SunnudagsMogginn - 02.10.2011, Page 36

SunnudagsMogginn - 02.10.2011, Page 36
36 2. október 2011 Þ ýska stórborgin Frankfurt er mikið rædd í íslenskum bók- menntaheimi um þessar mund- ir, enda verður Ísland heið- ursgestur á stærstu bókastefnu heims í haust, sem haldin er þar á hverju ári. Leið flestra liggur í upphafi á aðallest- arstöðina, sem er í miðborg Frankfurt. Eins og nærri má geta er hægt að taka lest þangað frá flugvellinum í Frankfurt og tekur ferðalagið um tíu mínútur. Það- an er svo 20 til 30 mínútna ganga í átt að gríðarstóru ráðstefnu- og sýningarsvæði borgarinnar, sem er helgað bókastefn- unni í þarnæstu viku. En það má segja að öll vötn renni til Frankfurt, því aðallestarstöðin er ein sú stærsta í Evrópu og fjöldinn sem fer um hana á degi hverjum er meiri en íslenska þjóðin. Þaðan liggja fjölfarnar versl- unargötur í átt að ráðhústorginu og fjár- málahverfinu og á kvöldin eru þar knæp- ur opnar fram á nótt og eins er nokkuð um neónlýstar kynlífsbúllur. Frankfurt er miðstöð fjármálaheimsins í Þýskalandi og á meginlandi Evrópu og höfuðstöðvar þýskra banka eru áberandi í borgarlandslaginu. Þar er til að mynda aðsetur evrópska seðlabankans, þýska seðlabankans og þýsku kauphallarinnar. Tilvalið er fyrir áhugafólk um aðild að Evrópusambandinu að fara í verslunina á fyrstu hæð evrópska seðlabankans, þar sem kaupa má ýmsan varning merktan evrunni, regnhlífar, hatta og súkkulaði. Þá er notalegt að hreiðra um sig á Hauptwache, sem stendur við neð- anjarðarlestarstöð í miðborginni með sama nafni. Hauptwache-byggingin var reist árið 1730 og var fangelsi til að byrja með og er nafnið dregið af því, sem út- leggst á íslensku: „Aðalvarðstöðin“. Nú er þetta vinsælt og víðfrægt kaffihús. Í grennd við það eru kynningarhóf bóka- útgefenda haldin í lok dags á bókastefn- unni. Einnig er gamla hverfið skemmtilegt, ráðhústorgið einstakt og í nágrenni þess má meðal annars finna Schirn-listasafn- ið, þar sem íslensk handrit eru nú á sýn- ingu Gabríelu Friðriksdóttur, og Frank- furter Kunstverein, hvar Ragnar Kjartansson hefur hreiðrað um sig. Ef gengið er frá Aðalvarðstöðinni er Goethe-safnið í leiðinni, í endurreistu húsi skáldsins. Upprunalega húsið hrundi í loftárás bandamanna árið 1944. Þá er ráð að koma við í Pálskirkju, en þar kom saman fyrsta lýðræðislega kjörna þingið í Þýskalandi árið 1848. Öll vötn renna til Frankfurt Frankfurt verður á allra vörum á næstu vikum þegar Ísland verður heiðursgestur á stærstu bókastefnu í heiminum. Texti: Pétur Blöndal pebl@mbl.is Myndir: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is Þýskur sælkeramatur á boðstólum. Aðallestarstöðin í Frankfurt er í miðborginni og fara 350 þúsund farþegar um hana á dag, enda er hún ein sú stærsta í Evrópu. Mannlífið er líflegt á ráðhústorginu, en þar standa gamlar byggingar á borð við ráðhúsið, Hauptwache og Nikulásarkirkjuna. Ráðhúsið samanstendur af ellefu húsum og hefur starfað þar í 600 ár. Frankfurt er borg skýjakljúfanna, sú eina í Þýskalandi, og þar er hæsta bygging Evrópu, höfuðstöðvar Com- merzbank. Eins og nærri má geta er iðandi mannlíf í Frankfurt og þennan dag slógust kýrnar í hópinn. Ferðalög

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.