SunnudagsMogginn - 22.05.2011, Page 32
32 22. maí 2011
E
r við Jón hittumst er hann lítillega byrjaður að
taka saman á skrifstofu sinni í bóknámshúsinu,
sem tekið var í notkun á 15 ára afmæli skólans
1994. Fram að þeim tíma hafði Jón haft skrif-
stofu í verknámshúsi skólans, ef undan eru skilin fyrstu
fjögur árin er skólinn deildi aðstöðu með Gagnfræðaskól-
anum á Sauðárkróki. Við stofnun skólans árið 1979 tók
hann yfir Iðnskóla Sauðárkróks, sem hafði verið starfandi
frá 1946, en frá upphafi hefur FNV boðið upp á bóklegt og
verklegt nám. Fyrstu 15-20 árin fjölgaði nemendum úr 82
í nærri 500 árið 1999. Síðan þá hefur fjöldi nemenda
sveiflast milli fjögurra og fimm hundraða en er núna
kringum 400.
Við byrjum samtalið á upphafinu fyrir 32 árum, en það
gekk ekki þrautalaust fyrir sig að koma á nýjum fjöl-
brautaskóla. Slíkir framhaldsskólar með áfangakerfi í stað
bekkjakerfis rótgróinna menntaskóla höfðu verið að ryðja
sér til rúms á seinni hluta áttunda áratugarins. Má þar
nefna skóla eins og Fjölbrautaskólann í Breiðholti, Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja og Fjölbrautaskóla Vesturlands á
Akranesi. Jón segir löggjöfina ekki hafa verið þann stakk
sem sniðinn var eftir vexti og framþróun skólanna, né
heldur hafi verið til það reglugerðarverk sem þeim þjón-
aði. „Segja má að frumkvæðið og nýsköpun í námskrár-
vinnu kæmi frá grasrót skólanna,“ segir hann.
Jón, sem er uppalinn Reykvíkingur, hafði áður kennt á
Suðurnesjum hjá Jóni Böðvarssyni, sem kom þeim skóla á
legg og var í framvarðasveit fjölbrautaskóla í baráttunni
við kerfið fyrstu árin. Frá Suðurnesjum fór Jón til Akra-
ness, þar sem hann var aðstoðarskólameistari áður en
starfið á Sauðárkróki kom til álita. Tengslin við Skagafjörð
voru til staðar, og réðu nokkru um að hann sótti um þar,
því eiginkona Jóns, Elísabet Kemp, er fædd og uppalin á
Sauðárkróki.
Ráðist á ráðherrann
Jón var skipaður í starfið í ágúst 1979 af þáverandi
menntamálaráðherra, Ragnari Arnalds, þvert á vilja
meirihluta skólanefndar, sem greiddi öðrum umsækjanda
þrjú atkvæði en tvö féllu Jóni í skaut. Ráðningin var því
umdeild og Jón m.a. stimplaður alþýðubandalagsmaður af
þeim sem harðast gagnrýndu ákvörðun Ragnars. Sjálfur
segist Jón nú lítið hafa átt saman við þann flokk að sælda
og einu tengsl sín við stjórnmálaflokk á þeim tíma hafi
verið myndbirting af sér í 40 ára afmælisriti Heimdallar.
Margar útgáfur eru til af sögunni um aðförina að Ragnari
Arnalds á heimili hans í Varmahlíð í kjölfarið á ráðningu
Jóns og er í flestum tilvikum farið frjálslega með.
Ein sagan segir frá því þegar bankað er á dyrnar og
kveðst aðkomumaður ætla að drepa Ragnar og spyr hvort
hann sé heima. „Því miður er ekki svo,“ á eiginkonan
Hallveig Thorlacius að hafa sagt, að hætti stórhöfðingja,
og var víst hart tekist á í garðinum í agaðri hælkrókaglímu
með fúkyrðum eftir að komumaður hafði hafist handa við
skógareyðingu í Varmahlíð og var byrjaður á þeirri iðju
sinni í garði Ragnars. Ýmist endar sagan með því að Hall-
veig beitir garðslöngunni til að kæla árásarmanninn niður
og hrekja hann á brott, eða að Ragnar gerir það sjálfur.
„Segir að mig minnir frá þessu í einu blaðanna og var
kallað Vatnsslagurinn í Varmahlíð og kemur þar í röð frá-
sagna af átakafundum í Skagafirði, næst á eftir Örlygs-
staðafundi en að vísu nokkuð fámennari,“ segir Jón og
kímir.
Barist fyrir beinu símsambandi
Þegar hann hóf störf við skólann í ágúst 1979 lágu engar
umsóknir fyrir um skólavist, aðeins átta fyrirspurnir.
Ráða þurfti kennara og annað starfslið og nokkrum vik-
um síðar, eða í lok september 1979 hófst skólastarfið. Þá
voru komnir 12 kennarar til starfa, þar af nokkrir stunda-
kennarar, og nemendur fyrsta árið voru 82 á haustönn og
87 á vorönn. Heimavistin var einnig tekin í gagnið en
samstarf tókst við sveitarfélög í Skagafirði, A-Húnavatns-
sýslu og Siglufjörð um rekstur og uppbyggingu skólans og
heimavistarinnar. Jón segir það hafa verið alllanga nót að
draga en eftirminnilega.
„Fyrstu árin mættum við víða hokurslegum við-
horfum. Við þurftum að eiga mikil samskipti við stofnanir
í Reykjavík eins og menntamálaráðuneytið. Þá varð að
hringja inn á símstöð svo símtalið varð dýrara fyrir
bragðið. Ætli það hafi ekki verið í eina skiptið sem ég var
beinlínis ókurteis, er ég skipaði bæjarstjóranum að opna
símann hjá okkur fyrir bein símtöl. Beint símsamband var
ekki hjá öðrum stofnunum hér, hvorki hjá skólastjóra
Gagnfræðaskólans né hafði verið á skrifstofu skólastjóra
Iðnskólans. Bæjarstjórinn sá sinn hag vænstan í að verða
við þessu,“ segir Jón.
Baldur Hafstað var fyrsti aðstoðarskólameistarinn, sem
Jón segir hafa haft næmt auga fyrir mannvits- og snilli-
gáfu nemenda skólans. Hann hafi lagt nýja skólanum til
brag mannúðar og mannræktar. Einhverju sinni stóð til
að aga Gyrði Elíasson skáld, sem var í hópi fyrstu stúdenta
skólans 1982, fyrir einhverja mótstöðu við fyrirmæli eins
kennarans. Baldur kom honum til varnar og sagði hann
vera vænt snillingsefni. „Baldur var mjög áhugasamur um
allt mannlíf og menningu og þekkti vel til sveitarinnar.
Hann léði svo héraðsfréttablaðinu Feyki vængi á fyrstu
misserunum, lauk svo doktorsprófi og er nú prófessor af
guðs náð. Það er svo margs að minnast frá frum-
byggjaárum skólans. Katrín Finnbogadóttir var fyrsti rit-
ari skólans og lagði sitt af mörkum til að gera starfsand-
ann skæran og bjartan. Jón Ásbergsson var dugandi
formaður skólanefndar, skarpur, áræðinn, hjálpsamur og
ráðagóður. Ég á margs góðs samstarfsfólks að minnast og
fyllist þakklæti er ég lít heilt yfir farinn veg fyrir kynnin af
góðu fólki.“
Mikið tuð og talsvert bras
Embættismenn höfðu uppi efasemdir um stofnun fjöl-
brautaskólans á sínum tíma. „Það var víða fyrirstaða,
mikið tuð og talsvert bras,“ segir Jón og rifjar upp er hann
og þáverandi bæjarstjóri á Sauðárkróki, Þorsteinn Þor-
steinsson, urðu að gera sér sérstaka ferð suður á fund
Indriða H. Þorlákssonar í menntamálaráðuneytinu til að
fá keypta ljósritunarvél til skólans. Indriði neitaði þeim
um kaupin en Jón og Þorsteinn tóku sig til og fóru til Ott-
ós Michelsen hjá IBM og spurðu þar um vönduðustu ljós-
ritunarvélina sem til væri vestanhafs. Fékkst hún á end-
anum keypt en til gamans má geta þess að Þorsteinn er nú
stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins og náinn samstarfs-
maður Indriða. Jón segir þessa atburði hafa rifjast upp ný-
lega er hann sá þá félaga á vappi saman í Stjórnarráðinu.
Spurður hvað hafi valdið þessari tregðu embættis-
manna í þá daga segist Jón eiga erfitt með að átta sig á því.
Fjölbrautaskólarnir hafi reyndar verið nýjung í skólakerf-
inu og starfsreglur og skipulag að mörgu leyti ómótað og
engin lög til sem tóku til þessara aðstæðna. Urðu skóla-
stjórnendur því að berjast fyrir tilverurétti skólanna og
eiga frumkvæði að mótun þeirra. Nefnir Jón í því sam-
bandi að húsrýmisreglur, eða norm, voru ekki til fyrir
heimavistir framhaldsskóla þegar heimavist skólans
komst á fjárlög árið 1982. Voru tillögur að þeim reglum
samdar af Jóni og starfsbróður hans þáverandi á Akranesi,
Ólafi Ásgeirssyni, og samþykktar af menntamálaráðu-
neytinu nær óbreyttar. Var þá ekki lengur fyrirstaða fyrir
hönnun og byggingu heimavista.
Tímabil lögleysunnar
Annað dæmi um þessa baráttu skólanna fyrir bættum
laga- og reglugerðarramma skólanna er kostnaðarskipt-
ing um rekstur og uppbyggingu framhaldsskóla milli ríkis
og sveitarfélaga. Menntaskólar voru byggðir af ríkisjóði
einum en lengi vel hafði ríkið greitt 60% og viðkomandi
sveitarfélög 40% í öðrum gerðum skóla. Kom þessi skipt-
Ég gerði
mitt besta
Jón Friðberg Hjartarson, sem slítur Fjöl-
brautaskóla Norðurlands vestra (FNV) í síð-
asta sinn í dag, hefur setið lengur samfellt í
stóli skólameistara framhaldsskóla en aðrir
skólameistarar sem nú starfa. Hefur hann
stýrt skólanum frá stofnun hans 1979 eða í
32 ár, að undanskildu einu ári í námsleyfi,
og á þeim tíma hafa yfir tvö þúsund manns
brautskráðst frá honum.
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Jón F. Hjartarson skólameistari yfirgefur senn bóknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á
Sauðárkróki, eftir að hafa brautskráð nemendur þar í síðasta sinn í dag. Hann segist hætta sáttur.