SunnudagsMogginn - 02.10.2011, Page 22

SunnudagsMogginn - 02.10.2011, Page 22
22 2. október 2011 P abbi minn er sterkari en pabbi þinn,“ var hrópað. Þannig deildu strákarnir í götunni. Og þar sem ekki var hægt að styðja hina mikilvægu fullyrðingu neinum rökum vann sá sem gat hrópað hærra eða sá sem var sjálfur betur að sér í slags- málum en aðrir. Ekki eru til neinar heimildir um að eina leiðin til að fá niðurstöðu, sem sagt sú að láta pabbana slást, hafi verið reynd. En með auknum þroska fór málflutningurinn smám saman á örlítið hærra plan. Ekki þó hjá öllum. Evran er klettur Sjálfur forseti Alþýðusambandsins kýs að halda sig á smástrákaplaninu þegar hann ber saman evru og íslenska krónu. „Evran sem klettur í hafinu miðað við krónuna“ hefur samfylking- arvefurinn Eyjan eftir Gylfa forseta ASÍ. Hvað á að felast í þessari breiðsíðu-yfirlýsingu? Pabbi minn er sterkari en pabbi þinn? Hefur einhver deilt um að mynt sem er sameiginleg fyrir fjölda þjóða sé fyrirferðarmeiri í viðskiptum en þjóðarmynt lítils ríkis? Hvað hefur stærðin að gera með þau álitaefni sem nú eru uppi? Sænska krónan er smámynt í samanburði við evru, ef horft er til fjölda notenda. En samt segja ákafir Evrópusinnar í Svíþjóð núna að þeir muni ekki mæla með upptöku evru í því landi meðan þeir fái pólitískan anda dregið. Og mörg önnur dæmi sambærileg og nýleg mætti nefna sem er þó óþarft. Það sem nú er rætt um hvarvetna, nema hjá þeim sem eru pólitískt vankaðir heimaalningar, er að sameiginleg mynt gangi ekki upp fyrir fjölda þjóða sem haldi efnahagslegu fullveldi sínu að mestu, þótt á sama svæði séu. Þannig er allt í einu komið, að um þessa niðurstöðu er ekki lengur deilt í Evrópu. Þar hefur enginn vitiborinn maður þá afstöðu sem fraus föst í Samfylkingunni fyrir einhverjum árum. Deiluefnið er skýrt En þótt niðurstaðan sé ekki lengur umdeild og á daginn hafi komið að efasemdarmenn um evruna höfðu rétt fyrir sér og það hafi bitur reynsla staðfest, þá er vissulega deilt um hver viðbrögðin eigi að vera. Það er þroskað deilu- efni. Það er ekki „pabbi minn er sterkari en pabbi þinn“-röksemdafærslan sem enn dugar harðfullorðnu fólki upp á Íslandi. Deiluefnið hefur því færst til. Óumdeilt er orðið að sam- eiginleg mynt hentar ekki efnahagslega full- valda þjóðum. Spurt er: Eiga viðbrögðin að verða þau að hætta hinni dýrkeyptu tilraun með evruna eða að uppfylla það skilyrði sem vantar upp á, svo hún fái þrifist: að skerða efnahagslegt fullveldi þjóða og auka á móti valdið í Brussel svo það megi duga evrunni? Þessi veruleiki allur er tiltölulega nýr. Völlur umræðunnar hefur verið markaður á ný. Þessi staða var ekki uppi þegar Samfylkingunni tókst að þvinga svikula og sveigjanlega forystu Vinstri grænna til verka í skiptum fyrir völd og standa að aðildarumsókn að ESB fyrir tveimur árum. Meirihlutavilji til að ganga í ESB var ekki fyrir hendi í þinginu og nú hafa hinar al- mennu forsendur sem ákafamenn hafa vænt- anlega haft fyrir umsókn sinni einnig brostið. Umsóknin sem byggð var á sögulegum svikum og óheilindum er nú einnig byggð á brostnum forsendum. „Evran er sem klettur í hafinu,“ segir sam- fylkingarmaðurinn í forsetastól ASÍ. Það er ekki endilega gott að hafa „kletta í hafinu“ þrátt fyrir jákvæða notkun orðtaksins, sem á að minna á þá staðfestu sem allt brotnar á. En evran hefur því miður reynst fjölmörgum þjóðum sá klettur sem þeirra fley brotnaði á. Hún var táknmynd hins ofursterka sem ekki gat brugðist. Hún var farkostur allra inn í framtíð, farkostur sem ekki gat sokkið. Þess vegna hefur henni verið líkt við Titanic. Titanic var glæsifley sem gat ekki sokkið og rakst á ís- klett í hafinu. Farkosturinn var flottur og dýr og dásamaður mjög. Tilfinnanlegt fjárhagslegt tjón var því af skipsskaðanum, en var þó aukaatriði hjá manntjóninu. Nú er óhemjuleg- um fjármunum hent úr ríkissjóðum og seðla- bönkum til að reyna að bjarga evrunni, en þó fyrst og fremst andliti og orðspori forsprakk- anna og flokkanna sem komu henni á. Ósveigjanlegar kröfur eru gerðar til almenn- ings í veikustu löndunum svo tryggja megi til- veru evrunnar umfram allt annað. Hvarvetna er þrengt að þeim sem minnst hafa. Og samúð pótentátanna er ekki með þeim, heldur gervi- guðinum þeirra, evrunni. Líka hjá þeim sem síst skyldi hér uppi á Íslandi. Og eftirleikurinn á einnig fyrirmynd Og þetta ógeðfellda viðhorf minnir mjög á eft- irleikinn eftir Titanic-slysið fyrir tæpri öld. Haft hefur verið í flimtingum allan þann tíma að hljómsveitin skuli hafa spilað á meðan skipið hallaðist og sökk. Það er svo sem ekki skrítið að sú mynd lifi. En hljómsveitin var ekki verkfæri. Hana skipuðu ungir, lágt launaðir menn. Einn af þeim var Jock Hume. Hann spilaði á fiðlu sína á meðan Titanic sökk. Lík hans var á meðal 190 annarra sem kap- alskipið Nackay-Bennet náði um borð og flutti í land í Halifax. (Yfir þúsund lík fundust aldr- ei.) Lík af farþegum á fyrsta farrými voru sett í kistur og flutt á hestvögnum í líkhús. En lík áhafnarmeðlima og farþega af þriðja farrými voru geymd á ís í leiðinni í land og flutt frá borði í handvögnum. Launagreiðslur til Jocks fiðluleikara voru stöðvaðar miðað við kl 20 mínútur yfir 2 eftir miðnætti, augnablikið sem skipið fór í hafið. Föður hans var síðan sendur reikningur upp á um 50 pens, þar sem ógreidd laun fiðluleikarans höfðu ekki dugað fyrir látúnshnöppum á búningnum hans. Þeg- ar fjölskyldan spurðist fyrir um hvort skipa- félagið gæti flutt lík hans heim til Englands var því jánkað, en þó aðeins ef greiðsla á flutningskostnaði þess yrði reidd fram. Sex mánuðum síðar eignaðist fiðluleikarinn ungi dóttur. Nú hefur sonur hennar skrifað bók um eftirleikinn, sem hann segir að hafi jafnvel verið óhugnanlegri en skipsskaðinn sjálfur. Aldrei var haft samband við ættingja þeirra sem fórust, ef frá er talinn reikning- urinn fyrir skrauthnöppunum. Í næstum öld hefur engum þótt ástæða til að nefna einu orði að þeim hafi þótt miður hvernig fór. Stjórn- arformaður félagsins sem rak Titanic, Bruce Ismay, var auðvitað um borð í skipinu á jómfrúarsiglingu þess. Hann kom sér í björg- unarbát með konum og börnum. Hann tók aldrei til sín eða fyrirtækisins neina ábyrgð á því hvernig fór, þótt hann hefði látið fjarlægja 16 björgunarbáta af skipinu, þar sem það var jú ósökkvanlegt. Dóttursonur fiðluleikarans hefur rekist á margt sem vekur furðu nú og er Reykjavíkurbréf 30.09.11 Pabbi minn er víst sterkari en p

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.