SunnudagsMogginn - 22.05.2011, Qupperneq 28
28 22. maí 2011
Í
tveimur fyrri greinum mínum um
Ísland framtíðarinnar vék ég að
mikilvægi hins beina lýðræðis,
opinnar og gagnsærrar stjórnsýslu
og hóflegs efnamunar í fámenninu hér.
Lagði jafnframt áherzlu á þýðingu lítilla og
meðalstórra fyrirtækja og að komið yrði í
veg fyrir að stærri fyrirtæki næðu einok-
unarstöðu. Ennfremur að við sýndum
hógværð í sjálfsmati og loks að innheimta
bæri gjald fyrir nýtingu á öllum auðlindum
í þjóðareign – ekki bara af fiskveiðum.
Enn einn grundvallarþáttur, sem huga
verður að er umhverfis- og náttúruvernd
en um þann málaflokk hafa staðið miklar
og á stundum harðar deilur á undan-
förnum áratugum enda tengist hann beint
því hvernig við nýtum landsins gæði til
þess að efla afkomu okkar sem þjóðar.
Á hálfri öld hafa orðið ótrúlegar breyt-
ingar á viðhorfi manna til þess hvernig við
nýtum náttúru landsins. Í upphafi Við-
reisnaráratugarins má segja að þrír menn
öðrum fremur hafi boðað nýtingu fall-
vatnanna til þess að skjóta fleiri stoðum
undir íslenzkt atvinnulíf. Þetta voru dr.
Jóhannes Nordal, sem átti mestan þátt í
því allra manna að byggja Landsvirkjun
upp sem stórveldi á okkar mælikvarða,
Eyjólfur Konráð Jónsson, þá ritstjóri
Morgunblaðsins, sem var fyrst og fremst
maður mikilla hugsjóna og Jóhann
Hafstein, sem þá var iðnaðarráðherra. Allir
þrír voru í þessari viðleitni innblásnir af
Einari Benediktssyni, skáldskap hans og
framtíðarsýn. Þeir litu á stóriðju tengda
stórvirkjunum, sem stórkostlega hugsjón.
Á sama tíma var Birgir Kjaran að leggja
fyrstu drög að pólitískri stefnumörkun um
náttúruvernd.
Áratugum seinna var viðhorf margra
orðið þveröfugt. Í stað þess að líta svo á að
verið væri að hrinda í framkvæmd stór-
brotnum hugsjónum Einars Benedikts-
sonar um framtíð þjóðarinnar væri í raun
verið að vinna skemmdarverk á landinu og
náttúru þess. Kannski má finna upphafið
að þessu breytta viðhorfi í baráttu bænda í
Mývatnssveit gegn Laxárvirkjun (en Jó-
hann Hafstein hafði mikla samúð með
þeirri baráttu í hjarta sínu) og í grein eftir
Halldór Laxness hér í Morgunblaðinu, sem
nefndist: Hernaðurinn gegn landinu. Á
seinni árum hefur Andri Snær Magnason
rithöfundur öðrum fremur orðið helzti
boðberi þessara sjónarmiða, alla vega í
augum yngri kynslóða.
Í þessum efnum sem öðrum skiptir máli
að ná einhvers konar sátt í samfélaginu á
milli ólíkra sjónarmiða. Það á að vera hægt.
Allir þeir sem ferðast um Ísland og
óbyggðir þess hljóta að hrífast af landinu
og náttúru þess. Finnist manni skorta á
tilfinningu hjá ungu fólki fyrir sögu lands
okkar og þjóðar er bezta leiðin til þess að
bæta úr því að fara með það unga fólk upp
á miðhálendi Íslands og kynna fyrir því
hvíta jökla, svarta sanda, fagurblá fljót og
beljandi jökulár. Eða nyrzt á Strandir.
Hver vill eyðileggja þessa fegurð með
framkvæmdum?
Þess vegna er ég andvígur því að leggja
vegi um hálendið eins og hugmyndir voru
um fyrir nokkrum árum eða byggja þar
hótel eins og lagt var til. Þess vegna er ég
andvígur öllum framkvæmdum, hvaða
nafni sem nefnast í Þjórsárverum. Og and-
vígur því að nokkrar frekari framkvæmdir
verði yfirleitt á miðhálendi Íslands.
En á sömu forsendum skil ég heldur ekki
andstöðu við frekari virkjanir í neðri hluta
Þjórsár eða við frekari nýtingu þeirra
virkjana sem fyrir eru á Þjórsársvæðinu
þar sem þess er kostur.
Það er líka umhugsunarefni hvort aukin
áherzla á nýtingu jarðvarma geti orðið
þáttur í einhvers konar samfélagssáttmála
um náttúru- og umhverfisvernd.
Það er ekki sjálfsagt að virkja hvar sem
er eða byggja álver hvar sem er til þess að
bæta lífskjör þeirra, sem nú búa í landinu á
kostnað þeirra, sem á eftir okkar koma. En
það er heldur ekki ástæða til að hverfa með
öllu frá uppbyggingu iðjuvera í krafti raf-
orku, hvort sem er frá vatnsaflsvirkjunum
eða með jarðvarma þar sem það verður
gert án óbætanlegs skaða fyrir náttúru og
umhverfi.
Þess vegna er nýr samfélagssáttmáli um
náttúru- og umhverfisvernd mikilvægur
þáttur í því hvernig við byggjum Ísland
framtíðarinnar upp.
Hann á ekki bara að snúast um landið.
Hvernig nýtum við auðlindir hafsins? Við
erum komin vel á veg með verndun fiski-
stofna en deilum hart um hvalveiðar.
Hvalaskoðun er vaxandi atvinnugrein en
hluti þjóðarinnar heldur stíft við að hvali
beri að veiða. Að vísu eru sumir, sem halda
því fram að þær gáfuðu skepnur sjái við
okkur. Þær láti sig hverfa af þeim slóðum
sem hvalveiðibátarnir sæki á.
Sjálfur er ég andvígur hvalveiðum og
viðurkenni að það er af tilfinningalegum
ástæðum. Mér finnst ljótt að drepa hvali og
tel ekki að þær veiðar skipti máli fyrir
þjóðarbúið. En í þessum efnum er ekki
hægt bæði að halda og sleppa. Það verður
að taka ákvörðun. Sú ákvörðun að hefja
hvalveiðar á ný var röng að mínu mati.
Það hafa farið fram miklar umræður um
náttúruvernd og umhverfismál í langan
tíma. Þær hafa snúizt um átök á milli mis-
munandi sjónarmiða en minna um að leit-
að væri að málamiðlun, sem þorri þjóð-
arinnar geti sætt sig við. Það er kominn
tími til að leita slíkrar málamiðlunar.
En jafnframt er ástæða til að leita nýrra
leiða til þess að ósnortnar óbyggðir skili
okkur tekjum einmitt vegna þess að þær
eru ósnortnar. Vestfirðir eru ónumið land
að mestu í alþjóðlegri ferðamennsku. Nú
hefur á aðra milljón manna horft á
klukkutíma mynd um gönguferð breskrar
sjónvarpskonu, Júlíu Bradbury, á Eyja-
fjallajökul fyrir ári. Er ekki hugsanlegt að
slík mynd um gönguferð um Hornstrandir
mundi opna augu umheimsins fyrir þeim
ævintýraheimi?
Ísland framtíðarinnar III: samfélagssáttmáli um náttúruvernd
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@mbl.is
Þ
að voru áhyggjufullir foreldrar sem settu sig í
samband við lögregluna í Washington í Banda-
ríkjunum 6. maí 2001. Robert og Susan Levy,
sem búsett voru í Kaliforníu, höfðu ekki heyrt
frá 24 ára gamalli dóttur sinni, Chöndru, í fimm daga og
var hætt að standa á sama. Chandra hafði varið vetrinum
í höfuðborginni, þar sem hún vann sem lærlingur hjá
fangelsismálastofnun.
Lögregla heimsótti íbúð Levy en fann ekkert grun-
samlegt. Þá spurðist hún fyrir á spítölum en stúlkan
hafði ekki komið þangað. Faðir Levy trúði lögreglu fyrir
því að dóttir sín hefði átt í ástarsambandi við giftan full-
trúadeildarþingmann, Gary Condit, án þess að það
þyrfti endilega að tengjast hvarfi hennar.
Fjórum dögum síðar varð lögregla sér út um formlega
heimild til leitar í íbúð Levy. Fundust þar meðal annars
farsími hennar og greiðslukort, auk þess sem sett hafði
verið niður í tvær ferðatöskur að hluta. Levy stefndi
skónum aftur til Kaliforníu til að útskrifast úr námi í op-
inberri stjórnsýslu. Á símsvaranum voru skilaboð frá
áhyggjufullum ættingjum og Gary Condit.
Vegna mistaka lögreglumanns á vettvangi eyddust
síðustu netleitarfærslur Levy og tók það sérfræðing um
mánuð að finna þær aftur. Kom þá í ljós að síðasta leit
Levy, um hádegisbil 1. maí 2001, var að staðsetningu
byggingar, Klingle Mansion, í Rock Creek-garðinum í
Washington. Þar sem ekkert hafði enn spurst til ungu
konunnar hófst leit af fullum þunga í garðinum. Hún
skilaði ekki árangri.
Fjölmiðlar höfðu snemma veður af meintum tengslum
hinnar týndu stúlku við þingmanninn og hart var geng-
ið að Condit. Eftir japl, jaml og fuður viðurkenndi hann
að hafa þekkt Levy en harðneitaði að eiga þátt í hvarfi
hennar. Lögregla yfirheyrði Condit en sá ekki ástæðu til
að setja hann á lista yfir grunaða í málinu. Tæpu ári síðar
tapaði Condit þingsæti sínu í kosningum og eru stjórn-
málaskýrendur á einu máli um að Levy-málið hafi þar
riðið baggamuninn.
Í september 2001 barst lögreglu ábending frá fanga í
ríkisfangelsinu í Washington. Hún var þess efnis að
samfangi hans, hinn tvítugi Ingmar Guandique frá El
Salvador, hefði stært sig af því að hafa banað Levy gegn
greiðslu frá Gary Condit. Lögregla hafnaði fljótt aðild
Condits að málinu en fór nánar í saumana á Guandique.
Ekki tókst þó að sanna neitt á hann enda þótt Guandique
hefði gengist við því að hafa ráðist á tvær aðrar konur í
Rock Creek-garðinum um svipað leyti og Levy var myrt
og hlotið fangelsisdóm að launum.
Það var svo á þessum degi árið 2002 að vegfarandi
gekk fram á jarðneskar leifar Chöndru Levy á af-
skekktum stað í Rock Creek-garðinum. Var það niður-
staða lögreglu að henni hefði verið ráðinn bani. „Ég
hefði kosið að hafa úr meiru að moða. Óvíst er að við
komumst nokkurn tíma að því hvernig hún dó,“ sagði
réttarlæknirinn eftir að hafa rannsakað líkið. Fram kom
að Levy hafði verið bundin með vír á höndum og fótum.
Ekki tókst að tengja Guandique við morðstaðinn og
málið lenti um tíma í „cold case“-kassanum. Árið 2006
setti lögregla það aftur í forgang og ári síðar hrinti the
Washington Post af stað greinaflokki um málið. Þetta
varð meðal annars til þess að leitað var í klefa Guandi-
ques og fannst þá ljósmynd af Levy sem fanginn hafði
klippt út úr tímariti. Eftir að hafa yfirheyrt ýmsa aðila
sem tengdust Guandique, meðal annars samfanga sem
fullyrti að hann hefði trúað sér fyrir því að hann hefði
myrt Levy, taldi saksóknari sig hafa næg sönnunargögn
til að gefa út ákæru á hendur Guandique.
Hinn ákærði neitaði sök og saksóknara tókst ekki að
tengja hann við morðið með óyggjandi hætti. Eigi að
síður var Guandique í fyrra dæmdur í undirrétti í 60 ára
fangelsi fyrir morðið á Levy. Dómnum var áfrýjað.
orri@mbl.is
Chandra
Levy finnst
myrt
Chandra Levy var aðeins 24 ára þegar hún var myrt.
Reuters
’
Ég hefði kosið að hafa úr meiru
að moða. Óvíst er að við kom-
umst nokkurn tíma að því
hvernig hún dó.
Þingmaðurinn Gary Candit var hundeltur af fjölmiðlum.
AP
Á þessum degi
22. maí 2002