SunnudagsMogginn - 22.05.2011, Side 26

SunnudagsMogginn - 22.05.2011, Side 26
26 22. maí 2011 V orhret herjar á norðan- og austanvert landið um þessa helgi. Mannfólkið get- ur látið sér fátt um finnast ef aðeins hagur þess er í húfi. Hlý hús og góður aðbúnaður standa slíkt auðveldlega af sér. En þó fylgja þessu hreti áhyggjur. Og þær beinast að gróðri, sem hafði að nokkru opnað faðm sinn á móti vori og sumri sem virtust vera að renna í hlað. En einkum er þó samúð okkar með fugl- unum, heimafuglunum auðvitað, en ekki síst trú- föstum farfuglunum sem flykkjast til okkar hing- að norður eftir um langan veg. Sumir þeirra hafa lagt hálfan hnöttinn undir fínlega vængi þegar þeir taka loks land á fæðingarstaðnum sínum. Fuglafræðingur sagði aðspurður stóru fuglana hugsanlega getað varið sín hreiður fyrir veðrinu, ef það stæði ekki lengi. En hvað um hina smærri, var spurt. Ef þeirra hreiður fennir í kaf ráða þeir ekki við það, svaraði hann. En svo bætti hann við: En þetta er svo snemma að margir þeirra reyna aftur. Það er einmitt. Það er reynt aftur þótt áfall- ið hafi verið mikið. Boðskapur beykisins Jón Magnússon beykir og skáld minnti á að „Stundum verða vorin, vonum manna hörð,“ í kvæðinu um hann Bjössa litla á Bergi. Og stundum eiga þeir sem misstu vonir sínar undir farg í vorhretinu ekki annað svar en að reyna aft- ur rétt eins og smáfuglarnir. Það varð meira en hret haustið 2008, það skall á hrollviðri, ofsaveður af mannavöldum. Það varð reyndar alheimsfárviðri, en við hugsum auðvitað mest til þess anga sem á okkur dundi. Enda vor- um við verr undir það búin en margur af ýmsum ástæðum. En meðal annarra ástæðna og ekki sú veigminnsta var að íslenska þjóðin var illa svikin. Það hefur smám saman verið að koma í ljós. Þær byggingar sem áttu að geta staðið af sér storminn eða að minnsta kosti ekki að hrynja yfir þá sem inni voru brustu eins og sprek við storminn. Ekki vegna þess að óvæntur fúi hafi komið í ljós sem öllum mönnum hafði dulist. Heldur vegna þess að stærstur hluti burðarvirkisins hafði verið ét- inn að innan af þeim sem hafði verið trúað fyrir því. Það brugðust ekki krosstré sem önnur tré í þeim byggingum. Það var búið að nema burt öll krosstrén og setja timburlíki í staðinn svo engan mætti gruna neitt. Burðarviðurinn hafði svo ver- ið seldur og auðurinn sem út úr því braski kom settur í vöxt í kjörlendi hans, skattaskjólum og þekktum peningafylgsnum. Illa hefur gengið að rekja þá slóð og hún verður síst auðrekjanlegri eftir því sem tíminn máir hana. Og þjófarnir, sem aðeins einstaka maður hafði grunað um nokkuð ljótt, reyna að hafa hægt um sig um skeið en þó glittir hér og hvar í þá. Svo ætla þeir sér að slá um sig á nýjan leik, þegar flest er afskrifað eða fyrnt og hvorki spurningum né sökum þarf leng- ur að svara. Kjósendur fengu það sem þeir vildu - þá Það voru sárir kjósendur og svekktir, bitrir og blekktir, sem gengu að kjörborði vorið 2009. Ekki var það að undra að Sjálfstæðisflokkurinn gyldi afhroð í þeim kosningum. Ekki var þess vegna hægt að vera með aðfinnslur við kjós- endur, öðru nær. En Samfylkingin, helsta skjól útrásarmanna, afsakandi þeirra og útrásarsleikja frá sínum fyrsta degi pólitískrar tilveru komst skaðlaus frá kosningunum. Kannski ætti að hlaða þann flokk lofi fyrir þá niðurstöðu. Það hlýtur að hafa verið töluvert pólitískt afrek miðað við ábyrgð flokksins og nýliðna fortíð. En þegar bet- ur er að gáð þá var flokkurinn borinn á höndum allra fjölmiðla landsins. Útrásarfjölmiðlar Baugs stóðu fast með sínum flokki. Það var svo sem eðlilegt og ekkert nema sjálfsögð ræktarsemi. Ríkisútvarp þeirra Óðins og Páls brást Samfylk- ingunni ekki frekar en fyrri daginn og fór mikinn. Dagblaðið var enn í eigu Baugs og ekki orðið mál- gagn VG eins og nú er, svo um það þarf ekki að spyrja. En Morgunblaðið? Það var einnig með. Þá- verandi stjórnendur þess töldu að hugsanlega myndi Samfylkingunni takast að svindla þjóðinni inn í ESB í því umróti og tilfinningabáli sem hún var í. Þess vegna var Morgunblaðið líka með. Jafn- vel fyrrum þekktir sjálfstæðismenn stóðu í auglýs- ingum bak við bak með Samfylkingunni til að vísa þeim sem veikir væru fyrir ESB veginn í kjörklef- anum. Og svo öfugsnúið sem það hljómar varð nið- urstaðan sú að Samfylkingin kom út úr kosning- unum sem stærsti flokkur landsins og tveggja flokka vinstristjórn var mynduð í kjölfar minni- hlutastjórnar, sem Framsóknarflokkurinn hafði í reynsluleysi sínu komið á koppinn og treysti stöðu stjórnarflokkanna í kosningunum. Öfugþróun Vorið 2009 var auðvitað þýðingarmest að hlúa að vonum landsmanna. Þrýsta þjóðinni saman til afls og átaka. Þá væru öll skilyrði fyrir því að komast fljótt og örugglega út úr því mikla bankabakslagi sem orðið hafði í landinu. En flokkarnir, sem komnir voru saman í valdastóla, voru ákveðnir í því að breyta því bankabakslagi sem varð í alls- herjar þjóðarhrun. Kjörorðin voru ekki slæm. Öðru nær. Skjaldborg um heimilin. Norræn velferðar- stjórn og þar fram eftir götunum. En hin raunveru- legu kjörorð voru: „Tortryggni, öfund og sundr- ungarandi,“ svo vitnað sé í aldargamla vígsluræðu við brúargerð. „Tortryggni, öfund og sundrung- arandi ultu fram í stríðum straumum“ eins og til var stofnað. Tryggja skyldi í þeim anda að þjóðin rataði í meiri ógöngur en þurfti, eingöngu í sjálf- hverfum pólitískum tilgangi og hefndarhug, sem einkenndi fyrstu skref vinstristjórnarinnar og hef- ur verið leiðarvísir hennar alla tíð síðan. Þeir „vor- boðar“ sem mættu til leiks 2009 urðu vonum Reykjavíkurbréf 20.05.11 Ó, litla þjóð

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.