SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 02.10.2011, Qupperneq 33

SunnudagsMogginn - 02.10.2011, Qupperneq 33
2. október 2011 33 Rawls (1921-2002) þannig þráðinn upp þar sem þeir skildu við hann. Rawls spann hann áfram og setti fram kenningar um að meta ætti samfélagslega velferð á grund- velli velferðar þeirra sem verst eru settir í þjóðfélaginu. Þannig er unnt að bera saman tvö lönd og komast að þeirri niðurstöðu að velferðin sé meiri þar sem hag hinna verst stöddu er betur borgið. Rawls hélt því þannig fram að ríkisvaldið ætti að tryggja réttlæti. Grundvallarhugmyndin er sú að þeir sem setja reglur fyrir þjóðfélagið verði að vera óvissir um hvaða stétt þeir muni tilheyra eftir að reglurnar ganga í gildi. Rawls hélt því fram að þá yrðu tvenns konar reglur settar. Annars vegar yrðu grundvallarréttindi tryggð, s.s. ferða- frelsi, trúfrelsi, kosningafrelsi o.s.frv., og hins vegar yrðu reglur um jöfn tækifæri þegnanna innleiddar. En til þess að tryggja jöfn tækifæri og að hinir efnameiri misbeiti ekki auði sínum og völdum, er nauðsynlegt að fylgja þeirri reglu, að ekki megi flytja tekjur á milli þjóðfélagshópa án þess, að slíkur tilflutningur komi þeim lægst launuðu til góða. Telja má Robert Nozick (1938-2002) einn helsta and- mælanda Rawls. Hann lagði áherslu á að þau réttindi sem verða til í frjálsum viðskiptum einstaklinganna séu réttlát. Nozick taldi þess vegna að einungis væri unnt að réttlæta lágmarksríki. Ekki væri hægt að undirgangast hugmyndir Rawls vegna þess að þær krefðust of umfangsmikils rík- isvalds. Grundvallarhugmynd Nozick var sú að allt rík- isvald byggðist, samkvæmt skilgreiningu, á valdbeitingu — það þvingaði þegnana til að hegða sér á annan hátt en þeir myndu kjósa af fúsum og frjálsum vilja. Hann hélt því þannig fram að Rawls gæti ekki útskýrt af hverju borgarar myndu vilja beygja sig undir slíkt vald. Segja má að grundvallarmunurinn á þessum tveim hug- myndasmiðum sé sá að Rawls fjallar um réttlæti end- anlegrar dreifingar gæðanna, en Nozick fjallar um réttlæti þeirra athafna, sem þarf til þess að endurdreifa tekjunum. Þannig hélt Rawls því fram að þjóðfélag, þar sem tíundi hluti þegnanna býr við mikla fátækt, sé óréttlátt, en No- zick fjallaði um hvernig þessi misskipting teknanna myndaðist og hvaða kostnað leiðrétting á henni hefði í för með sér. Ef þessi tíundi hluti fólks hefði framið afbrot og verið dæmdur fyrir réttlátum dómstólum, þyrftu lágar tekjur hans ekki að vera merki um óréttlæti. Jafnvel er hægt að deila um hvort fátækt sem er afleiðing óábyrgrar hegðunar sé réttlát í þeim skilningi að með henni skapist ekki stjórnarskrárbundinn réttur til gæða, sem ríkið út- deilir á kostnað þeirra sem haga sér á ábyrgan hátt. Tökum annað dæmi af þjóðfélagi þar sem allir þegn- arnir hafa sömu tekjur. Ef tekjuskiptingin hefur orðið til á þann hátt að annar helmingur þegnanna hefur stolið frá hinum er ekki um réttlæti að ræða samkvæmt kenningu Nozicks. Það sem skiptir máli er að menn afli sér gæðanna á löglegan hátt á frjálsum markaði. Ef svo er þá er úthlut- unin réttlát. Augljóst er af hverju kenningar Nozicks og Rawls stangast á. Kenning Rawls felur í sér þá reglu að einungis eigi að bæta hag þeirra ríku ef hinir fátæku hagnast einn- ig. En slík regla hlýtur ávallt að fela í sér valdbeitingu þannig að þeim réttindum sem myndast á frjálsum mark- aði sé breytt. Samkvæmt kenningu Rawls væri ránshendi Hróa hattar hugsanlega réttlætanleg – að stela frá hinum ríku og gefa til hinna fátæku – en ekki samkvæmt kenn- ingu Nozicks. Að baki þessari deilu liggja mismunandi hugmyndir um frelsi. Nozick metur frelsi einstaklinga til að versla á frjálsum mörkuðum og halda eignarrétti yfir eigum sín- um. Rawls metur á hinn bóginn frelsið meira í efnahags- legum skilningi. Hann myndi segja að frelsi á markaði væri einungis frelsi þeirra efnuðu og að skattlagning og dreifing tekna frá þeim ríku til hinna fátækari væri nauð- synleg til að veita hinum síðarnefndu efnahagslegt frelsi. Af þessari umræðu má sjá að hér eru á ferðinni grund- vallarviðhorf eða stjórnmálaskoðanir sem oft eru kenndar við hægri og vinstri. Flestir væru líklega sáttir við að tryggja ákveðnar lágmarksþarfir í samfélaginu, líkt og tí- undin var notuð til fátækraframfærslu fyrr á öldum. En mjög umdeilt er hversu hart ríkisvaldið á að ganga fram í því, að jafna hag-félagsleg réttindi borgaranna með sér- tækum aðgerðum. Réttlæti í þeim skilningi veltur á þeim sem spurður er. Augljóst er að skoðanir þeirra Rawls og Nozicks liggja á sitthvorum jaðrinum. Rawls aðhyllist sterkt og mikið rík- isvald, en sá síðarnefndi talar fyrir lágmarksríki, þar sem nær eina hlutverk ríkisins er að veita borgurunum vernd fyrir ofbeldi og skerðingu eigna (t.d. vernd fyrir þjófum). Mín skoðun er að fara eigi bil beggja og auk fyrstu kyn- slóðar réttinda eigi ríkið að tryggja öryggisnet fyrir þá sem af einhverjum ástæðum verða undir í lífsbaráttunni, t.a.m. vegna slysa, sjúkdóma, aldurs eða ófyrirséðra óhappa. Ríkisvaldið á auk þess að tryggja lágmarksmenntun. Ég vil því ekki lágmarksríki, en ég vil forsjárhyggjulaust rík- isvald sem tryggir frelsi mitt í stjórnarskrá. Á þessu byggi ég lífsskoðanir mínar. Íslenska stjórnarskráin Víkur þá sögunni til Íslands. Stjórnarskrár ríkja eru ekki endurskrifaðar frá grunni nema að undangenginni bylt- ingu eða stórkostlegri uppstokkun þjóðfélagsins. Dæmi um fyrri kostinn er Frakkland í kjölfar byltingarinnar og þann síðari Þýskaland í kjölfar seinni heimsstyrjaldar eða Suður-Afríka í kjölfar afnáms aðskilnaðarstefnunnar. Ástæðan er sú að svo viðamiklar breytingar á stjórnarskrá geta haft mun meiri og ófyrirsjáanlegri áhrif en menn ætla í fyrstu, ekki eingöngu fyrir borgarana sjálfa, heldur einn- ig allar stofnanir samfélagsins sem leitt gæti til tímabund- innar upplausnar. Leiðum hugann að dæmunum, sem ég tók hér að framan um annarrar kynslóðar réttindi. Ljóst er t.d. að dómstólar fengju ærið hlutverk ef þau kæmust í stjórnarskrá. Afleidd lög myndu einnig breytast. Margir halda því fram í fullri alvöru, að búsáhaldabylt- ingin svokallaða hafi verið bylting fólksins og því sé ástæða til að endurskrifa stjórnarskrá íslenska lýðveldisins frá grunni. Þetta tel ég rangt og raunar algjört glapræði. Búsáhaldabyltingin var ekki bylting í sönnum skilningi þess orðs, heldur mótmæli. Ekki er einu sinni ljóst hverju var verið að andæfa. Sumir voru að mótmæla ríkjandi stjórnvöldum, aðrir markaðshagkerfinu og enn aðrir óréttlæti hrunsins o.s.frv. Það var ekki verið að mótmæla stjórnskipuninni, eins og t.a.m. Frakkar gerðu á sínum tíma og Rússar enn síðar. Búsáhaldabyltingin var því ekki ákall á nýja stjórnarskrá, enda heldur því ekki fram nokk- ur maður, sem hugsað hefur málið af heiðarleika, að hrunið hafi orðið vegna gallaðrar stjórnarskrár. Það væru hugarórar á hæsta stigi. Lesandanum má nú vera orðið ljóst að ég er mótfallinn því að stjórnarskrá lýðveldisins sé endurskrifuð frá grunni. Ég er þeirrar skoðunar að stjórnarskrá eigi að þróast hægt og bítandi ef á annað borð á að breyta henni. Ekki á að flana að neinu þegar svona mikilvægt mál á í hlut. Þetta er sá háttur sem hafður hefur verið á hingað til og hefur hann gefist vel. Frá því að Íslendingar samþykktu eigin stjórnarskrá 1944, hefur 46 af 79 greinum hennar verið breytt og nefna má að sérstakur mannréttindakafli hefur verið settur inn. Það er því rangt sem margir halda fram að stjórnarskrá lýðveldisins hafi staðið óbreytt frá 1944. En ég er á móti tillögum stjórnlagaráðs af annarri og dýpri ástæðu, eins og sjá má af umfjöllun minni. Í drögum ráðsins er annarrar og þriðju kynslóðar réttindum gert hátt undir höfði, en með því er hlutverk ríkisins útvíkkað og gert nær altækt. Ef tillögurnar yrðu endurspeglaðar að fullu í nýrri stjórnarskrá væri ríkið gert að algjörri miðju í lífi okkar. Stjórnarskráin veitti okkur ekki lengur þá vernd gegn ríkinu sem ég vil að stjórnarskrá veiti. Frelsi mitt væri skert mun meira en ég er tilbúin til þrátt fyrir að ég sé ekki lágmarksríkismaður. Niðurstaða Ég er þeirrar skoðunar að það hafi verið mikil mistök hvernig staðið var að stjórnarskrármálinu. Ég tel að málið hafi ekki verið hugsað til enda. Margir munu mótmæla þessari skoðun minni og úthrópa mig sem úrtölumann. Við það fólk vil ég segja: heilbrigð skoðanaskipti og rök- ræður eru nauðsynlegar í lýðræðisþjóðfélagi. Allt of marg- ir vilja kæfa skoðanir pólitískra andstæðinga nú um stundir. Ég held að það stafi oftar en ekki af því að yfirlýs- ingar og upphrópanir þeirra standa oft ekki á sterkum málefnalegum grunni heldur einkennast þær af tilfinn- ingum stundarinnar. Ég hef hér reynt að gera eins skýrt og mér er unnt grein fyrir máli mínu og ef einhverjir eru ósammála mér þá er það fínt. Færi þeir rök fyrir sínu máli – ég færi rök fyrir mínu, og síðan kveðumst við á eins og kapparnir forðum. Hins vegar er ég einnig þeirrar skoðunar að við endur- skoðun stjórnarskrárinnar eigi að taka sem mest mið af tillögum stjórnlagaráðs en með því fororði að því sé ekki breytt sem ekki þarf að breyta og að annarrar og þriðju kynslóðar réttindum verið haldið fyrir utan þá vinnu. Ég vil að stjórnarskráin verji okkur fyrir misvitrum stjórn- mála- og embættismönnum. Ef drög stjórnlagaráðs yrðu að nýrri stjórnarskrá, hyrfi sú vernd. Morgunblaðið/Golli Búsáhaldabyltingin var ekki bylting í sönnum skilningi þess orðs, heldur mótmæli. Ekki er einu sinni ljóst hverju var verið að andæfa. Höfundur er þingmaður og prófessor í hagfræði.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.