SunnudagsMogginn - 02.10.2011, Blaðsíða 43

SunnudagsMogginn - 02.10.2011, Blaðsíða 43
2. október 2011 43 arendakot. Svo má ekki gleyma Tómasi Sæmundssyni presti á Breiðabólstað fyrir ofan veg, en til minningar um hann er gamall og veglegur bautasteinn í kirkju- garðinum.“ – Var Nína sama náttúrubarnið? „Vann hún ekki mest með kvenímynd- ir?“ – Hallgerðar? „Miklu mýkri,“ svarar Hrafnhildur viss í sinni sök. „Annars held ég algjörlega með Hallgerði, þó að hún hafi verið skil- greind sem illkvendi.“ – Þú skilur hana vel? „Það er kannski ekki gott að skilja hana,“ svarar hún og hlær. „En maður veit náttúrlega ekkert hvernig Gunnar hefur verið. Það má vel vera að þetta hafi verið leiðindahjónaband og allt honum að kenna.“ Síminn hringir. Ekki gamli sveitasím- inn frá Sámsstöðum, sem er á veggnum í eldhúsinu, heldur nýrri sem Hrafnhildur talar í, bara eitt augnablik – svo heldur samtalið áfram. „Ég verð ekki með sýningu aftur fyrr en árið 2013,“ segir hún. „Ég hef sýnt svolít- ið grimmt undanfarið, ákvað að taka þetta ár með hvelli, var með sýningu í Vestmannaeyjum, á listasumri á Akureyri og svo núna í Gallerí Fold – og ekki sömu myndirnar! En núna þykist ég vera í fríi, af því ég sagði að ég væri búin að vinna eins og skepna.“ – Mér skilst það hafi hangið skilti við eitt málverkið á opnuninni, um að það væri ekki orðið þurrt. „Þegar ég hengdi upp sýninguna á mið- vikudegi var verkið ekki fullklárað, þannig að ég tók það aftur á vinnustof- una. Ég var skjálfandi á beinunum, hvort mér tækist að ljúka við það eða hvort það yrði ónýtt, því gert var ráð fyrir því og þá hefði þurft að endurraða öllum hinum verkunum. Svo fór að mér fannst þetta besta myndin, sem betur fer.“ – Hvenær laukstu við það? „Ég bætti í hana á fimmtudeginum og föstudeginum og mætti svo með hana blauta rétt fyrir opnun á laugardegi.“ – En það er óumdeilt að náttúran er aflvaki verka þinna? „Já, eingöngu. Allavega eins og er. Það er aldrei að vita hvenær maður kemst á annað tímabil.“ – Sækirðu innblástur á ferðalögum? „Já, ég bæði ferðast mikið og svo fer ég í veiði á sumrin, sit við árnar og horfi í strauminn. Svo finnst mér sjórinn til- komumeiri en landið sjálft, af því að hann er svo dularfullur – fer mikinn en lætur ekkert uppi. Þegar ég fór til Vest- mannaeyja með verk á sýninguna var ófært frá Landeyjahöfn, þannig að ég fór með Herjólfi frá Þorlákshöfn. Siglingin tók fimm og hálfan tíma, hún tekur venjulega þrjá. Ég var niðri í káetu og tók sjóveikitöflur, flestir sofna af þeim, en ég stóð við kýraugað og horfði á sjóinn nán- ast alla leiðina. Ég var reyndar dauðhrædd fyrst, lætin voru hræðileg og skellirnir, en svo leið mér eins og ég væri undir yf- irborði sjávar, af því að sjórinn flæddi yfir kýraugað með rosalegum gusugangi. Ég held að þessi ferð komi svolítið fram í myndunum sem ég sýni í Fold.“ Hún þagnar. „Ég er bara farin að tala um mál- verkin!“ bætir hún við, sem ljóslega er undantekning. – Liturinn er svartur á hafinu í einu eða tveimur verka þinna. Það gæti allt eins verið hraun? „Já, ég held það sé óljóst hvort sumar myndirnar séu af landi eða hafi. Og það má vera það, mér er alveg sama, hver lít- ur það sínum augum.“ – En þú fórst að gosinu á Fimmvörðu- hálsi. Það fer ekkert á milli mála, því það er mynd af þér í kraftgalla við eldstöðv- arnar í sýningarskránni! „Ég held það sé eitt það magnþrungn- asta sem ég hef upplifað. Maður komst svo nálægt því að það var sem það væri í næsta húsagarði. Seinna gaus Eyjafjalla- jökull og ég gat horft á gosið út um stofu- gluggann á Sámsstaðabakka þessa mánuði sem það stóð yfir.“ – Það hefur rignt ösku yfir ykkur? „Já, askan var mikil, það fylltust renn- urnar og maður stóð með slönguna og spúlaði aftur og aftur.“ – Þá var ógnin meiri? „Já, kannski ekki ógnin við okkur, en það var vont að vita til þess hvað þetta kom illa niður á skepnum og fólki sem býr þarna.“ – Þannig er náttúran, hvort sem er á sjó eða landi, að maður verður stundum dauðhræddur! „Í fyrri verkum mínum sæki ég meira í skýin, en á sýningunni í Fold er ég með hugann við náttúruöflin og reyni að fanga þennan mikla kraft. Það er engin logn- molla í þessum myndum.“ – Málarðu bæði á vinnustofunni í Garðabæ og á Sámsstaðabakka? „Já, ég hef vinnustofu á báðum stöðum, en ég hvíli mig mest á Sámsstaðabakka og safna kröftum þar. Samt er vinnustofan þar ágæt og þegar ég mála þar verða verk- in öðruvísi – ég veit ekki af hverju.“ – Það er Hallgerður! „Það gæti verið að hún kæmi þarna til sögunnar.“ – En þú vilt að landslagið komi að inn- an? „Já, ég mála ekki eitthvert tiltekið fjall. Yfirleitt þegar ég mála mynd, þá hef ég ekki hugmynd um hvað verður úr henni. Ég ræðst á strigann, mála baki brotnu og eftir heilan dag veit ég oft ekki enn hvernig myndin verður. Ég held bara áfram þar til málverkið tekur á sig ein- hverja mynd. Það átti til dæmis við um síðasta verkið á sýninguna í Fold. Ég vissi ekki hvort mér tækist að klára það og svo gat allt eins farið að það yrði ónýtt.“ – Verðurðu stundum þreytt á menn- ingarpólitíkinni? „Það er alveg rétt. Mér finnst stundum eins og listamenn, og þá er ég að tala um allar tegundir lista, vilji setja sig sig á ann- an stað en annað fólk. Sjálfri finnst mér ekkert merkilegra að mála málverk en að sauma kjól eða hekla pottaleppa eða smíða skúr úti í garði. Mér finnst ekkert eitt merkilegra en annað. – Hvers vegna urðu Straumar yf- irskrift sýningarinnar í Fold? „Það er náttúrlega vatn í flestöllum myndunum,“ segir hún og veltir vöng- um. „Ég fer reglulega í laxveiði í Straum- unum í Borgarfirði með kvenveiðifélaginu mínu Óðflugum. Við sitjum við Straum- ana í þrjá daga, þar eru ekki nema tveir veiðistaðir, og horfum í ána allan daginn. Eftir það líður mér stundum eins og áin renni í gegnum höfuðið á mér. Ætli sumar af myndunum séu ekki leifar af verunni við ána.“ – Það er gaman að koma í Þorsteins- lund! Hrafnhildur svarar ekki strax, heldur stendur upp og nær í litla bók. „Það fyrsta sem pabbi gaf okkur systk- inunum þegar við urðum læs var þessi bók, Eiðurinn eftir Þorstein Erlingsson. Hann lét okkur lesa ljóð fyrir sig oft á dag, Þorstein, Stein Steinarr, Örn Arnarson.“ Hún þagnar. „Guð minn góður! Er ég að gleyma Jón- asi Hallgrímssyni og Davíð Stefánssyni. Það voru þessi yndislegu ljóðskáld.“ ’ Ég bjó oft til leikrit þar sem kýrnar voru í aðalhlutverki. Hrafnhildur við eitt af málverkum sínum á sýningunni Straumum í Gallerí Fold.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.