SunnudagsMogginn - 02.10.2011, Qupperneq 29
2. október 2011 29
rödd sem sló í gegn hjá Malasíubúum sem þóttust aldrei
hafa heyrt annað eins enda komst pabbi nálægt því að
framkalla jarðskjálfta með því að syngja Whitney
Houston-lög í karókí. Þegar hann tók sér pásur klappaði
fólkið hann upp og kallaði: Muggi. Muggi. Hann sagði:
Sonur minn tekur núna nokkur lög. Þá sagði Skandin-
avíubúi sem þarna var við mig: Ert þú þá Muggison? Á
þessum tíma var ég ekki orðinn söngvari, bjó bara til
elektróníska tónlist, en mér fannst flott að fæðast þarna
sem Mugison á fylliríi með pabba mínum á karókí í Mal-
asíu.“
Hverjir hafa haft áhrif á þig sem tónlistarmann?
„Mjög margir. Ætli Björk hafi ekki haft mest áhrif.
Hún var gríðarlega sterk fyrirmynd, sérstaklega á mót-
unarárunum frá fjórtán ára til tvítugs. Og Smekkleysu-
liðið allt saman og þá sérstaklega Einar Örn. Þegar hann
sagði í Rokk í Reykjavík: Það skiptir ekki máli hvað þú
getur heldur hvað þú gerir, þá var það fyrir mig eins og
fyrir trúarkarl að frelsast inn í Biblíuna. Svo gekk ég
vitaskuld í gegnum alls kyns tímabil, eins og rokkið,
hippadóterí, underground, og hlustaði líka á menn eins
og KK og Magga Eiríks. Ég drakk alla þessa tónlist í mig.
Ég er kannski undir áhrifum frá tíu manns í einu lagi en
það sjá ekki allir hvaðan þau áhrif koma.“
Eins og barn í sælgætisverksmiðju
Þú ert tónlistarmaður sem er á ferðalögum og spilar
erlendis. Er ekkert einmanalegt að vera löngum stund-
um á flakki milli staða?
„Þetta er dálítið eins og sjómennska. Einmanalegt að
því leyti að ég er fjarri fjölskyldunni þegar ég er í út-
löndum. En þegar ég er á ferðalagi hitti ég gríðarlega
mikið af áhugaverðu fólki. Sérstaklega á skrýtnum og
skemmtilegum tónleikahátíðum. Þá líður mér eins og ég
sé barn í sælgætisverksmiðju. Svo ég gerist nú drama-
tískur þá finnst mér vissulega ömurlegt að missa af því
þegar börnin mín taka fyrstu skefin og segja fyrstu orðin
Á móti kemur að það koma löng tímabil þar sem ég er
heima. Ég var til dæmis heima svo að segja allt síðasta ár.
Þannig að þetta jafnast út.“
Þú hefur samið kvikmyndatónlist, meðal annars við
A Little Trip to Heaven og Mýrina. Er það öðruvísi en
að semja annars konar tónlist?
„Það er mjög góð þjálfun að semja kvikmyndatónlist,
dálítið eins og að fara í líkamsrækt og þjálfa vöðvana.
Það er líka eins og samtal. Með tónlistinni er maður að
segja við áhorfandann: Þetta atriði er sorglegt, þarna er
spenna, hér á að vera gaman, núna kemur ógn. Það er
líka hópvinna, sem er góð tilbreyting. Maður hittir leik-
stjórann og hann er annaðhvort ánægður eða óánægður
með tónlistina sem maður hefur samið. Ef hann er
ánægður þá er verkinu lokið en ef hann er óánægður þá
byrjar maður bara upp á nýtt.
Þetta er öðruvísi vinna en þegar ég er að semja lög og
texta, þá snýst vinnan að svo miklu leyti um það hvað
hjarta mitt vill segja. Það getur tekið á. Ég verð oft
óánægður og hendi lögum. Það þarf svo mikið til að mér
þyki lag eftir mig vera verulega gott. Ætli ég hendi ekki
80 prósentum af því sem ég geri. Sumt er óttalegt
drasl.“
Hvað gerist þegar þú ert ánægður?
„Það er eins og að vinna í bingó. Maður er kominn
með allar tölur nema tvær og þá vaknar spenna. Svo
koma réttu tölurnar og maður áttar sig á því að maður
hefur unnið.“
Þú ert upphafsmaður að tónlistarhátíðinni Aldrei fór
ég suður sem haldin hefur verið reglulega á Ísafirði.
Hvernig fékkstu þá hugmynd?
„Við pabbi fengum hugmyndina í sameiningu og hún
átti bara að vera gott grín. Ég var að spila á tónlistarhátíð
í London árið 2003. Þetta var hefðbundin hátíð þar sem
litlu nöfnin byrjuðu á því að spila og stóru nöfnin tóku
síðan við. Ég var mjög lítill karl á plakatinu og spilaði
snemma, um sjöleytið. Þegar ég var búinn að spila um
kvölmatarleytið settumst við pabbi niður á barnum og
ákváðum að búa til okkar eigin hugmynd að tónlist-
arhátíð og brjóta allar reglur sem hafðar voru í heiðri á
þessari hátíð. Í okkar dagskrá áttu þeir flytjendur sem
væru minnst þekktir að ljúka tónleikunum og við
bjuggum til langan lista. Þegar við komum heim þremur
dögum seinna hittum við Ragnar Kjartansson myndlist-
armann vin okkar og sýndum honum listann og honum
fannst þetta óskaplega fyndið. Ragnar er einn af þeim
mönnum sem hafa fallegan hlátur og geta fengið alla til
að gera hvað sem er vegna þess að þeir eru svo
skemmtilegir. Hann tók að sér að sannfæra íslenska tón-
listarmenn um að þetta væri málið. Svo voru nokkrir
eldhressir Ísfirðingar sem voru tilbúnir að gera þetta að
raunveruleika, tæmdu frystihús á tveimur sólarhringum
og elduðu mat ofan í liðið. Sáu um praktísk atriði sem
karl eins og ég kann ekki á. Allt í einu vorum við komnir
með 23 liða dagskrá fyrsta árið. Síðan hefur þetta verið
fastur liður fyrir vestan.“
Hvernig gengur þér að lifa á því að vera tónlist-
armaður?
„Frá 2002 hefur mér tekist það. En það er reyndar
ekki alveg sanngjarnt að miða við árið 2002 því þá var ég
konulaus og barnlaus og það að lifa á tónlist fólst þá
kannski bara í því að geta keypt sér bjór um helgar. Ég
hóf minn feril á því að flakka um heiminn og spila fyrir
ekki neitt á hinum og þessum stöðum. Fór svo í eft-
irpartí þar sem ég kynntist fólki. Sumt af þessu fólki
bauð mér svo að koma aftur og borgaði mér þá og með
sumum hef ég verið að vinna síðan. Þannig náði ég að
virkja erlend sambönd. Síðan hefur þessi ferill vaxið.
Þegar ég svo þurfti að eiga eitthvað inni á bók þegar
börnin mín tvö komu í heiminn þá gekk það upp.“
Heldurðu að tónlist þín verði í stöðugri þróun næstu
árin?
„Ég á marga drauma. Ég vil skapa og vinna með fólki.
Ég hef stundum sagt að tónlistin mín sé skítsófrenísk. Ég
held að hún sé þannig vegna þess að ég hef svo gaman af
því að koma sjálfum mér á óvart og brjóta mínar eigin
reglur.“
’
Þegar ég er að semja
lög og texta þá snýst
vinnan að svo miklu
leyti um það hvað hjarta mitt
vill segja. Það getur tekið á.
Ég verð oft óánægður og
hendi lögum. Það þarf svo
mikið til að mér þyki lag eftir
mig vera verulega gott. Ætli
ég hendi ekki 80 prósentum
af því sem ég geri.
Sumt er óttalegt drasl.“
Morgunblaðið/Eggert