SunnudagsMogginn - 22.05.2011, Blaðsíða 8
8 22. maí 2011
Úrkoma mældist um 100 milli-
metrar á Norðfirði síðasta sólar-
hring og hefur líklega aldrei verið
meiri á þessum árstíma. Hvítt
verður og kalt á norður og austur-
hluta landsins alla helgina.
Einar Sveinbjörnsson segir að
snjókomubakkar komi inn á land-
ið úr austri í dag.
Eins og fram kemur ofar á síð-
unni hefur meðalhiti aukist á Ís-
landi á síðustu árum, en vorin eru
samt sem áður oft skrykkjótt.
„Það hefur frekar teygst úr
sumrinu í hinn endann og veturnir
eru orðnir mildari. Enda er sjór oft
mjög kaldur í maí og júní og stutt í
hafís norðan við land, þó hann sé
reyndar langt undan núna. En þó
svo sólin sé farin að skína tölu-
vert er umhverfið oft kalt. Það
skýrir breytileikann í veðrinu; einn
daginn getur verið sunnanátt og
15 stiga hiti, þann næsta norðan-
átt með kulda. Í júní jafnast veðr-
ið og hlýnar yfirleitt fyrir norðan,“
segir Einar, eins og til að hug-
hreysta Norðlendinga.
Hitamælirinn á Ráðhústorgi á
Akureyri, sem sumir kalla lyga-
mælinn, sést gjarnan í fréttum
þegar gott er veður á sumrin. Ein-
ar segist muna eftir myndum úr
dagblaðinu Degi-Tímanum frá því í
lok maí fyrir nokkrum árum, sem
teknar voru með dags millibili. Á
fyrri myndinni, sem tekin var 30.
maí, sýndi mælirinn 20 stiga hita,
en skv. þeirri seinni var hitinn ein
gráða. Skjótt skipast veður...
Skjótt skipast veður í lofti
Eitt þarf að hafa hugfast fyrir
göngu á Íslandi: að klæða sig vel.
Morgunblaðið/Ernir
Þ
eim íbúum Norður-
og Austurlands, sem
héldu að hægt væri að
miða árstíðir við
dagatalið, brá í brún í gær-
morgun þegar fór að kyngja
niður snjó. Þeir sem eldri eru
en tvævetur létu sér hins vegar
hvergi bregða, enda ýmsu van-
ir.
Frá og með 15. apríl var
bannað að aka um Ísland á
nagladekkjum (nema annað
væri ekki þorandi) og sumarið
kom síðan formlega til landsins
21. apríl en vorin eru oft
skrykkjótt. Elstu menn muna
því verri tíð en nú er, meira að
segja miklu verri.
Einar Sveinbjörnsson veður-
fræðingur segir að þrátt fyrir
kuldann nú sé ekki útilokað að
hiti verði yfir meðallagi í maí
bæði fyrir norðan og austan.
Það fari eftir því hve mikið
hretið dregst á langinn.
„Það var óvenjulega hlýtt
framan af mánuðinum, sér-
staklega fyrir norðan – langt
yfir meðallagi – þannig að ef
hretið verður ekki í marga
daga er ekki loku fyrir það
skotið að hiti verði yfir með-
allagi. Hann gæti meira að
segja orðið vel yfir meðallagi ef
það hlýnar síðustu daga mán-
aðarins,“ sagði Einar í gær. „Ef
teygist á kuldanum er hins
vegar vafamál hvorum megin
hryggjar mánuðurinn lendir;
hvort hann telst kaldur eða
hlýr.“
Meðalhiti í maí er 6,3 gráður
í Reykjavík en 5,5 á Akureyri.
Síðustu ár hefur veður verið
mjög gott í maí en árin 2006
og 2007 var kalt. Fyrra árið
gerði mikinn hvell seint í maí
eftir mjög gott vor og þá var
sums staðar hátt í 30 cm jafn-
fallinn snjór í Eyjafirði.
Einar segir því alls ekki hægt
að tala um að veðrið nú sé
óvenjulegt. „Kuldinn virðist
reyndar ætla að vara lengur nú
en oftast í svona hreti og frost-
ið verður líklega meira.“
Hann gerði ráð fyrir eins til
þriggja stiga frosti um allt
norðanvert landið í dag og á
morgun. „Það verður frost al-
veg ofan í fjörugrjót á Vest-
fjörðum, og austur með norð-
urströndinni en aðeins mildara
austast á landinu.“
Hann segir vel þekkt að í
maí sé hár loftþrýstingur og
norðanátt. Hún sé þurr, gjarn-
an frysti um nætur en hlýrra
sé yfir daginn. Mývetningar
þekki slíkt veðurfar vel, það sé
einnig algengt í Öxarfirði og
Þistilfirði. „Á köldu árunum,
frá 1970 til 1990, skóf oft niður
undir tún í maí eftir að snjóa
hafði tekið upp og þótti engin
tíðindi þótt frysti.“
Einar segir að frá því um
miðjan tíunda áratuginn hafi
hlýnað í veðri á landinu al-
mennt, en það hafi þó aðallega
komið fram á öðrum árstíma
en að vorlagi.
„Það má því segja að
skrykkjótt vorkoma sé ein-
kenni íslenska veðurfarsins.“
Hross við austanverðan Eyjafjörð híma í norðaustan áhlaupi sem gerði í
lok maí 2006. Þá var 25-30 cm jafnfallinn snjór víða á Norðurlandi.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Skrykkjótt vor
eru einkennandi
Hiti hefur hækkað en kemur
frekar fram á öðrum árstímum
Vikuspegill
Skapti Hallgrímsson
skapti@mbl.is