SunnudagsMogginn - 02.10.2011, Side 2

SunnudagsMogginn - 02.10.2011, Side 2
2 2. október 2011 Við mælum með … Laugardagur 1. október Íslandsmeistaramótið í svarta- pétri fer fram á Grænu könn- unni á Sólheimum í 21. skipti, í dag kl. 13. Í byrjun verður 15 mínútna upphitun og kennsla. Gert verður hlé á mótinu og boðið upp á léttar veitingar, heitt kakó og kleinur. Þátttökugjald er þúsund krónur og rennur ágóð- inn til góðra málefna. Morgunblaðið/Kristinn Íslandsmóti í svartapétri 13 Glys að hætti Gucci Hið fornfræga tískuhús Gucci fagnar níræðisafmæli í ár og gætir áhrifa frá upphafsárum hússins í sumarlínunni 2012. 18 Hvaðan koma fréttirnar? Hver drap dagblaðið? var spurt á forsíðu vikuritsins Economist árið 2006. Ekkert bendir þó til þess að dagblöðin deyi drottni sínum á næstunni en mikil gerjun er í fjölmiðlaheiminum. 24 Fær ekki að vinna Áslaug Ósk Hinriksdóttir er bundin heima við með langveikri dóttur sinni. Hún hefur áhuga á að fara í hlutastarf á kvöldin þeg- ar eiginmaður hennar er heima en geri hún það missir hún rétt sinn til foreldra- greiðslna. 32 Sáttmáli borgaranna Ég er þeirrar skoðunar að það hafi verið mikil mistök hvernig staðið var að stjórnarskrármálinu, segir Tryggvi Þór Herbertsson. 34 Taktmælirinn styggði … Steinar Matthías Kristinsson trompetleikari kom fram á tvennum tón- leikum með ungmennahljómsveit í Palestínu fyrir skemmstu. Lesbók 42 Feilspor fortíðar … Enn einu sinni er Julian Barnes á listanum yfir bækurnar, sem kemur til greina að hreppi Man Booker-verðlaunin . 16 38 Efnisyfirlit Forsíðumyndina tók Eggert Jóhannesson af Mugison. Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudagsmoggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson,Börkur Gunnarsson, Helgi Snær Sigurðsson, Inga Rún Sigurðardóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristín Heiða Kristinsdóttir, María Ólafsdóttir, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir, Silja Björk Huldudóttir, Skapti Hallgrímsson. Augnablikið Ó víða er notalegra að sitja en í blárri lautu með grænu ívafi, jafnvel dálítið rauðu, og tína beint upp í sig. Helst í norðlenskri stillu. Láta sig dreyma um sumarið sem ekki kom en njóta haustblíðunnar. Þetta er í Hörgárdalnum. Ég hef komið mér þægilega fyrir, sólin sleikir andlitið og fluga suðar fallegan djass á hægri öxl- inni. Þessum vængjaða vini mínum líður bersýni- lega ekki síður vel en mér. Konan mín krýpur við þarnæstu þúfu, tínir í gríð og erg og ég sé fyrir mér hálffullan ísskáp af sultum og saft, ímynda mér bláberjaskyrtertur, kex og osta (og rauðvín handa gestunum) við kertaljós á nístandi köldu vetrarkvöldi. Helst norðan stórhríð. Oscar Peterson við flygilinn, Niels-Henning plokkar bassann. Það er langt síðan ég fór síðast í berjamó og er satt að segja búinn að gleyma hve kyrrðin getur verið mikil hér í sveitinni. Það heyrist ekki einu sinni í hundi, hvað þá lambi. Kannski vegna þess að heyrnin er ekki jafn góð og í gamla daga en hugsanlega yfirgnæfir smjattið í sjálfum mér öll önnur hljóð. Maður verður vitaskuld að smakka, enginn til- gangur með því að tína í heilan dag og átta sig ekki á því fyrr en heim er komið að berin eru öll ónýt. Konan er búin að fylla fyrri fötuna og mér sýnist ekki mikið pláss eftir í þeirri seinni. Þetta eru stórar málningarfötur. Forkur duglegur, konan. Mér var falið að fylla litla málningardós. Þegar ég sé að húsbóndinn er að farinn að huga að heimferð rek ég upp ægilegt öskur. (Bragð sem ég lærði hjá gömlum vini). „Hvað elskan, meiddirðu þig?“ – Nei, en heldurðu að ég hafi ekki velt dósinni um koll. Hún var orðin barmafull, allt stór og fal- leg ber. Ansans! Og ekki nóg með það, ég var svo mikill klaufi að ég steig í berjahrúguna og kramdi allt sem ég var búinn að tína. „Ég veit að þú ert klaufi, en er þetta ekki einum of? Segðu mér bara satt, fór græðgin með þig?“ – Með mig? Nei, auðvitað ekki! Þetta var ein- skær óheppni. Ég tíndi bara í dósina. Um leið ég sleppi orðinu geri ég mér grein fyrir því að óþægilegt augnablik nálgast: „Opnaðu munninn og sýndu mér tunguna.“ skapti@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Bláköld staðreynd „Súrrealismi í París“ er yfirskrift sýningar sem opnuð verður í dag í Fondation Beyaler-safninu í bænum Riehen nálægt Basel. Hér getur að líta málverkið „Dýratemjarinn“ eftir Frakkann Francis Picabia (1879-1953). Sýningin stendur til 29. janúar næstkomandi. Veröldin Reuters Dýrin tamin 4. október Eitís-stjarnan Paul Young mun, ásamt hljómsveit, halda tónleika í Eldborgarsal Hörpu kl. 20. Young átti fjöl- marga smelli sem komust inn á vinsældalista og má þar meðal annars nefna Everytime You Go Away og Living For The Love Of the Common People. 7. október Landsleikur Íslands og Portúgals ytra kl. 20. Þetta er lokaleikur Íslands í forkeppni EM en Ísland hefur hlotið 4 stig. Þetta er fjórða viðureign þjóðanna í A-landsliðum karla og hafa Portúgalar haft sigur í öllum þremur leikjunum til þessa.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.