sem kostnaðurinn virðist enginn af því að birta efni á netheimum, sem sýnist án endimarka eins og alheimurinn, er allt látið vaða. Og þar með er allur sorinn. Betri vefsíður reyna þó að setja einhver mörk. En sú ritgætni er nánast ætíð eftir á, öfugt við það sem hægt er að gera við blaða- útgáfu, og mikill skaði getur verið orðinn þegar næst að grípa inn í. Reynt er að loka á verstu þrjótana, en þeir dúkka þá upp annars staðar, eins og fallítt fyrirtæki með nýja kennitölu, þar sem minni kröfur eru gerðar. Böggull fylgir skammrifi Svo undarlega sem það hljómar þá er eins og hverri framför þurfi að fylgja misnotkun af ein- hverju tagi. Fyrst koma þeir sem spyrja ljómandi af fögnuði: Hvernig er best að nýta þessa nýjung og nota, en skömmu síðar koma hinir, læðupokast og spyrja sjálfa sig: Hvernig get ég misnotað þetta? Tölvupóstur er á meðal þæginda nútímans og gefur nýjar víddir til samskipta. En líka þá sjá læðupokarar sér leik á borði og hrúga inn á slíkt yfirþyrmandi rusli eða eru að senda endalausan óumbeðinn póst sem er eingöngu til tafa og leið- inda. En svo leiðinlegir gestir sem slíkir eru koma verri í kjölfarið. Þrjótarnir og fantarnir, myrkra- verkamennirnir sem brjótast inn í tölvupóst eins og önnur persónuleg og varin eignarréttindi og rjúfa grið og friðhelgi. Stundum af skemmdarfýsn einni en stundum í enn glæpsamlegri tilgangi. Slíkir reyna að gera tölvuþýfi sitt að versl- unarvöru. Flestir fjölmiðlar hafa sjálfsagt fengið tilboð um að kaupa slíkt til birtingar. Betri fjöl- miðlar þó væntanlega sjaldnar en aðrir, því það spyrst út að þeir séu ekki ginnkeyptir fyrir slíku. Og einn fjölmiðill, sem hafnað hefur að standa í slíkum kaupskap, sér síðan falboðin gögn sem honum þykja kunnugleg birtast hjá öðrum fjöl- miðli, þá hugsar hann sitt. Hann getur ekki endi- lega fullyrt og því síður sannað að sá hafi keypt, en getur þó ekki annað en hugsað sitt. Brotist inn í síma Í Bretlandi var nýverið upplýst að dagblöð þar í landi hefðu látið brjótast inn í síma stjórnmála- manna og þar komist yfir símlesin skilaboð. Sagt var í fréttum að slík innbrot í síma væru á færi hvers sæmilega tæknivædds unglings. En þó fengu blöðin „sérfræðinga“ utan úr bæ til að fram- kvæma verkin. Og af hverju gerðu þau þetta ekki sjálf, fyrst það var ekki flóknara en svo? Þeim þótti þrátt fyrir freistinguna skítalykt af gjörðinni, hún væri örugglega siðlaus og líkast til löglaus, svo fjarlægð var nauðsynleg. Til þess að blaðið sem í hlut átti gæti notað þær upplýsingar sem það Reykjavíkurbréf 11.02.11 Glansandi gull og grátt silfur

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.