SunnudagsMogginn - 02.10.2011, Blaðsíða 44
44 2. október 2011
Louis Sachar - The Cardturner bbbmn
Væntanlega þekkja flestir Louis Sachar fyrir bókina
Holes eða samnefnda kvikmynd sem gerð var eftir
bókinni, en bókin var einnig gefin út á íslensku
undir heitinu Milljón holur fyrir nokkrum árum.
Holes er bók fyrir unglinga, þó hún sé býsna
harkaleg á köflum og The Cardturner er líka ætluð
unglingum, en á annars lítið sameiginlegt með Ho-
les. Í The Cardturner segir frá unglingnum Alton
sem blindur frændi hans fær til að liðsinna sér við
briddsspilamennsku. Fjölskylda Altons er áfram um að hann takið
verkefnið að sér því frændinn er auðugur og von á góðum arfi ef vel
tekst til, en Alton er á báðum áttum, ekki síst fyrir það að sem ungur
maður hefur hann um margt annað að hugsa, þar á meðal hitt kynið
og vandamál tengd því. Eftir því sem hann nær tökum á briddsinu
fer honum þó eðlilega að þykja briddsspilamennskan forvitnilegri,
en þegar hann kemst að því að frændinn á sér leyndarmál um ást í
meinum og brostnar vonir eykst áhuginn til muna. Það er allmikið
fjallað um bridds í bókinni, sem fælir kannski einhverja frá, en sagan
stendur fyrir sínu, fróðleg og spennandi með smá dulrænu kryddi og
ánægjulegum endi.
Markur Sakey - The Two Deaths
of Daniel Hayes bbnnn
Söguhetja þessarar bókar rankar við sér allsnakin á
afskekktri strönd á austurstönd Bandaríkjanna og
hefur ekki hugmynd um hvernig hún endaði á
ströndinni, hvaðan hún kom og hvert hún ætlar.
Yfirgefin lúxusbifreið skammt undan gefur þó vís-
bendingu og viðkomandi heldur í vestur. Smám
saman áttar hann sig svo á því að hann er flæktur í
óttalegt morðmál og eftirlýstur um gervöll Banda-
ríkin. Ekki er þó allt sem sýnist og fljótlega kemur í
ljós að meintur morðingi er fórnarlamb og hinn myrti sprelllifandi.
Nokkuð vel skrifuð spennusaga, hröð og viðburðarík, en verður þó
ótrúverðugri eftir því sem líður á hana og fyrir minn smekk er fátt
leiðinlegra en illmenni sem er sannkallað ofurmenni, með yf-
irburðagáfur og ótakmarkað fé. Það kemur þó ekki að sök ef bókin
er lesin í einum rykk. Hún hentar til að mynda vel í stutta flugferð
og gleymist svo snimmhendis.
Árni Matthíasson arnim@mbl.is
Erlendar bækur
11. - 24. september
1. Frönsk svíta
- Irène Ném-
irovsky / JPV
útgáfa
2. Stóra Disney
köku- &
brauðb. -
Walt Disney
/ Edda
3. Ríkisfang: Ekkert - Sigríður
Víðis Jónsdóttir / Mál og
menning
4. Einn dagur - David Nicholls /
Bjartur
5. Prjónað úr íslenskri ull - Ýmsir
höfundar / Vaka-Helgafell
6. Sultur allt árið - Sigurveig
Káradóttir / Salka
7. Lýtalaus - Þorbjörg Alda Mar-
inósdóttir / JPV útgáfa
8. Hollt nesti heiman að - Mar-
grét Gylfadóttir / Salka
9. Frelsarinn - Jo Nesbø / Upp-
heimar
10. Einar Áskell og Alls-
nægtapokinn - Gunnilla
Bergström / Mál og menning
Frá áramótum
1. Ég man þig -
Yrsa Sigurð-
ardóttir /
Veröld
2. 10 árum
yngri á 10 vik-
um - Þorbjörg
Hafsteins-
dóttir / Salka
3. Bollakökur Rikku - Friðrika
Hjördís Geirsdóttir / Vaka-
Helgafell
4. Einn Dagur - David Nicholls /
Bjartur
5. Djöflastjarnan - Jo Nesbø /
Undirheimar
6. Betri næring - betra líf - Kol-
brún Björnsdóttir / Veröld
7. Ljósa - Kristín Steinsdóttir /
Vaka-Helgafell
8. Léttir réttir Hagkaups -
Friðrika Hjördís Geirsdóttir /
Hagkaup
9. Frelsarinn - Jo Nesbø /
Uppheimar
10. Sokkaprjón - Guðrún Sigríður
Magnúsdóttir /
Vaka-Helgafell
Bóksölulisti
Lesbókbækur
Skannaðu
kóðann til að
lesa
Listinn er byggður á upplýsingum frá
Bókabúð Máls og menningar, Bóka-
búðinni Eskju, Bókabúðinni Hamra-
borg, Bókabúðinni Iðu, Bókabúðinni
við höfnina Stykkishólmi, Bóksölu-
stúdenta, Bónus, Hagkaupum,
Kaupási, N1, Office 1, Pennanum-
Eymundssyni og Samkaupum. Rann-
sóknasetur verslunarinnar annast
söfnun upplýsinga fyrir hönd Félags
íslenskra bókaútgefenda.
J
ulian Barnes er einn fremsti rithöfundur
Breta um þessar mundir og sýnir það og
sannar í nýjustu skáldsögu sinni, The Sense
of an Ending, stuttri en meitlaðri sögu af
manni, sem á gamals aldri tekur að gera upp líf sitt
og kemst að því að minnið getur verið brigðull bak-
hjarl sem deyfir og máir út frekar en að ýfa og
stinga. Þegar byrjað er að ýta við því getur hins veg-
ar ýmislegt komið fram.
Tony Webster er í þriggja drengja skólaklíku. Fé-
lagarnir eru uppteknir af sjálfum sér og reyna að
breiða yfir takmarkanir sínar og óöryggi með háði
og gáfulegu fasi.
Þegar nýr drengur, Adrian Finn, kemur í skólann
og verður hluti af klíkunni hefur það strax áhrif á
félagana. Finn hefur greinilega meira til brunns að
bera en þeir og er stjarnan í hópnum, sá sem hinir
þrír miða sig við.
Manst ekki alltaf það sem þú hefur orðið vitni að
Leiðir skilur þegar vinirnir fara í háskóla. Hver fer
sína leið. Webster á í sínu fyrsta ástarsambandi, sem
reynist skammvinnt. Hins vegar fer svo að Finn
byrjar með kærustu Websters.
Sagan hefst hins vegar einhverjum fjörutíu árum
síðar. Webster er fráskilinn, horfir yfir farinn veg og
við blasir frekar óspennandi flatneskja. En það er
margt sem Webster veit ekki.
„Það sem þú á endanum manst er ekki alltaf það
sama og þú hefur orðið vitni að,“ skrifar Webster.
„Við lifum í tíma - hann heldur okkur og mótar - en
mér hefur aldrei fundist ég skilja hann mjög vel.“
Allt í einu gerir fortíðin vart við sig. Webster
berst bréf þar sem honum er tilkynnt að honum hafi
tæmst arfur eftir móður fyrrverandi kærustu sinn-
ar, 500 pund og dagbók Finns, sem framið hafði
sjálfsmorð mörgum árum áður. Webster fer að
púsla saman fortíð sína og kemst að því að hann
hefur verið gjörsamlega úti að aka.
The Sense of an Ending komst á stuttlistann yfir
þær bækur, sem til greina kemur að hljóti Man Boo-
ker-verðalaunin. Þetta er fjórða bók Barnes sem
kemst á listann. Hinar voru Flaubert’s Parrot
(1984), England, England (1998) og Arthur &
George (2005). Barnes hefur hins vegar ekki hlotið
verðlaunin og telja margir að nú sé röðin komin að
honum.
Höfundurinn við hlið lesandans
Barnes hefur sagt að hann vilji hafa lesandann ná-
lægt sér. „Sumir rithöfundar fara upp í púlt þegar
þeir skrifa - þeir standa í ræðustóli og lesandinn er í
áheyrendahópnum fyrir neðan þá og höfundurinn
segir lesandanum frá lífinu og um hvað það snúist
og hver sannleikurinn í því sé,“ sagði hann í viðtali
fyrir nokkrum árum. „Ég sé hins vegar höfundinn
og lesandann fyrir mér þar sem þeir sitja saman,
ekki augliti til auglitis heldur hlið við hlið og horfa í
sömu átt, í gegnum eitthvað eins og glugga á kaffi-
húsi. Í þessari uppsetningu minni spyr höfundurinn
lesandann „Hvernig heldurðu að hún sé? Hann er
dálítið skrítinn, er það ekki? Hvers vegna eru þau að
rífast?“ Sjónlína lesandans er samsíða sjónlínu höf-
undarins - höfundurinn er bara aðeins á undan
vegna þess að hann var fyrri til að taka eftir.“
The Sense of an Ending hefur fengið góða dóma í
blöðum, þótt Barnes láti sér sennilega fátt um finn-
ast. Í áðurnefndu viðtali segist hann aldrei hafa lesið
gagnrýni, sem gerði sig að betri höfundi eða hafði
áhrif á hvernig hann skrifaði næstu bók. Sjálfur hafi
hann skrifað urmul umsagna, telji aðeins eina vel
heppnaða og yfir henni hafi hann legið í nokkrar
vikur. Sérstaklega finnst honum lítið til gagnrýn-
enda dagblaðanna koma: „Ég tel blaðagagnrýn-
endur vera hindrun misskilnings, sem bókin þarf að
komast yfir áður en hún nær til lesenda.“
Julian Barnes telur gagnrýnendur vera hindrun misskilnings, sem bækur þurfi að komast í gegnum til að ná til
lesenda. Ný bók hans, The Sense of an Ending, hefur fengið góðar umsagnir gagnrýnenda.
Feilspor fortíðar
og brigðult minni
Enn einu sinni er Julian Barnes á listanum yfir bækurnar,
sem kemur til greina að hreppi Man Booker-verðlaunin. Í
nýjustu bók hans, The Sense of an Ending, segir frá fremur
drungalegu ferðalagi eftir tröð minninganna. Skyldi röðin
núna vera komin að honum.
Karl Blöndal kbl@mbl.is