SunnudagsMogginn - 02.10.2011, Síða 17

SunnudagsMogginn - 02.10.2011, Síða 17
2. október 2011 17 segir Olga. „Þó að við séum ólíkir hönnuðir passar þetta allt vel saman,“ segir Elísabet en hönnuðirnir kynntust eftir að hafa tekið þátt í húsgagnasýningunni 10+ á Hönnunarmarsi. Volki hefur íslensku ullina í hávegum. Olga og Elísabet hafa endurunnið íslenskar lopapeysur, sem þær fundu á flóamörkuðum. „Það var svolítið sorglegt að sjá þær svona í haug,“ rifjar Olga upp um hvernig ástarævintýri þeirra við íslensku ullina byrjaði. „Við urðum ástfangnar af prjónavörum og íslensku ullinni. Og þegar við fluttum heim ákváðum við bara að einbeita okkur að þessu,“ segir Elísabet. „Okkur fannst vöntun á því að gera hönnunarvörur úr íslensku ullinni, ekki bara dæmigerðar túristapeysur,“ segir Olga. „Við erum ekki fatahönnuðir heldur erum við að nýta ullina sem áklæði og nota hana í heim- ilisvörur,“ segir Elísabet og á þá sem dæmi við púða og teppi. „Við blöndum íslensku ullina með neonþráðum,“ segir Olga, sem setur mjög skemmtilegan svip á vörurn- ar þeirra. Ennfremur er Volki alltaf með verkefni í gangi sem byggist á endurvinnslu og má núna nefna snagana skemmtilegu, sem gerðir eru úr gömlum diskum. Netagerðin verður opnuð næstkomandi fimmtudag, hinn 6. október, og verður opnunarteiti á milli 17 og 19. Dagurinn er bæði afmælisdagur Elísabetar og svo auðvit- að kreppudagurinn mikli en þarna verður aðeins skálað fyrir sköpunarkraftinum en kreppan send út í kuldann. Yfirlitsmynd frá aðalrými Netagerðar- innar sem sýnir úrvalið frá þessum sjö hönnuðum, sem hafa tekið höndum saman um rekstur verslunarinnar. Stólllinn er til að mynda frá Stássi og helklaði kollurinn frá Volka. Gamalt fiskikar hefur fengið nýtt líf sem afgreiðsluborð. Ættartréð, fatahengi frá Volka fyrir alla fjölskylduna. Fæst í þessum þremur litum auk fjölmargra lita að eigin vali gegn aukagreiðslu.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.