SunnudagsMogginn - 02.10.2011, Page 11

SunnudagsMogginn - 02.10.2011, Page 11
2. október 2011 11 Skar og skarkali | 8 Þorgrímur Kári Snævarr Þ að átti að verða leikur „katt- arinnar að músinni“, eins og ágætur útvarpsmaður komst að orði um árið, þegar kotbænd- urnir í Brighton & Hove Albion mættu burgeisunum í Manchester United í úr- slitaleik bikarkeppni enska knattspyrnu- sambandsins á Wembley-leikvanginum í Lundúnum vorið 1983. Brighton hafði fallið úr efstu deild fyrr um vorið og þótti ekki líklegt til að standa í stórræðum. Sparkspekingar hleyptu því brúnum þegar Gordon Smith kom Brighton yfir snemma leiks. United beit þá í skjaldar- rendurnar og svaraði með tveimur mörkum, fyrst Frank gamli Stapleton og síðan Ray Wilkins með glæsilegu skoti. Héldu þá flestir að baðstrandarbæingar væru sigraðir. Ekki aldeilis. Kornungur miðvörður, Gary Stevens, sem leysti Steve Foster fyrirliða (manninn með ennisbandið) af hólmi, jafnaði metin þremur mínútum fyrir leikslok. Fyrir vikið þurfti að endurtaka leikinn nokkrum dögum síðar. Þá var allur vind- ur úr Brighton sem tapaði 0:4. Við þann leik verður ekki dvalið hér. Þurfi hann að hægja sér … Einn af máttarstólpum Brighton í téðri úrslitarimmu var miðvellingurinn Tony Grealish. Dæmigerður „fjarki“, sem sóp- aði upp á miðjunni og elti leikstjórnanda hins liðsins eins og skugginn. Frægt var þegar Grealish glímdi með dvergliðinu Leyton Orient við Arsenal í undan- úrslitum bikarsins fimm árum áður og sparkstjórinn Jimmy Bloomfield skipaði honum að elta prímusmótor Lundúna- liðsins, Liam Brady, allt síðdegið. „Þurfi hann að hægja sér, ferð þú með honum!“ Til allrar hamingju kom ekki til þess enda hefði það getað haft voveiflegar af- leiðingar, Grealish og Brady voru félagar í írska landsliðinu. Sá fyrrnefndi er raunar fæddur í Lundúnum, á því herrans ári 1956, en bauðst að skrýðast grænu vegna ættartengsla. Alls lék kappinn 45 lands- leiki á ferlinum og skoraði í þeim átta mörk. Einn þessara leikja fór fram í Laugardalnum haustið 1983, þar sem Írar lögðu Íslendinga 3:0. Grealish lék 100 leiki fyrir Brighton á árunum 1981 til 1984, þá lá leið hans til West Bromwich Albion. Til skamms tíma lék hann líka með Manchester City. Ferl- inum lauk hjá Walsall árið 1992, þegar Grealish var orðinn 36 ára. Eins og svo margir fyrrverandi leik- menn reyndi Grealish fyrir sér sem knattspyrnustjóri. Hann komst þó aldrei af utandeildarstiginu, spreytti sig bæði hjá Bromsgrove Rovers og Atherstone United. Engum sögum fer af árangri. Að öðru leyti er fátt vitað um líf Greal- ish í seinni tíð, greinarhöfundur rakst raunar á forvitnilega spurningu á netinu þar sem kappann bar á góma. Hún er svona: Hvað eiga John Major [fyrrverandi forsætisráðherra Breta] og Tony Grealish sameiginlegt? Svarið er sláandi: Þeir fæddust báðir í Lundúnum! orri@mbl.is Tony Grealish á fleygiferð með Brighton & Hove Albion snemma á níunda áratugnum. Tony Grealish Hvað varð um … Tony Grealish í landsleik með Írum. Af öðrum merkum mönnum sem léku téðan bikarúrslitaleik með Brighton & Hove Al- bion gegn Manchester United má nefna miðvellinginn Jimmy Case, sem áður gerði garðinn frægan hjá Liverpool, og miðherj- ann Michael Robinson, sem síðar gekk í raðir Rauða hersins. Sá síðarnefndi var aumrista að upplagi og lék gjarnan með málmplötu til að vernda á sér fæturna sem hægði að vonum töluvert á kappanum. Í liði Brighton þennan dag voru einnig Graham Moseley, Graham Pearce, Neil Smillie, Gary Howlett og Steve Gatting sem lék meira en 300 leiki fyrir Brighton. Aðrir merkir menn

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.