SunnudagsMogginn - 02.10.2011, Síða 28

SunnudagsMogginn - 02.10.2011, Síða 28
28 2. október 2011 vestur og vorum í rúm fimm ár. Við komum svo aftur í bæinn vegna þess að ég fór í nám.“ Framtíðartölvuharmónikka Hvað ertu að læra? „Ég er í mastersnámi í Listaháskóla Íslands. Ég smíð- aði hljóðfæri sem ég kalla mírstrument í höfuðið á geim- stöðinni. Þetta er tæknilegt hljóðfæri, eins konar fram- tíðartölvuharmónikka. Ég fann mjög fljótlega að ég var farinn að staðna á þetta hljóðfæri, snerist í kringum sjálfan mig og spilaði bara mína eigin tónlist. Nú vil ég þróa þetta hljóðfæri áfram með aðstoð annarra og á því byggist mastersnámið. Segjum sem svo að þú sért pí- anóleikari. Kannski værir þú akkúrat píanóleikarinn sem ég gæti lært af. Þú þyrftir ekkert að kunna á hljóð- færið sem ég smíðaði en ég gæti hugsanlega lært af þér, hitt þig tvisvar í viku, og reynt að fá þig til að miðla til mín reynslu og hæfni sem gæti orðið til þess ég yrði betri á hljóðfærið.“ Hefurðu fundið réttu manneskjuna til að læra af? „Ég er að leita. Ég ætla að hitta marga einstaklinga sem koma úr mismunandi áttum; úr klassíska geir- anum, djassheiminum, þá sem spila elektróníska tón- list, popp og rokk, fólk úr leikhúsi og úr bíóheiminum. Ég er til í hvað sem er til að víkka sjónardeildarhring- inn.“ Notarðu þetta hljóðfæri á þessum diski? „Í litlum mæli en á næstu plötu ætla ég einungis að notast við það. Það gæti orðið skemmtilegt.“ Þú heitir Örn Elías en af hverju fórstu að kalla þig Mugison? „Pabbi hefur alla tíð verið kallaður Muggi. Hann heitir Guðmundur en í Bolungarvík þar sem hann ólst upp voru aðrir Guðmundar kallaðir Mummi og Gummi og Muggi var eina gælunafnið sem var eftir fyrir hann. Fyrir tíu árum bjó hann í Malasíu. Ég var þá í námi í London og heimsótti hann í jólafríi og við rúntuðum um og sungum í karókí. Karlinn er með djúpa vestfirska bassa- sjómaður, unnið í frystihúsi, verið sendill hjá Kaupþingi og unnið með fötluðum börnum í Reykjadal. Gamla Ís- land, sem sagt. En lífsstarf mitt er að vera tónlist- armaður og það á vel við mig.“ Mér er sagt að þú hafir verið mikið á flakki sem barn. „Ég ólst upp fyrir vestan en þegar ég var sex ára réð pabbi sig á Feng. Fengur var skip sem sent var til Græn- höfðaeyja og var hluti af fyrsta alvöruþróunarverkefn- inu sem íslenska ríkið tók þátt í. Pabbi varð skipstjóri á því skipi og verkefnið var að kenna innfæddum túnfisk- veiðar. Frá sex ára aldurs til tólf ára var ég á nokkru flakki milli landa með fjölskyldunni, bjó á Grænhöfða- eyjum, svo um tíma í Portúgal og svo fórum við reglu- lega til Íslands. Á Grænhöfðaeyjum ólst ég upp við mikið frelsi, lék mér í fótbolta við krakkana og var mikið á ströndinni. Þarna voru villihundar sem vöktu mikla at- hygli mína, sérstaklega hvolparnir. Ég átti tvo dvergapa sem ég var með í bandi og fóðraði á banönum. Þetta var alveg óskaplega skemmtilegt fyrir barn.“ En hvað með skólagöngu? „Mamma keypti skólabækur og reyndi sitt besta til að kenna mér, en ég var skrifblindur þannig að það var ekki beinlínis auðvelt fyrir mig, sex ára gamlan, að skrifa stafi.“ Átti þetta frjálsa líf í fjarlægum löndum vel við þig? „Ég er opinn náungi og á auðvelt með að fara inn í nýjar aðstæður, þannig að þetta hentaði mér ágætlega. Þetta fór ekki eins vel í systur mína. Ég held að það hefði átt betur við hana að vera í einum bekk alla skólagöng- una meðan það skipti mig engu máli. Við komum svo heim og þegar ég var búinn með menntaskólann fór ég til Bretlands til að læra hljóðupptökur og var þar í þrjú ár. Mamma og pabbi voru skilin og hann fluttur á Ísa- fjörð og ég fór þangað til að skrifa lokaritgerðina mína. Þar hitti ég hana Rúnu mína sem var sætasta skvísan á Ísafirði. Ég ílengdist á Ísafirði en við fórum í bæinn þegar við eignuðumst fyrsta barnið okkar. Fórum síðan aftur H aglél er nýr geisladiskur með hinum vinsæla tónlistarmanni Mugison og fyrsti diskur hans með íslenskum textum. „Mig hafði lengi langað til að gera íslenska plötu og átti efni sem mér fannst áhugavert,“ segir Mugison. Spurður um heitið á plötunni, Haglél, segir hann: „Eitt laganna heitir Haglél og mér fannst það bera af sem titill, íslenskt nafn sem er í senn bæði fallegt og gróft. Annars var grín- titillinn Mugison og Sinfó. Mér fannst fyndin hugmynd að gefa út plötu sem væri ekki með Sinfóníuhljómsveit- inni en hefði samt Sinfó í titlinum því svo að segja annar hver maður er búinn að gera plötu með hljómsveitinni.“ Þú hefur föndrað mikið við plötuumslagið sem er sérhannað. Af hverju leggurðu svona mikið í umgjörð- ina? „Þetta er beint-af-býli-stemning. Ég er trillukarl í þessum bransa, sem lög, tek þau upp og föndra við um- slagið. Þetta nýja umslag er heimaföndur eftir mig, konu mína og vini. Fyrsta platan sem ég gerði, og kom út árið 2002, var öll handsaumuð í 13.000 eintökum og það tók tvo mánuði. Þá fékk ég afa og ömmu og fullt af fólki til að koma í sumarbústað og hjálpa til við saumamennsk- una. Ætli við höfum ekki saumað um 3.000 eintök þá helgi. Það var mjög notalegt að sitja við og föndra og spjalla við fólk í leiðinni, samtölin verða svo skemmtileg og maður kemst að því hvernig fólki raunverulega líð- ur.“ Með dvergapa í bandi Ætlaðirðu strax sem krakki að verða tónlistarmaður? „Ég hafði mikinn áhuga á tónlist þegar ég var krakki, en ég ætlaði ekkert sérstaklega að verða tónlistarmaður. Ég var einn af þessum krökkum sem ætla að verða allt. Þegar ég horfði á kvikmynd ætlaði ég að fara í sama starf og persónan sem ég horfði á í myndinni. Ef ég horfði á karatemynd ætlaði ég að verða karatemaður og ef ég horfði á löggumynd ætlaði ég að verða lögga. Ég hef unnið við eitt og annað og prófað ýmislegt. Ég hef verið Viðtal Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Ég er trillukarl í þessum bransa Mugison: Svo ég gerist nú dramatískur þá finnst mér vissulega ömurlegt að missa af því þegar börnin mín taka fyrstu skrefin og segja fyrstu orðin.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.