SunnudagsMogginn - 02.10.2011, Page 21

SunnudagsMogginn - 02.10.2011, Page 21
2. október 2011 21  Móðir Mohammed Bouazisi hratt af stað atburðarás sem henni hafði ekki órað fyrir er mynd- band af mótmælum sem hún stóð fyrir var sett á Facebook. U ngur Túnisbúi, Mohammed Bouazisi, kveikti í sjálfum sér hinn 17. desember sl. eftir að lögregla bannaði honum að selja ávexti og grænmeti í heimabæ sínum. Atburðurinn kom af stað mótmælaöldu ungs fólks í heimabæ hans, Sidi Bouzid, þar sem atvinnuleysi ungs fólks var mótmælt. Þegar mynd- bandi af mótmælum, sem móðir Bouazizi stóð fyrir, var dreift á Face- book sáu fréttamenn arabísku sjónvarpssstöðvarinnar Al Jazeera það og birtu í fréttum sínum. Þegar Bouazizi lést af sárum sínum hinn 4. janúar höfðu mótmælin breiðst út um allt Túnis og víðar. Í grein Economist nýverið segir Marc Lynch, sem er sérfræðingur í fjölmiðlum Mið- Austurlanda, að samskiptavefir og gervihnattasjónvarpsstöðvar hafi í sameiningu beint athyglinni að arabíska vorinu. Samskiptavefir dreifðu myndum af mótmælum í Túnis og komu í veg fyrir að mótmælin yrðu barin niður af stjórnvöldum. Þess í stað hrökklaðist forseti landsins til 23 ára, Zine El-Abidine Bin Ali, frá völdum. Einungis nokkrum mánuðum áður en Bouazisi kveikti í sér hafði starfsfólk Al Jazeera farið á námskeið þar sem því var kennt að nýta sér samskiptavefi í fréttaöflun. Á þessum tíma var Al Jazeera ekki með fréttamenn í vinnu í Túnis, ekkert frekar en flestar helstu fréttaveitur heims. Bandaríska sjónvarpsstöðin CNN hefur farið svipaða leið og eru fleiri þúsund borgaralegir blaðamenn skráðir hjá iReport-vef CNN og koma þeir frá öllum löndum heims. Þegar jarðskjálftinn reið yfir Japan í mars og flóðbylgja fylgdi í kjölfarið með skelfilegum afleiðingum byggðist umfjöllun CNN að stóru leyti á efni frá borgaralegum blaða- mönnum, sem sendu frá sér titrandi myndskeið tekin á farsíma, enda gerðust hlutirnir það hratt að ekki var möguleiki á að sjónvarpsstöðin gæti fangað hörmungarnar með eigin fréttamönnum. Slíkar frétta- uppsprettur vekja alltaf spurningar um hvort rétt er greint frá en yf- irmenn CNN segja að allar upplýsingar séu kannaðar áður en þær fara í loftið. Fréttavefur breska ríkisútvarpsins, BBC, hefur einnig farið þessa leið. Þegar Norðmaðurinn Anders Behring Breivik framdi hryðjuverkin í Ósló og Útey hinn 22. júlí sl. var settur upp Twitter-vefur á mbl.is þar sem birtar voru stuttar fréttir um leið og þær bárust. Eins var fólk beðið að hafa samband ef það var á staðnum og gæti veitt upplýsingar eða sent myndir. Þetta skilaði nokkrum fréttum á mbl.is. Eldfimar fréttir  Fréttir af hryðjuverkunum í Noregi fóru eins og eldur í sinu um netheima föstudaginn 22. júlí sl. Fjölmiðlar nýttu sér sam- skiptavefi til þess að hafa upp á fólki sem gæti veitt upplýsingar um það sem var að gerast. Þeg- ar slíkar hörmungar verða vill fólk fá fréttir strax og leitar þá á netið eftir upplýsingum. setningin efnisins breytist ekki, deyr svona dagskrá með síðasta hlustanda sínum, engir nýir bætast í hópinn,“ segir Þorsteinn. Netið frábær viðbót Aðspurður segir Þorsteinn að netið sé frábær viðbót við fjölmiðlun, með fullt af kostum, og fullt af göllum. „Gall- ana sjá allir sem reyna að reka fjölmiðilinn. Það er gríð- arlega erfitt að fá áskrifendur og auglýsingapláss ákaflega takmarkað. Netið er hinsvegar staðnað að mörgu leyti. Það er ekki nóg að vera fyrstir með fréttirnar, framsetn- ing efnisins skiptir gríðarlega miklu máli ef efnið á að vekja áhuga. Það sem er spennandi er að sjónvarpsvæðing netsins er að mörgu leyti stutt komin, á þann hátt að net- ið búi sjálft til gæðaefni. Það er nóg af YouTube efni alls staðar, en það vantar gæðaefni ef svo má segja. Um leið vantar líka tekjumódelið fyrir slíka framleiðslu en iTunes og fleiri miðlar hafa sýnt fram á vilja notenda til að greiða fyrir efni sem þeir hafa áhuga á,“ segir Þorsteinn sem meðal annars rekur vefinn Þetta líf. Þetta líf. RÚV sinnir fréttaskýringum hörmulega Ítarlega unnar fréttaskýringar og fréttaskýringaþættir verða sífellt minna áberandi í íslenskum fjölmiðlum. Margir vilja kenna bágri fjárhagsstöðu fjölmiðla um en hver er skoðun Þorsteins á þessu: „Þetta er gömul saga og ný í íslenskum fjölmiðlum. Það sem vekur mesta furðu er að sá fjölmiðill sem nýtur mestrar fyrirgreiðslu á íslensk- um fjölmiðlamarkaði, Ríkisútvarpið, sinnir þessari frétta- skýringaskyldu sinni alveg hörmulega. Það er fyrst og fremst við ritstjóra að sakast, ekki peningaleysi. Þetta snýst um hvernig mannskapnum á ritstjórnunum er ráð- stafað, á hvað fréttastofurnar vilja í rauninni leggja áherslu. Fréttablaðið er gott dæmi um þetta. Það er engin eftirspurn eftir flestum fréttunum sem eru í blaðinu og al- veg furðulegt að þeim mannskap sem þó er til staðar, skuli ekki leyft að blómstra betur í að finna og skrifa eigið efni. Það sama má segja um Morgunblaðið sem hefur elt þennan „smáskammta“ fréttastíl síðustu ár og þar er gott dæmi um algerlega tilgangslausa afþreyingarframleiðslu. Morgunblaðið hefur um árabil státað af bestu blaða- ljósmyndurum á Íslandi, en flestallar ljósmyndirnar í blaðinu eru skemmtiefni; „börnin fá sér ís, gamla fólkið leikur sér í golfi eða hannyrðum“. Það er engin eftirspurn eftir afþreyingu í fjölmiðlum, nema í huga ritstjóra og eigenda blaðanna, lesendur vilja alvöruefni,“ segir Þor- steinn. Samskiptavefir eru ekki fjölmiðlar Líkt og rakið er hér til hliðar hefur hlutur samskiptavefja aukist og fréttaflutningur færst að einhverju leyti yfir á þá. Þorsteinn segir að það sé óhætt að segja að Facebook og Twitter og fleiri slíkir miðlar séu það sem er mest spennandi við nútímafjölmiðlum. Um leið eru þeir við- bót, einhverskonar alheims dagbækur þar sem fólk getur skrifað og birt myndir strax, svona persónuleg upplifun af heiminum sem um leið getur breytt heiminum, líkt og arabíska vorið er gott dæmi um. Jafnframt er mikilvægt að muna að þetta eru ekki fjölmiðlar. Fjölmiðlar lúta allt öðrum lögmálum en einstök upplifun manneskjunnar; þeir eiga að hafa heildarmyndina, útskýra hlutina og gera okkur grein fyrir orsök og afleiðingu. Þetta er hægt á gera á ótal vegu en fellur aldrei úr gildi. Góð fréttamynd, góð fyrirsögn, góð grein, þetta er það sem við þurfum á að halda í öllum þessum myndum, neti, dagblöðum, útvarpi og sjónvarpi, og það er ekki tilviljun að ég nefni þetta í þessari röð. Netið verður svona einskonar hornsteinn í fjölmiðluninni, dreifingunni, í tölvunni og símanum, það er á hreinu. En gæðin verða að koma úr hinum grunn- unum, þeim leiðum sem við kunnum þegar til að segja sögur og miðla fréttum og efni. Að því leyti er netið ekk- ert nýtt!,“ segir Þorsteinn að lokum. Þorsteinn J. Vilhjálmsson: Fjölmiðlar á Íslandi eru frekar umkomulausir gagnvart öllum þeim miklu og spennandi mögu- leikum sem blasa við í fjölmiðlun nútímans og þeir verða að átta sig á breyttri notkun fjölmiðla. Morgunblaðið/Golli

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.