SunnudagsMogginn - 22.05.2011, Page 10
10 22. maí 2011
7.00 Ég skríð með hálfopin
augun á fætur og vek eldri stjúp-
soninn Víking en hann á að vera
mættur í skólann klukkan átta.
Þetta er reyndar frekar óvenjulegt
því hann vekur mig nú yfirleitt
klukkan sex. Víkingur er A-
maður. Ég er B-maður. Rannveig
konan mín vakti í nótt til að sjá
um Elías Hrafn þannig að ég tek
vaktina fyrri part dags. Á meðan
Víkingur borðar smyr ég fyrir
hann nesti og tek til íþróttadótið.
Síðan spjöllum við aðeins og ég
kemst að því að hann er eitthvað
slappur. Líst ekki alveg á hann og
þó að hann sé ekki með hita skrifa
ég miða fyrir íþróttakennarann.
Ég sendi Víking síðan af stað í
skólann.
8.00 Ég stelst til að kíkja aðeins
á vinnupóstinn minn þó að ég sé í
fæðingarorlofi og kemst að því að
blaðamaður Morgunblaðsins hafði
haft samband og beðið mig að
skila skýrslu um dag í lífi mínu.
Skemmtilegt. Ég svara póstinum
ásamt nokkrum öðrum og hleð
um leið niður nótum sem Daníel
Þorsteinsson sendi mér fyrir tón-
leika í Hofi á sunnudaginn.
8.30 Róbert kemur fram. Ró-
bert er yngri stjúpsonur minn. Ég
gef honum að borða og spjalla að-
eins við hann. Svo hjálpa ég hon-
um að klæða sig og skutla honum í
leikskólann. Róbert vill fá að vera
með húfuna inni á leikskólanum
af því honum finnst nýja klipp-
ingin ljót. Ég reyni að sannfæra
hann um að hann líti vel út og
sendi hann inn án höfuðfats. Ég
held þó að hann hafi ekki trúað
mér.
9.10 Á leiðinni heim kem ég
við í kjörbúð, kaupi egg og mjólk
og þegar ég er kominn heim skelli
ég í eitt brauð. Það tekur brauðið
klukkutíma að hefast og ég hendi í
þvottavél, hringi í Eyþór organista
til að staðfesta æfingatíma fyrir
sunnudaginn og kíki á nóturnar
sem Daníel sendi mér.
10.00 Rannveig og frumburð-
urinn Elías Hrafn koma fram.
Hann er með smákvef og ég fæ
pínulítið hysteríukast. Við kom-
umst þó að því að hann er ekki
með hita og allt annað í lagi að
virðist. Það getur borgað sig að
búa með hjúkrunarfræðingi af
barnadeild FSA.
10.30 Skelli brauðinu í ofninn,
bý mér til tvöfaldan espresso og
les Moggann. Bin Laden dauður?
Kannski. Ég dreg það samt í efa.
Yfir öðrum fréttum bölva ég óskil-
greindum útrásarvíkingum. Von-
andi verður allt í lagi með skólana.
10.45 Tek úr þurrkaranum og
brýt þvottinn saman. Mér finnst
þetta bölvað rugl að brjóta svona
mikið saman. Hún er rúllari. Ég er
krumpari. En Rannveig vill hafa
þetta svona og eftir að hafa horft
upp á hana fæða Elías Hrafn
kvarta ég ekki yfir svona löguðu.
Ég brýt bara saman hljóðalaust.
Kudos mæður!
11.00 Tek mér smátíma í að
vera aðeins með Elías Hrafn.
Hann er dálítið óvær þannig að ég
pakka honum inn í sæng og hossa
mér með hann á rúmgaflinum.
Það róar hann og eftir smástund
sofnar hann. Ég horfi á hann.
11.30 Fer út á snúru og viðra
sængurnar, tek rúmfötin inn og
brýt saman. Hef til hljóðfæri fyrir
æfinguna í dag og hlusta á lögin
fyrir tónleikana á sunnudaginn..
Ég bý til nokkra mp3 úr síðasta
Gestir út um allt-þætti og skelli á
Facebook-síðu Hljómsveitar
Hjörleifs A. Jónssonar. Mynd-
irnar hans Þórgnýs af þættinum
koma sér vel.
12.00 Rannveig gerir kaffi og
við borðum brauðið sem ég bak-
aði. Elías Hrafn sefur og við töl-
um um hvert við ætlum í sum-
arfríinu. Rannveig les það sem ég
er búinn að skrifa og fær sam-
viskubit yfir því að vera ekki búin
að gera meira í morgun. Ég segi
henni að slaka á. Hún var vakandi
í alla nótt. Elías Hrafn vaknar, er
hundfúll og Rannveig fer inn.
12.30 Jón Gunnar Þórðarson
hringir og við förum yfir mögu-
legt samstarf við Silfurtúnglið á
næsta ári. Að því loknu geng ég
frá og lakka lokaumferð á tvo af
sex borðstofustólum sem ég
keypti á slikk af Frúnni í Ham-
borg. Þeir voru framleiddir á Ak-
ureyri fyrir um 40 árum og ég er
búinn að eyða nokkrum vikum í
að koma þeim í stand. Það hefði
sennilega kostað minni fyrirhöfn
að fara í Rúmfatalagerinn en ég
hef alltaf haft gaman af gömlum
hlutum. Ég skora líka með þessu
nokkra smákökupunkta hjá kon-
unni, punkta sem ég þarf örugg-
lega að taka út þegar allt fer af
stað aftur eftir orlofið.
13.00 Næ í Róbert úr leik-
skólanum og við förum saman í
Bónus. Hann keyrir inn-
kaupavagninn um eins og Form-
úlu 1-ökumaður og pirruð móðir
gefur mér illt auga. Síðan förum
við í æfingahúsnæðið sem ég deili
með nokkrum nemendum Tón-
listarskólans og á meðan ég
pakka saman hljóðfærum fyrir
kvöldið spilar Robbi á settið. Við
keyrum heim með fullan bíl af
hljóðfærum.
14.30 Komum heim og ég tek
eftir rispu á bílnum okkar. Það
lítur út fyrir að eitthvert fífl hafi
farið með lykil á hann. Eða
kannski rak sig einhver í hann …
Leyfum þeim að njóta vafans. Ég
set í tvær vélar og brýt saman
haug af þvotti sem safnast hefur
saman á meðan Rannveig reddar
smáslysi sem varð við heimkom-
una. Kúkur, piss og hamingja.
15.00 Fer með Elías Hrafn í
bað. Það er án efa hápunktur
dagsins. Ég næ síðan að undirbúa
kvöldmatinn áður en klukkan
verður …
16.00 Ég er kominn á tveggja
tíma æfingu fyrir barnasöngleik á
Kirkjulistaviku í Akureyr-
arkirkju. Æfingin gengur vel,
krakkarnir frábærir og gaman að
því hversu gott starf þau eru að
vinna í kirkjunni. Æfingin klárast
hálfsex þannig að ég næ að fara í
sjoppu og fá mér samloku.
18.00 Kóræfing hefst. Ég tók
að mér lítinn karlakór síðastlið-
inn vetur og þykir gaman að
vinna með þeim. Þetta er pro
bono-gigg en gefur mér mikið.
Við ætlum að syngja á Húsavík á
laugardaginn.
19.00 Fer á vinnufund og að
fundi loknum fáum við okkur
bita. Lambalundir seint á mið-
vikudagskvöldi bæta kannski
ekki á samúðaróléttuna en að svo
stöddu stendur mér á sama.
23.00 Ég skríð heim og kyssi
Rannveigu. Strákarnir sofnaðir.
Ég rétt næ fréttayfirlitinu á
plúsnum, fer út á snúru og næ í
þvottinn sem Rannveig hengdi út
í dag, helli í eitt rauðvínsglas og
horfi á tvo þætti af Curb Your
Enthusiasm. Larry David er snill-
ingur. Ég dett út af sæll og glaður
eitthvern tíma á milli tólf og
eitt … Þarf á fætur klukkan sjö.
Dagur í lífi Hjörleifs A. Jónssonar skólastjóra í fæðingarorlofi
Hjörleifur Örn Jónsson með hinn nýfædda Elías Hrafn í fanginu. Með á
myndinni eru fóstursynir Hjörleifs, Víkingur, vinstra megin, og Róbert.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Brýt þvottinn
saman hljóðalaust
É
g var að koma heim úr Spánarflugi, nánar tiltekið, frá
Alicante, í fyrrinótt, sem þykir nú ekki sérstaklega í frá-
sögur færandi á þeim tímum sem við nú lifum, þegar við
Íslendingar erum að alltaf flengjast út um víðan völl,
daginn út og daginn inn.
Ég átti heimflug með Iceland Express-flugfélaginu, á sama hátt
og ég flaug út með því fyrir tveimur vikum, til þess að hitta ætt-
menni og vini. Það sem sló mig á heimleiðinni í fyrrakvöld (aðfara-
nótt föstudags) var með hvaða hætti Iceland Express-flugfélagið
ákvað að meðhöndla viðskiptavini sína og þess vegna vildi ég deila
þessari litlu reynslu með ykkur, lesendur góðir. Það vildi ég ekki
síst gera vegna þess að svo margir ferðafélaga minna vöktu athygli
mína á því að margt mætti bet-
ur fara í þjónustu þessa svo-
nefnda lággjaldaflugfélags.
Við sáum fljótt á skiltum í
þessari glæsilegu flughöfn í
Alicante (sem nota bene er
stórglæsileg), að Iceland Ex-
press-flugfélagið tilkynnti um
hálfrar klukkustundar seinkun
sem er nú ekkert stórmál þegar
íslensk flugfélög eiga í hlut, eða
hvað?
En svo kom bara á daginn að
þeir voru næstum því á tíma.
Munaði bara örfáum mínútum.
Það sem ærði mig hins vegar
og særði var þegar, við, farþeg-
arnir, þar sem hlutfallið var
eitthvað vel yfir 90% Íslend-
ingar, vorum komnir út í vél og
íslenska flugfreyjan byrjaði að
messa yfir okkur um örygg-
isvarnir, í sérdeilis lélegu hátal-
arkerfi flugvélarinnar á ein-
staklega klénni ensku. Hún
greindi okkur frá því, á ís-
lensku, að vísu, að því yrði þannig háttað að þessu sinni að kynn-
ingin um öryggisvarnir færi einvörðungu fram á ensku. En ef ein-
hverjir hefðu spurningar yrði þeim svarað.
Þetta fannst mér vera ótrúleg lítilsvirðing við megnið af farþeg-
um, ekki síst þegar horft er til þess að stór hluti farþeganna á
heimleið var eldri borgarar og kannski ekki með svo mikinn skiln-
ing á enskri tungu.
Ég óskaði skýringa frá flugfreyju sem átti leið hjá sætaröð minni
og hún sagði að yfirflugfreyjan myndi skýra málið þegar við vær-
um komin í loftið.
Þá tók nú ekki betra við því yfirflugfreyjan sjálf kom og sótti
mig, eftir að hafa verið á ráðstefnu í flugstjórnarklefanum, í grun-
samlega langa tíð og hún vildi ræða þessi mál við mig frammi í
flugvél – þýðist – þar sem aðrir flugfarþegar gætu ekki hlýtt á
hennar mál og mitt.
Maður hefur nú látið önnur slík smámál yfir sig ganga og því var
það ekkert mál fyrir mig að elta yfirstýruna í það sæti sem hún
vildi koma mér í.
Hófst svo messa hennar sem var á þennan veg: „Við komum
fljúgandi út núna áðan frá Íslandi og allir farþegar fengu örygg-
isvarnakynninguna á íslensku.“
Ég svaraði fullum hálsi: „Það voru aðrir farþegar en þið eruð að
flytja heim núna. Hvers konar fyrirlitning er fólgin í því af hálfu
ykkar í garð meira en 90% farþega að þið skulið ekki flytja örygg-
isvarnatöluna á íslensku? Er þetta ekki hreinræktaður dónaskap-
ur?“
Hún svaraði að svo væri ekki vegna þess að enska væri alþjóðlegt
tungumál í flugbransanum og því væri þeim skylt að flytja örygg-
isvarnaupplýsingar á ensku ef enskumælandi farþegar væru um
borð.
Jafnframt upplýsti unga konan góða (að hámarki 28 ára gömul)
mig um það að þetta hefði verið hennar persónulega ákvörðun því
ef hún hefði látið flytja öryggisvarnartöluna einnig á íslensku hefði
slíkt kostað 10 mínútna töf. Allir hlytu að sjá hvers konar tjón fæl-
ist í slíku!!! Er ekki hér með komin skýringin á því að við, 90% far-
þeganna frá Alicante, áttum enga heimtingu á því að fá öryggis-
útskýringar á íslensku? Snérist þetta ekki bara um krónur og aura
eins og fyrri daginn? Hvað segið þið, Pálmi Haraldsson og Matthías
Imsland, um það?
Þetta ærði
mig og særði
Agnes segir
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Pálmi HaraldssonMatthías Imsland
’
Er ekki hér með
komin skýr-
ingin á því að
við, 90% farþeganna
frá Alicante, áttum
enga heimtingu á ör-
yggisútskýringum á
íslensku? Hvað segið
þið, Pálmi og Matt-
hías, um það?