SunnudagsMogginn - 13.02.2011, Side 31
13. febrúar 2011 31
S
krítluhöfundur, teiknari, rithöfundur, þáttagerðarmaður,
leikskáld, uppistandari og sitthvað fleira. Allt þetta og
meira til er hægt að segja um Þórarin Hugleik Dagsson.
Hann er fæddur 5. október 1977, eldri sonur þeirra Ingi-
bjargar Hjartardóttur rithöfundar og Dags Þorleifssonar blaðamanns
og rithöfundar. Yngri bróðir Hugleiks er Þormóður, tónlistarmaður
með meiru.
Þeir bræður ólust að mestu upp í Vesturbænum og að hluta til í
Svíþjóð auk þess sem þeir hafa alltaf verið með annan fótinn í Svarf-
aðardalnum. Skólaganga Hugleiks hófst í Vesturbæjarskóla en
menntaskólaárunum varði hann í Kvennaskólanum þaðan sem
hann fór í Listaháskóla Íslands.
Hugleikur hefur vakið ómælda athygli fyrir beinskeyttan húmor í
myndasögubókum sínum sem og öðrum skrítlum sem eftir hann
liggja. Þá hefur hann ritað leikrit og söngleik, gert vídeóverk og
komið að þáttagerð í útvarpi svo eitthvað sé nefnt.
Þess má geta að Leikfélagið Hugleikur heitir eftir Hugleiki Dags-
syni, en leikfélagið var stofnað af móður hans og fleirum árið 1984.
ben@mbl.is
Þorri bróðir, Hjörtur frændi og ég, sennilega um sex ára aldur.
Strax þá vissi ég að lífið er ömurlegur brandari.
Ég og Þormóður ásamt afa okkar Hirti á Tjörn.
Ég og skyldmennin. Ég kanínueyra mömmu en karma er fljót-
virkt í ættinni, því Stefán Hallur kanínueyrar mig um leið.
Ég að pranga draslinu mínu á danska tvíæringnum Komiks.dk. þar
sem helstu myndasögunördar Evrópu koma saman. Hvar er Hullinn?
Kolbeinn Hugi, Davíð Örn og Hugleikur Dags-
son. Einnig þekktir sem the axis of evil.
Hin undurfagra Hera, kærasta mín þáverandi, stendur
mér við hlið í garðpartíi hjá borgarstjóranum í New York.
Lífið er ömur-
legur brandari
Myndlistarmaðurinn og rithöfund-
urinn Hugleikur Dagsson opnar
myndaalbúmið að þessu sinni.
Ég og nýja Klingona-fjölskyldan mín bregðum á leik á San Diego Comic Con.
Egill Örn, útgefandinn minn, púllar keisarann í Star Wars á mig. Hann er eitthvað
óánægður yfir nýju Kisabókinni. Þetta er ekki photosjoppað. Þetta gerðist.
Þessa mynd tók Reynir Lyngdal. Þarna er
ég á leiklistarhátíð í Wiesbaden, Þýska-
landi. Hvergi hef ég borðað jafn góðan bar-
mat. Verð að skrifa annað hit-leikrit til að fá
tækifæri til að bragða hann aftur.
Hér sitjum við Kristinn Gunnar Blöndal og
æfum okkur í að vera bestir í heiminum.
Þetta gerði ég einhverntíma fyrir Moggann.
Regnbogi vessanna inniheldur piss, kúk, blóð
og sæði. Ástæðan að hann sést ekki í spegl-
inum er augljós. Þetta er vampíru-regnbogi.
Ég og Hjörtur Einarsson frændi að sprella.
Ég og Þormóður bróðir minn berum bækur á bílastæði. Ég er
með bókina Litla vampíran flytur. Það er kalt.
Myndaalbúmið