SunnudagsMogginn - 02.10.2011, Qupperneq 25
2. október 2011 25
L
ífsgæði foreldra langveikra
barna breyttust til muna árið
2006 með tilkomu foreldra-
greiðslna. Foreldrar langveikra
eða alvarlega fatlaðra barna gátu frá og
með þeim tíma sótt um þessar greiðslur
ef foreldrunum voru takmörk sett að
vera á vinnumarkaði vegna umönnunar
barna sinna. Foreldrar sem þurfa að
leggja niður starf sitt vegna bráðaað-
stæðna sem upp koma vegna barna
þeirra gefst tækifæri til að fá tekjutengd-
ar greiðslur í allt að þrjá mánuði. For-
eldrar í námi eiga einnig kost á foreldra-
greiðslum. Foreldrar sem hafa hvorki
verið í vinnu, né í námi eiga rétt á svo-
kölluðum grunngreiðslum. Eins gefst
þeim foreldrum sem hafa þegið greiðslur
á vinnumarkaði eða í námi í þrjá mánuði
kostur á að sækja um þessar grunn-
greiðslur. Það þýðir að foreldrar mjög
fatlaðra barna og mjög veikra barna sem
heyja áralanga og oft ævilanga baráttu
við hindranir sínar þiggja flestir þessar
grunngreiðslur.
Hafi foreldri sem þiggur foreldra-
greiðslur áhuga á að starfa á vinnumark-
aði ásamt því að hugsa um veikt barn sitt
er möguleiki fyrir það foreldri að vinna
sér inn tekjur allt að 52.000 krónum án
þess að það hafi áhrif á greiðslurnar. Óski
foreldri aftur á móti eftir frekari vinnu
sem gefur af sér meiri tekjur missir það
foreldragreiðslunar að fullu samkvæmt
Tryggingastofnun.
Frelsandi að komast úr heimi veikinda
Blaðamaður hefur persónulega reynslu af
foreldragreiðslum þar sem hann neydd-
ist til að þiggja þær um tíma. Þegar veik-
indi barns blaðamanns dvínuðu gafst
tækifæri til að haga fullu starfi maka
þannig að blaðamaður hefði getað stund-
að 30-40% starf með veiku barni sínu,
aldrei meira. Þegar blaðamaður þá leitaði
eftir þessu og reiknaði með að fá for-
eldragreiðslur skertar um samsvarandi
starfshlutfall var honum tilkynnt að væri
honum fært að starfa á vinnumarkaði þá
þyrfti hann ekki á þessum tilteknu for-
eldragreiðslum að halda. Blaðamaður
neyddist þá til að gefa frá sér starf sitt til
þess að missa ekki foreldragreiðslurnar.
Á þessum tíma hafði hann hafði verið
rúmt ár frá vinnu og verið fastur í heimi
veikinda og var þráin eftir venjulegu lífi
orðin býsna fyrirferðarmikil. Að vera
innan um fólk sem ekki glímir við veik-
indi eða að geta hugsað um eitthvað ann-
að en veikindi hefði verið afar kærkomið
fyrir blaðamann á þessum tíma fyrir utan
þá augljósu staðreynd að það hlýtur að
vera hagkvæmara fyrir þjóðfélagið að
greiða bótaþega 70% bætur í stað 100%.
Mat Tryggingastofnunar
Þegar leitað var svara hjá Trygg-
ingastofnun hvers vegna ekki sé hægt að
vera í hlutastarfi á móti skertum for-
eldragreiðslum er vitnað í lög 22/2006 -
19. gr. um greiðslur til foreldra lang-
veikra eða alvarlega fatlaðra barna þar
sem kemur fram að heimilt er að veita
foreldragreiðslur ef foreldri „getur
hvorki sinnt störfum utan heimilis né
námi vegna þess að barn þess þarfnast
verulegrar umönnunar vegna mjög al-
varlegs og langvinns sjúkdóms eða fötl-
unar“.
En það er því spurning hvort þetta sé
rétt túlkun hjá Tryggingastofnun. Ef
röstuðningurinn liggur eingöngu að baki
setningunni „að geta ekki sinnt störfum“
má velta merkingunni fyrir sér: Á það
við að geta ekki sinnt fullu starfi eða að
geta ekki sinnt starfi að hluta? Þegar
kemur að þessum mannlegu málaflokk-
um, þarf lagatextinn þá ekki að vera
skýrari eða er í lagi að hafa hann það
óljósan að starfsmenn Tryggingastofn-
unar þurfi að túlka lagatextann á ákveð-
inn hátt?
Eftir að blaðamaður las betur yfir lögin
og leitaði til sérfróðs lögfræðings á þessu
sviði, þá varð ekki annað séð en að gert
væri ráð fyrir þeim möguleika að foreldri
rétt þýðir það að bótaþegi sem þiggur
foreldragreiðslur má vinna fyrir sér og fá
allt að 52.000 krónur á mánuði í tekjur
án þess að foreldragreiðslur skerðist. En
fari tekjurnar í 53.000 krónur á mánuði
missir bótaþeginn greiðslurnar að fullu.
Veikindi og fötlun „venjast“
Einstaklingur sem lendir í því að eiga al-
varlega veikt eða fatlað barn er á svip-
stundu í þeirri stöðu í lífi sínu að athygl-
ispunkturinn er aðeins einn, þ.e. veika
eða fatlaða barnið. Hvernig sem umönn-
unin er, hvort sem hún er mikil að því er
varðar líkamlega aðstoð eða viðveru
vegna kvala og vanlíðanar barnsins, þá er
það ljóst að flestir foreldrar henda öllu
frá sér til að sinna þörfum barnsins síns.
Svo getur það gerst að ekkert breytist er
varðar barnið árum saman. Fötlunin er
enn sú sama, heilaæxlið er óviðráð-
anlegt, taugahrörnun er viðvarandi
o.s.frv. Á þessu ári eða árum sem for-
eldrið hefur annast veikt eða fatlað barn
sitt geta flestir foreldrar víkkað út at-
hyglispunkt sinn þar sem umönnunin er
orðin hluti af lífinu. Á þeim tíma getur
það reynst foreldri vel að komast út úr
heimi veikinda eða fötlunar þó ekki sé
nema í örstuttan tíma eigi foreldrið kost
á að hitt foreldrið, ömmur, afar eða aðrir
aðstandendur eða vinir geti setið yfir og/
eða sinnt veika eða fatlaða barninu. Það
að foreldrið treysti sér til að fara að vinna
í hlutastarfi þarf ekki að þýða að fötlunin
hafi gengið til baka, hrörnunarsjúkdóm-
urinn hafi horfið eða að hjartagallinn sé á
bak og burt. Það þýðir einfaldlega að
veikindin eða fötlunin eru orðin hluti af
hversdagslegu lífi fjölskyldunnar. Það er
ekki auðvelt verk að stíga út úr ramma
veikinda og fötlunar og fara aftur inn á
vinnumarkaðinn eftir nokkurra ára fjar-
veru. Það hlýtur hver maður að sjá að
treysti foreldið sér til að fara í hlutastarf
hlýtur það bæði að gera einstaklingnum
og fjölskyldunni gott, fyrir utan sam-
félagslega hagkvæmni.
Letjandi bótakerfi
Gefist foreldrum lang-
veikra eða fatlaðra
barna tækifæri til að
fara að hluta út á
vinnumarkað missa
þeir rétt sinn til for-
eldragreiðslna í stað
þess að fá þær hlutfalls-
lega skertar á móti
starfi sínu.
Texti: Signý Gunnarsdóttir signy@mbl.is
Myndir: Kjartan Þorbjörnsson golli@mbl.is
’
Ef túlkun Trygg-
ingastofnunar á 19.
grein er rétt, hvers
vegna er þá 22. grein lag-
anna til staðar...“
sem þiggur foreldragreiðslur geti unnið
að hluta, en í 22. grein í lögum um
greiðslur til foreldra langveikra eða al-
varlega fatlaðra barna segir:
„Þegar samanlagðar grunngreiðslur
skv. 19 gr., sbr. 20. gr. og tekjur foreldris
og aðrar greiðslur, þar á meðal örorku-
greiðslur úr almennum lífeyrissjóðum og
séreignarsjóðum og fjármagnstekjur eru
hærri en sem nemur grunngreiðslum að
vibættu frítekjumarki skv. 2. mgr. skal
skerða grunngreiðslur um helming
þeirra tekna sem umfram eru.“
Svo virðist sem þessi lagagrein stangist
á við túlkun Tryggingastofnunar. Ætti
ekki sérstaklega að útiloka launatekjur í
þessum texta ef túlkun Tryggingastofn-
unar á að standast? Og því kann vel að
vera að hópur af foreldrum langveikra og
fatlaðra barna að fái þar röng svör þegar
þeir leita réttar síns.
Ef Tryggingastofnun vill alfarið reiða
sig á sína túlkun á 19. grein laganna, um
hvort viðkomandi eigi rétt á foreldra-
greiðslum eða ekki, mætti hún vera
skýrari. Eins er spurning hvers vegna 22.
grein er í sömu lögum, um frádrátt vegna
tekna og annarra greiðslna og frí-
tekjumark, ef ekki er gert ráð fyrir að sá
sem þiggur foreldragreiðslur hafi nokkr-
ar tekjur að fjármagnstekjum og að ör-
orkugreiðslum undanskildum. Hefði þá
greinin ekki þurft að vera einskorðuð við
þessa tekjuflokka? Ef túlkun Trygg-
ingastofnunar á 19. grein er rétt, hvers
vegna er þá 22. grein laganna til staðar og
þyrfti þá ekki að nota annars konar
orðasamband en „þar á meðal“?
Sé mat Tryggingastofnunar á lögunum