SunnudagsMogginn - 02.10.2011, Side 14

SunnudagsMogginn - 02.10.2011, Side 14
14 2. október 2011 B irkir Alfons Rúnarsson, 15 ára strákur úr Keflavík, greindist með bráðahvítblæði í janúar- mánuði síðastliðnum. Hann hefur gengið í gegnum stranga og erfiða meðferð sem hefur snert við fólkinu í kringum hann, bæði fjölskyldu og vin- um. Í febrúar samdi vinur Birkis, Arnar Már Örlygsson, 16 ára, rapplag tileinkað Birki til að sýna honum stuðning í veik- indabaráttunni og má hlusta á það á mbl.is. Í kjölfarið reyndi hann að komast í stúdíó og það gekk upp nú í lok sumars þegar Andri Már Elvarsson hjálpaði hon- um að útsetja lagið. Arnar setti síðan lagið Hef trú á þér inn á Youtube nú í vikunni. Arnar frétti af veikindum Birkis þegar hann var á fótboltaæfingu. „Þetta var rosalega mikið sjokk fyrir okkur alla í fótboltanum og skólanum. Ég hafði æft fótbolta með Birki síðan við vorum litlir. Við fengum að vita af þessu daginn eftir að Birkir greindist. Þjálfararnir okkar sögðu okkur strákunum frá þessu,“ sagði Arnar. Margir þora ekki að hringja Vináttu þeirra Arnars og Birkis má að mestu rekja til fótboltans en þeir hafa æft saman síðan þeir voru smástrákar. Þeir hafa líka verið saman í skóla en þar sem Arnar er ári eldri en Birkir hafa sam- verustundirnar þar ekki verið eins margar og í boltanum. Nú hefur Birkir ekki getað verið eins mikið með vinum sínum og hann hefði óskað en hann segir það eitt það erfiðasta við veikindi sín. „Ég hef samt verið duglegur að halda sambandi við vini mína á Facebook og MSN en ég hef ekkert alltaf getað hitt þá þegar ég hef viljað. Ég er stundum bara of veikur til þess eða í einangrun. Mér finnst ótrúlega leiðinlegt að geta ekki farið og hitt krakk- ana og komist á æfingar. Það koma samt sumir til mín. Margir þora samt ekki einu sinni að hringja, halda að þeir séu að trufla mig. Ég verð helst að hafa samband sjálfur þegar ég treysti mér til,“ sagði Birkir. Stuttu eftir að Arnar samdi textann til Birkis sýndi hann vini sínum verk sitt og þótti Birki mikið til þess koma. Þrátt fyrir ungan aldur er þetta ekki fyrsta rapplagið hans Arnars en hann segir að hann hafi aðallega verið í því að semja texta. „Þetta er samt í fyrsta skipti sem ég sem texta til einhvers. Ég hlustaði mikið á rapp þegar ég var lítill og geri ennþá en rappið hefur haft mikil áhrif á mig. Þegar ég byrjaði að hlusta á rapp kölluðu allir rapparar sig MC og svo eitt- hvað annað og ég byrjaði þá að kalla mig MC Agga. Það breyttist síðan í MC Narra á sólstöðuhátíðinni í Garði og hef ég haldið því listamannsnafni,“ sagði Arnar En hvernig skyldi Birki hafa liðið þeg- ar hann heyrði lagið fyrst? „Ég fékk bara gæsahúð. Það hafa líka allir tekið laginu svo vel og sumir frægir rapparar á Ís- landi sögðu að þetta væri geðveikt, eins og til dæmis Krist- mundur Axel,“ sagði Birkir. Hamingjuóskunum rignir yfir Arnar setur stefnuna á að halda áfram í tónlistinni og sagðist einmitt nýverið hafa verið beðinn um að semja lag um einelti. Hann segir viðbrögðin hafa verið mjög góð við laginu. „Þeir sem hafa hlustað á lagið segja mér að halda áfram. Mér er líka óskað til hamingju hvar sem ég fer og það er mjög gaman.“ Það er vissulega einstakt að fá tækifæri Hef trú á þér Arnar Már, 16 ára, samdi rapplag til stuðnings vini sínum Birki Alfons, 15 ára, en hann er nú í harðri krabbameinsmeðferð. Signý Gunnarsdóttir signy@mbl.is „Ég fékk bara gæsahúð. Það hafa líka allir tekið laginu svo vel og sumir frægir rapparar á Íslandi sögðu að þetta væri geðveikt,“ sagði Birkir um hvernig honum leið þegar vinur hans, Arnar, færði honum rapplag að gjöf. ’ Ég var samt alveg hræddur um að ég myndi deyja en læknarnir sögðu að þetta væri læknandi þannig að þá bara hugsaði maður já- kvætt og heldur því áfram.“

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.