SunnudagsMogginn - 22.05.2011, Síða 29

SunnudagsMogginn - 22.05.2011, Síða 29
22. maí 2011 29 G óði dátinn Svejk er athygl- isverðasta áhugaleiksýning vetrarins hér á landi, að mati Þjóðleikhússins. Það var Freyvangsleikhúsið sem bauð upp á sög- una af þessum óborganlega hermanni, í leikstjórn Þórs Tulinius, og formaðurinn í Freyvangi segir það mikla hvatningu. Mikill heiður sé „að standa uppi með Ís- landsbikar áhugaleikfélaga“ eins og hann orðar það, í fjórða skipti. Leikhópurinn að norðan er því enn einu sinni á leið í Þjóðleikhúsið; Svejk verður þar á sviðinu um næstu helgi. Starf Freyvangsleikhússins hefur verið líflegt árum saman og stendur á gömlum merg. „Það er löng hefð fyrir leiklist í eyfirskum sveitum og á árum áður voru þrjár leikdeildir með starfsemi í jafn mörgum húsum; Sólgarði í Saurbæj- arhreppi, Freyvangi í Öngulsstaðahreppi og Laugarborg í Hrafnagilshreppi. Starfið var mjög öflugt frá því fyrir 1960 en síð- an lagðist öll starfsemi nánast af við komu sjónvarpsins, og svo var víða um land,“ segir Halldór Sigurgeirsson, for- maður Freyvangsleikhússins. Engin landamæri lengur Ungmennafélagið Árroðinn endurvakti síðan leikstarfsemi í Freyvangi og leik- húsáhugafólk hvaðanæva úr firðinum hefur átt þar afdrep síðan enda búið að sameina áðurnefnda hreppa og heita nú Eyjafjarðarsveit. „Við erum mörg sem búum á Ak- ureyri en eigum tengsl við sveitina. Við sækjum því mannskap hvert sem er; svona félagastamtök eru ekki rekin lengur miðað við landamæri,“ segir járnsmiðurinn Halldór, sem ættaður er frá Öng- ulsstöðum. Sama fólkið stígur á svið ár eftir ár í Freyv- angi og sömu sögu er að segja af fólkinu á bak við tjöldin. „Jónsteinn Aðalsteinsson fagnaði til dæmis 30 ára leikaf- mæli í fyrra og nokkur höfum við komið að leikhúsinu, með hléum, síðan starfsemin var endurreist 1976.“ Halldór hefur sjálfur stigið á svið einu sinni, 1978, en síðan helgað fé- laginu krafta sína með öðrum hætti. „Ég hafði gaman af því að leika sem krakki í barnaskóla, en tók seinna að mér tæknivinnu og smíðar og varð formaður seinna eftir að hafa setið í stjórn í mörg ár.“ Spurður að því hvers vegna fólk sinni þessu áhugamáli árum eða jafnvel áratugum saman af jafn mikl- um krafti og raun ber vitni svarar Halldór því fyrst til að fé- lagsskapurinn sé afskaplega góður. „Svo eru margir sem hafa mikla tján- ingarþörf og finna sig mjög vel á sviði. Þetta er gríðarlega erfitt áhugamál og álagið mikið á æfingatímabilinu – en menn eru alltaf tilbúnir að byrja upp á nýtt.“ Halldór situr í stjórn Bandalags ís- lenskra leikfélaga og segir áhugaleikfélög í miklum blóma um allt land. Mikil vakning hafi orðið um allt land eftir hrun. Freyvangsleikhúsið hefur sjaldan ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Góði dátinn Svejk er gott dæmi um það en nefna má að nokkrum sinnum hafa verið samin leikrit sér- staklega fyrir hópinn í Freyvangi og er þar skemmst að minnast söngleiksins Vínlands eftir Helga Þórsson sem valinn var athygl- isverðasta áhugasýning landsins fyrir þremur ár- um. „Það sem hefur gert þetta félag að því sem það er í dag er einmitt að við höfum verið ófeimin að taka stór skref, til dæmis að láta semja sérstaklega fyrir okkur,“ segir Halldór og nefnir einnig Kvennaskólaævintýrið, sem sett var á svið veturinn 1994 til 1995. Hæfilega brjáluð! „Hugmyndin að því verki kom úr okkar hópi og við fengum Böðvar Guðmunds- son til þess að skrifa leikritið. Vínland var mjög stórt verk og mörgum þótti við taka djarfa ákvörðun og mikla áhættu þá. Eins er það núna með Góða dátann; leikgerðin sem við notuðumst við er eftir Colin Teeven, samin fyrir stórt atvinnu- mannaleikhús í London og síðan var sýningin sett upp í stóru húsi í New York og vakti gríðarlega lukku á báðum stöð- um.“ Halldór segir hópinn í Freyvangi lík- lega hæfilega brjálaðan „en við hikuðum ekki. Eftir á að hyggja hefðum við þó lík- lega ekki farið út í þetta, ef við hefðum vitað hve erfitt verkið er í uppsetningu. Leikararnir eru um 19 en hlutverk og stöður um 70; menn leika bæði persónur og dauða hluti! Æfingatímabilið var gríð- arleg törn, frá fyrstu viku í janúar að frumsýningu 25. febrúar; þá var æft sex kvöld í viku og stundum oftar!“ Leikgerð Colin Teeven hefur ekki verið sett upp hérlendis áður. „Okkur fannst fyrri leikgerðir orðnar dálítið gamlar og þegar við rákumst á þessa hugsuðum við okkur ekki um og létum þýða hana. Guðjón Ólafsson á Grísará sá um það. Hermann Arason samdi tónlist og Emilía Baldursdóttir íslenskaði söngtextana.“ Þrátt fyrir að enginn fái greitt fyrir vinnu sína í áhugaleikhúsi nema leik- stjóri kostar útgerðin sitt. Halldór vill ekki nefna tölur en bendir á að kostn- aður hafi hækkað en miðaverð í raun staðið í stað. Barnaleikritin mikilvæg „Það má segja að barnasýningarnar okk- ar beri starfsemina uppi því alltaf er góð aðsókn að þeim.“ Á síðustu árum hefur t.d. verið boðið upp á Kardemommu- bæinn og Ronju ræningjadóttur, og Dýr- in í Hálsaskógi síðastliðinn vetur þegar aðsóknarmet var slegið hjá félaginu. „Aðsókn var í meðallagi í vetur en við erum í gríðarlegri samkeppni, þótt við kvörtum alls ekki. Það er til dæmis fátt sem styður okkur jafn mikið og að vera í nágrenni við Leikfélag Akureyrar. Við höfum átt mikið og gott samstarf við fé- lagið.“ Þá er hann þakklátur sveitarfélaginu, Eyjafjarðarsveit, fyrir að búa leikfélaginu góðar aðstæður í Freyvangi. „Plássleysi hefur háð okkur en síðasta vetur var far- ið í framkvæmdir í húsinu og til dæmis sett upp tækjabrú aftast í salinn sem var í raun bylting fyrir okkur.“ Eins og áður sagði varð sýning Frey- vangsleikhússins nú fyrir valin í fjórða skipti sem áhugaverðasta áhugasýn- ingin. Þær fyrri voru Kvennaskóla- ævinýrið, 1995, Velkomin í Villta vestrið, 1998 og Vínland, 2009. „Það er mikill heiður að verða fyrir valinu og standa uppi með Íslandsbikar áhugaleikfélaga eftir strangt leiktímabil. Þetta er mesta viðurkenning sem íslensku áhugaleik- félagi getur hlotnast,“ segir Halldór Sig- urgeirsson. Lífið er leikur Leiklist stendur á gömlum merg í sveitum Eyjafjarðar. Í fjórða sinn þykir Freyvangs- leikhúsið setja upp athyglisverðustu áhugaleiksýninguna. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Halldór Sigurgeirsson formaður Freyvangsleikhússins fer hvunndags með hlutverk járnsmiðs á eigin verkstæði á Akureyri. „Sýningin ber merki þess að vera unnin af dirfsku og áhuga. Vilji, metnaður og geta lýsa einbeitt- um ásetningi til að koma sögunni til skila með snjöllum og hugvitsamlegum lausnum,“ segir í umsögn dómnefndar Þjóðleikhússins um Góða dátann Svejk í uppsetningu Freyvangsleikhúss- ins. Þar segir að allir sem að komu leggist á eitt um að koma meistaraverki Haseks upp á svið með glæsibrag. „Brynjar Gauti Schiöth, sem leik- ur Svejk, stendur sig frábærlega sem hinn ein- faldi en athuguli samfélagsrýnir og Ingólfur Þórs- son er einkar trúverðugur í túlkun sinni. Svipaða sögu er að segja um allan hópinn sem í samvinnu við leikstjórann Þór Tulinius og tónlistarstjórann Hermann Inga Arason nær að skapa heildstæða og frumlega sýningu.“ Dirfska og áhugi Brynjar Gauti Schiöth sem Góði dátinn Svejk.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.